Fréttablaðið - 08.08.2006, Page 54
Sjónvarpsauglýsing-
ar sem sýna hlaup-
andi strák eða stelpu
flýjandi undan
myndavélinni eins
og í góðri hryllings-
mynd hafa verið
tíðir gestir á skján-
um. Ekki kemur í
ljós hvað er verið
að auglýsa en
heimasíða er gef-
inn upp í lokin.
Það er heimasíð-
an www.gegn-
drepa.is. Við nán-
ari skoðun á síðunni kemur í ljós
að um er að ræða leik sem fer af
stað á næstunni. Allt er þetta mjög
leynilegt og stjórnandi og einráð-
ur dómari leiksins nefnir sig
Herra X.
„Þetta er allt saman mjög leyni-
legt og við vitum mjög lítið um
þetta. Lútum bara skipunum frá
Hr. X,“ segir Karl Lúðvíksson,
framleiðslustjóri hjá Spark
ehf. sem sér um að útvega mynda-
tökulið til að taka upp vatnsstríðið
en síðan verða settir saman þættir
sem verða sýndir á Skjá einum á
næstunni í raunveruleikastíl. „Það
hafa verið svona leikir í gangi á
netinu en þetta er í fyrsta sinn
sem slíkir þættir verða sýndir í
sjónvarpi.“ Leikurinn gengur
út á það að keppendur fá í hend-
urnar upplýsingar um ein-
hvern ákveðinn einstakling.
Sá einstaklingur er einnig
keppandi í leiknum og á kepp-
andinn að reyna að skjóta hann
niður með vatnsblöðru eða
vatnsbyssu. Ef það tekst er ein-
staklingurinn úr leik og kepp-
andinn fær nýtt skotmark. Tuttugu
keppendur fá að vera með og sá
sem nær að
koma öllum
sínum skotmörk-
um úr leik stend-
ur uppi sem
sigurvegari.
Verðlaunin eru
ekki af verri end-
anum en sigur-
vegarinn fær
hálfa milljón í hendurnar.
„Við erum nú þegar búnir að fá
í hendurnar fjöldann allan af
umsóknum frá fólki allt upp í
fimmtugt en við áframsendum
þær á Hr. X sem sér um að velja
keppendur,“ segir Karl Lúð-
víksson en hann vill lítið
tjá sig um leikinn enda
fá hann og aðrir á
Spark ehf bara skip-
anir daglega frá Hr. X
og vita því lítið fram í
tímann. ■
Blautt stríð í aðsigi
VOPNIN Vatns-
blöðru- og vatns-
byssustríð verður á
landinu á næstunni.
KARL LÚÐVÍKSSON Framleiðslustjóri hjá
Spark ehf. sem sér um framleiðslu þátta um
leikinn sem sýndir verða á Skjá einum.
Ofurfyrirsætan Jill Marie Gulseth
er enn í sárum eftir að Kid Rock,
unnusti hennar til þriggja mánaða,
sagði henni upp með smáskilaboð-
um. Pamela Anderson og Kid Rock
giftu sig sem kunnugt er á skútu
við St. Tropez fyrir skömmu.
„Það er bæði sárt og erfitt að
vera sagt upp með smáskilaboði,“
sagði Jill í samtali við blaðið In
Touch. „Ég grét lengi á eftir og
þurfti að leita huggunar hjá vinum
og ættingjum. Það er ekki auðvelt
að sjá þau dag eftir dag í fréttun-
um.“ Pam og Kid Rock tóku aftur
saman í síðasta mánuði en þau voru
par í skamma stund árið 2003.
Sleit sambandinu
með smáskilaboðum
KID ROCK OG PAMELA Kid Rock hætti með
unnustu sinni með smáskilaboðum og
giftist Pamelu nokkrum vikum seinna.
Bruce Willis ætlar í mál við æsku-
félaga sinn vegna fjárkúgunar.
Die Hard-stjarnan hefur höfðað
mál gegn Bruce DiMattia þar sem
sá síðarnefndi hótaði að skrifa bók
um leikarann fengi hann ekki
greidda 100 þúsund dollara og bíl.
Samkvæmt lögfræðingi Willis
vann DiMattia hjá leikaranum í
fjögur ár og stal á þeim tíma fjöld-
anum öllum af ljósmyndum og
myndbandsupptökum. DiMattia
var rekinn úr starfi og hótaði þá
að skrifa bók og birta myndirnar
og myndbandsupptökurnar gengi
Willis ekki að kröfum hans.
Willis, sem er um þessar mund-
ir að fara að leika í fjórðu mynd-
inni í Die Hard myndaröðinni,
hefur farið fram á að eignum hans
verði skilað aftur og að DiMattia
borgi honum eina milljón dollara í
skaðabætur.
Í mál gegn æskuvini
BRUCE WILLIS Brúsi er harður í horn að
taka og lætur ekki kúga af sér fé.
THE SENTINEL kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5.40, 8 og 10.20
SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA
OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 3 og 5
OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 3, 5 og 8
STICK IT kl. 3, 5.30, 8 og 10.20
CLICK kl. 10 B.I. 10 ÁRA
RAUÐHETTA ÍSL. TAL kl. 3
50.000
MANNS
BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI!
Frábær gamanmynd með
Íslandsvininum John C. Reilly
A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 5.45, 8 og 10.15
SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA
ULTRAVIOLET kl. 5.20 B.I. 12 ÁRA
STORMBREAKER kl. 6 og 8
CLICK kl. 8 og 10.10 B.I. 10 ÁRA
DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 5 og 10 B.I. 14 ÁRA
THE SENTINEL kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
SILENT HILL SÍÐ. SÝNINGAR kl. 10 B.I. 16 ÁRA
STORMBREAKER kl. 8
STICK IT SÍÐ. SÝNINGAR kl. 6
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500