Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2006, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 08.08.2006, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 8. ágúst 2006 5 Umhverfisvænt eldhús HÉR KOMA NOKKRAR LEIÐIR SEM MÁ NOTA TIL ÞESS AÐ GERA ELD- HÚSIÐ UMHVERFISVÆNT. Til að spara lýsingu má nota flúorperur, með því getur orkunotk- unin minnkað um allt að helming. Einnig er best að nota bara dags- ljósið þegar kostur gefst eða skapa rómantískt andrúmsloft með því að nota kerti. Bambus er náttúrulegt og umhverfisvænt efni sem endur- nýjast hratt í náttúrunni. Bambus má nota í diskamottur, á veggi, milli skápa eða sem mottur á gólfið. Einnig má fá körfur og annað smálegt úr bambus. Korkur er einnig afar góður efnivið- ur í eldhús þar sem hann er bæði hljóðeinangrandi og ofnæmisfrír og tekur ekki í sig myglu eða önnur lífræn óhreinindi. Kork má bæði nota á gólf og veggi. Bómull og önnur náttúruleg vefnaðarvara fer einkar vel í umhverfisvænu eldhúsi, jafnt í gardínum, borðdúkum, stólsessum og viskastykkjum. Burstar ættu að vera úr náttúruleg- um efnum sem bæði endast betur en plastið og hreinsa líka betur potta og pönnur. Ný spennandi leið í flísalögn- um. Það nýjasta í flísalagninum er flísar með innbyggðu ljósi. Hér er ekki verið að tala um ljós sem eru greypt inn í eða bak við flísar eftir á, held- ur koma þær með tilbúinni LED- lýsingu. Flísarnar sjálfar eru því ljósgjafinn. Hægt er að fá flísarnar í nokkrum stærðum og er mismun- andi hversu stór hluti yfirborðs þeirra lýsir upp. Til dæmis er hægt að fá flísar sem eru 5,5x40 cm og lýsa allar upp. Þær getur til dæmis verið sniðugt að nota í rendur á milli dökkra flísa, eða í þrep. Hægt er að skoða flísarnar á heimasíðunni www.steuler-fliesen. de. Flísar sem lýsa upp umhverfið Nokkur dæmi um skemmtilega notkun LED- flísanna. Rétt tækni við að saga EKKI RYKKJA OG EKKI OF HRATT. ■ Því stöðugari sem spýtan sem þú ætlar að saga er, því léttara er að saga. Notið gott undirlag eða borð og látið einhvern annan halda í endann sem stendur út. Það getur verið gott að leggja hnéð ofan á það sem verið er að saga til aukins stuðnings. ■ Ef virkilega á að vanda til verksins getur oft verið betra að þvinga það fast sem verið er að saga. ■ Átakið við sögunina á að vera langt og mjúkt. Ef sagað er með rykkjum er hætta á þvi að sögin festist eða að sagarfarið skekkist. ■ Ef timbrið er rakt eða mjög þétt getur verið léttara að saga, ef þú strýkur olíu eða uppþvottalegi yfir sagarblaðið. Því minna horn sem er á milli sagarinnar og yfirborðs spýtunnar, því fínna sagarfar. ■ Krepptu þumalinn og láttu hann liggja sem stuðning að sagarblaðinu þegar þú byrjar að saga. Eftir nokkur handtök er sagarblaðið byrjað að grípa og þú getur tekið þumalinn frá. Til að komast hjá því að flísist um of úr timbrinu þegar þú sagar, má setja límband yfir sagarfarið. Límbandið ætti að halda að og varna því að flísar myndist. Það væri leiðinlegra að spilla fallegri smíði með óvönduðum vinnubrögðum. smíðar }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.