Fréttablaðið - 08.08.2006, Síða 45
ÞRIÐJUDAGUR 8. ágúst 2006 21
Mikil óánægja er nú með „samkomu-
lag“ ríkisstjórnar og Landssam-
bands eldri borgara um kjör eldri
borgara. Málið hefuir verið mikið
rætt í fjölmiðlum, blöðum og á
útvarpsstöðvunum, einkum á Útvarpi
Sögu en mikill fjöldi fólks hringir
alltaf í þá útvarpsstöð og segir álit
sitt á málefnum líðandi stundar. Hafa
allir, sem tjáð hafa sig um „sam-
komulagið“, undantekningarlaust
verið mjög óánægðir með það. Eldri
borgurum finnst eins og þeir hafi
verið blekktir. Þeir benda á, að hækk-
unin á lífeyri aldraðra sé nánast sú
sama eða minni en ASÍ samdi um í
júní og tilskilið var, að eldri borgar-
ar fengju og því hafi ekkert komið út
úr samkomulagi LEB og ríkisstjórn-
ar til viðbótar varðandi hækkun á líf-
eyri. Aðeins 400 manns fái fullar
bætur og skattur sé greiddur af þeim
bótum. Sumir eldri borgarar sem
hringt hafa í Útvarp Sögu segja, að
þeir fái aðeins nokkrar krónur út úr
„samkomulaginu“.
Hafði LEB ekkert umboð?
Eldri borgarar gagnrýna einnig
harðlega að Landsamband eldri
borgara skuli hafa samið við ríkis-
stjórnina. Telja þeir að LEB hafi
ekki haft neitt umboð til slíkra samn-
inga. Landasamband eldri borgara
hafi ekkert samningsumboð fyrir
eldri borgara.Í Landssambandinu sé
aðeins hluti eldri borgara og eldri
borgarar yfirleitt hafi ekki gefið
LEB neitt umboð til samninga.
Menn eru mjög hissa á því, að
Ólafur Ólafsson formaður LEB skuli
hafa skrifað undir samkomulag við
ríkisstjórnina, þar eð samkomulagið
færi öldruðum sáralítið og hann hafi
ekki haft umboð til að skrifa undir.
„Lofa“ mörg ár fram í tímann
Þá gagnrýna margir eldri borgar-
ar,að ríkisstjórnin skuli gera „sam-
komulag“, sem gildi til margra ára
þegar ríkisstjórnin eigi aðeins eftir
10 mánuði af valdatímabili sínu.
Telja menn það alveg út í hött að
ríkisstjórnin sé að „lofa“ einhverj-
um aðgerðum í málefnum aldraðra
langt fram í tímann. Nær hefði
verið að ríkisstjórnin gerði meira á
meðan hún er við völd.
Einar Árnason hagfræðingur
eldri borgara hefur komið fram í
fjölmiðlum og sagt, að „samkomu-
lagið“ við eldri borgara sé ekkert
samkomulag! Fulltrúar LEB hafi
skrifað undir nefndarálit með fyrir-
vara og lýst yfir, að þetta væri
aðeins fyrsta skref á langri göngu.
En hvað sem ummælum Einars
líður þá var „samkomulagið“ kynnt
af forsætisráðherra í fjölmiðlum
með miklum lúðrablæstri sem sam-
komulag. Og almenningur skildi
það þannig, að um samkomulag
væri að ræða. En spurningin er
aðeins sú hvort fulltrúar LEB höfðu
heimild til þess að skrifa undir
plaggið. Ég óskaði eftir því áður en
gengið var frá samkomulaginu, að
ekki yrði skrifað undir og sagði
sporin frá nóvember 2002 hræða.
Þá var skrifað undir smánarsamn-
inga, sem fulltrúar eldri borgara
sáu eftir að hafa skrifað undir.
Ólafur Ólafsson formaður er ekki
heldur nú ánægður með „samning-
ana“. En í viðtali við Mbl. segir
hann, að fulltrúum Landssambands
eldri borgara hafi verið stillt upp
við vegg.Gefið hafi verið til kynna,
að ef ekki yrði skrifað undir fengist
ekkert!
