Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 08.08.2006, Qupperneq 21
ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna langtíma- skuldbindinga í íslenskum krónum í AA- úr AA+. Jafnframt er sjóðurinn tekinn af athugunarlista. Standard & Poor´s setti Íbúðalánasjóð á athug- unarlista með neikvæðar horfur í mars vegna þess að markaðshlut- deild sjóðsins hefði minnkað og að nokkur óvissa væri um framtíð hans. Í júní var gefið út að nýtt mat yrði birt í júlí og var það gert 17. júlí. Samkvæmt hinu nýja lánshæfismati eru horfur í íslenskum krónum stöðugar. Lánshæfismat fyrir lang- tímaskuldbindingar í erlendri mynt er staðfest AA- og fyrir skammtíma- skuldbindingar í íslenskum krónum og erlendri mynd A-1. Horfur fyrir erlenda mynt eru neikvæðar. Lánshæfismat Moody´s fyrir Íbúðalánasjóðs er óbreytt. Sjóð- urinn er með bestu lánshæfiseinkunn samkvæmt því mati. (www.ils.is) Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkað ÓVISSA UM FRAMTÍÐ SJÓÐSINS LIÐIN HJÁ. Minnkandi markaðshlut- deild Íbúðalánasjóðs dró úr lánshæfiseinkunn hans til skamms tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fasteignasalan Remax Mjódd hefur til sölu glæsilega sjö herbergja eign á rólegum stað í Bleikjukvísl 15. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og aukaíbúð. Þegar gengið er inn í aðalíbúðina er komið inn í forstofu með marmara á gólfi og góðu skápaplássi. Úr forstofu er gengið inn í hol sem einnig er með marmara á gólfi. Á hægri hönd er nýlega parkettlögð stofa með arni. Eldhúsið er með viðarinnrétingu, borðplat- an er úr graníti og milli efri og neðri skápa eru flísar. Frá holi er gengið til vinstri inn á gang með tveimur herbergjum og baðherbergi, hjónaherbergið er mjög rúmgott og með miklu skápaplássi. Inni af hjónaherbergi er rúmgott baðherbergi með marmara, bað- kari og sturtu. Rúmgott barnaherbergi er þar við hliðina á. Við hlið barnaherbergis er gestasalerni og innrétting við vask. Á gangi er marmari á gólfi og þaðan er útgengt á verönd. Frá gangi er gengið í tengibygginu með marmara á gólfi og þaðan yfir í garð- stofu sem hefur allar tengingar fyrir heitan pott. Frá garðstofunni er innangengt í yfir- byggingu með flísalagðri setlaug. Í tengi- byggingunni er einnig stigi niður í kjallara þar sem aukaíbúð með sérinngangi er að finna. Í íbúðinni er forstofa með marmara á gólfi og góðum fataskáp. Tvö parkettlögð svefnherbergi með fataskápum eru í íbúð- inni og er eldhúsið í opnu rými. Baðher- bergið er með marmara á gólfi og sturtu- klefa. Húsið er 306 fermetrar en inni í fer- metratölu er 27 fermetra bílskúr. Húsið er á góðum stað og er örstutt í skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Söluverð eignarinnar er 67 milljónir og fjögurhundruð þúsund krónur. Innbyggður bílskúr og aukaíbúð Húsið er í Bleikjukvísl 15 og er sérstaklega glæsilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.56 13.33 22.08 Akureyri 4.27 13.18 22.07 GÓÐAN DAG! Í dag er þriðudagurinn 8. ágúst, 220. dagur ársins 2006. FASTEIGNASÖLUR 101 Reykjavík 6-7 Atlast 15 Árborgir 14 Ás 8-9 Fasteignafélag Austurl. 4 Fast.miðlun FMG 12-13 Framtíðin 4 Lundur 10-11 Perla investment 9 Remax Mjódd 12-13 Garðurinn ætti að vera í fullum blóma einmitt um þessar mund- ir. Þetta er því góður tími til þess að endurskipuleggja garðinn fyrir næsta sumar. Þarf að klippa runna sem eru farnir að skyggja á aðrar plöntur? Fá rósirnar ekki nægilegt ljós? Skrifaðu minnis- punkta niður og hafðu þá við höndina næsta vor. Sumarið er sá tími þegar flestir fara í langt frí. Ef þú ætlar að vera í burtu í langan tíma er viss- ara að koma sér upp einhvers konar þjófavörn. Mundu líka að láta nágrannana vita - oft eru þeir besta þjófavörnin. ALLT HITT [ HÚS FASTEIGNIR ] LITLA KANADA Kanadísk einingahús spretta upp á Egilsstöðum. HÚS 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.