AF NETINU
UMRÆÐAN
ELDRI
BORGARAR
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er
tekið á móti efni sem sent er frá Skoð-
anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort
efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
2
7
9
0
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00
Vegna góðs stuðnings frá Nissan getum við nú í takmörkuðu magni
boðið enn þá betra verð á Nissan X-Trail. Nissan X-Trail hefur hlotið
ótal verðlaun og viðurkenningar og þú einfaldlega finnur ekki betri
kaup í dag á jeppa í sama stærðarflokki.
Önnur tilboð frá Nissan gilda ekki með þessu tilboði.
17" álfelgur, 4x4, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar,
loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
Borgaðu minna fyrir meiri lúxus!
Ríkulegur staðalbúnaður
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
464 7942
Verð áður 3.490.000 kr.
Nissan X-Trail Sport
Verð aðeins 2.990.000 kr.
NISSAN X-TRAIL
VERÐLÆKKUN!
500.000KR.
BORGAÐU MINNA FYRIR MEIRI LÚXUS
SUMARTILBOÐ NISSAN
Voru eldri borgarar blekktir?
Fréttamenn langt leiddir
Sérkennilegt er, að lesa og heyra skoð-
anir Ragnars Aðalsteinssonar hrl. á því,
hvernig stjórnsýslu er háttað. Lögregla
sinnir að hans mati öryggisgæslu við
Kárahnjúka vegna „skipana að sunnan“
og þjóðskjalavörður er beittur „þrýst-
ingi að ofan“ þegar hann svarar óskum
Ragnars um aðgang að skjölum í Þjóð-
skjalasafninu á annan veg en Ragnar vill.
Að þessar stöðugu samsæriskenningar
hæstaréttarlögmannsins eigi erindi í fjöl-
miðla segir einnig nokkuð um, hve langt
fréttamenn eru leiddir í gúrkutíðinni og
það jafnvel sömu daga og endalaust er
unnt að segja vega-, flug- og veðurfréttir
vegna verslunarmannahelgarinnar.
Björn Bjarnasson af bjorn.is
Úrskurður laganefndar fallinn
Úrskurður laganefndar Framsóknarflokks-
ins í kæru Önnu Kristinsdóttur og Jónínu
Bjartmarz vegna kjördæmisþingsins í
vetur er loks kominn. Eins og einhverjir
kunna að muna fóru þær stöllur mikinn
í fjölmiðlum á sínum tíma og úthrópuðu
mig og fleiri svindlara fyrir að láta það
ekki yfir okkur ganga baráttulaust að
láta henda öllum ungliðum úr stjórn
kjördæmasambandsins. Úrskurðurinn
féll á móti þeim í öllum atriðum sem er
athyglisvert miðað við ítrekuð fjölmiðla-
upphlaup vegna fundarins í vetur og vor
þar sem þær komu fram sem sjálfskipað-
ir riddarar lýðræðisins. Þær sjálfar virðast
sem sagt eftir allt saman ekki hafa sætt
sig við lýðræðislega niðurstöðu fundarins
heldur þvert á móti farið gegn félögum
sínum í flokknum á opinberum vettvangi
með ósönnum dylgjum. Vænti þess að
flokksmenn hafi þessa framkomu þeirra
í huga þegar kemur að því að velja fólk
í trúnaðarstöður í flokknum á komandi
misserum.
Haukur Logi Karlsson af mersol.blog-
spot.com
Íslensku krónuna á að skrá í
gengi evrunnar
Ég man eftir umræðu um að Ísland eigi
að taka upp evruna og jafnvel ganga
í Evrópusambandið. Ég er alls ekki
endilega fylgjandi því en það eru aðrir
möguleikar í stöðunni. Hvað með að
skrá íslensku krónuna á gengi evrunn-
ar? Íslenska krónan yrði til að forminu til
en við myndum losna við sveiflurnar. Sú
hugmynd hljómar alltaf betur og betur
í mín eyru. Með þeirri breytingu myndi
íslenska ríkisstjórnin, íslensk sveitarfélög,
íslensk fyrirtæki og íslenskur almenning-
ur búa við stöðugara efnahagsástand.
Gengið stöðugt, vextir stöðugir og verð-
bólgan stöðug. Með stöðugleikanum
yrði jafnvel hægt að afnema vaxtabætur
og verðtryggingu og minnka enn meira
þann kostnað sem almenningur greiðir
bönkunum. Minni álögur á íslensk heim-
ili og fyrirtæki. Allir græða.
Kristrún Lind Birgisdóttir af tikin.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI