Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 56

Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 56
32 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina mark Barcelona í 1-1 jafnteflisleik gegn mexíkóska liðinu Guadalajara í æfingaferð Börsunga um Banda- ríkin sem nú stendur yfir. Eiður skoraði þar sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en bæði komu eftir undirbúning Brasilíumannsins Ronaldinho og virðast þeir félagar vera að finna sig vel saman. „Ronaldinho er leikmaður sem lætur allt liðið spila betur. Maður þarf bara að hreyfa sig vel og á réttan hátt, þá má búast við því að fá boltann frá honum. Það er alls ekki erfitt að spila með Ronald- inho. Það er mjög ánægjulegt að ná að skora þar sem ég er fram- herji og stuðningsmennirnir búast við því að sjá mörk frá mér,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. Ronaldinho tók svo í sama streng. „Eiður er mjög útsjónar- samur leikmaður og staðsetur sig mjög vel. Mér finnst frábært að spila með honum. Ég þekki hann ekki mjög vel enn sem komið er en við þekkjum hreyfingar og hugs- anir hvors annars á augnaráðinu einu saman nú þegar. Þetta er full- komin byrjun fyrir okkur,“ sagði Ronaldinho um Eið Smára Guð- johnsen en spænska deildin fer af stað hinn 27. ágúst. - hþh Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt annað mark fyrir Barcelona í gær: Myndar sérstakt samband með Ronaldinho MARKINU FAGNAÐ Eiður Smári fagnar marki sínu með besta knattspyrnumanni heims, Ronaldinho. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Garðar Jóhannsson hefur hlotið uppreisn æru eftir nokkur mögur ár hjá KR í Vestur- bænum. Á sínum tæpum fjórum árum þar skoraði hann fjögur mörk í 36 deildarleikjum en í síð- ustu viku gekk hann til liðs við Val til að fylla skarð nafna síns Gunnlaugssonar sem var seldur til Norrköping í sumar. Í sínum fyrsta deildarleik með Val, gegn ÍBV á mánudagskvöldið, skoraði hann þrennu í 5-0 stórsigri sinna manna. Þar áður hafði hann skorað í bikarleik með Val og því mörkin orðin fjögur í tveimur leikjum. Garðar var haustið 2003 feng- inn til KR en þá hafði hann skorað 28 mörk í 50 deildarleikjum með Stjörnunni, þar þrjú mörk í þrett- án leikjum á sínu eina tímabili í efstu deild er Stjarnan lék þar árið 2000. Á sínu fyrsta ári með KR gekk honum nokkuð vel, hann lék fimmtán leiki og skoraði í þeim þrjú mörk en undir stjórn Willums Þórs Þórssonar varð KR Íslandsmeistari. „Ég spilaði mikið hjá KR undir stjórn Willums og hann hefur ávallt haft mikla trú á mér. Ég þakka honum kærlega fyrir það,“ sagði Garðar við Fréttablaðið en Willum er núverandi þjálfari Vals og sá sem vildi fá Garðar frá KR- ingum nú. „Hann reyndi líka að fá mig til Vals fyrir tveimur árum áður en ég samdi aftur við KR.“ Garðar segir að Teitur Þórðar- son, þjálfari KR, hafi leyft sér að fara þar sem hann reiknaði ekki með því að nota hann mikið það sem eftir lifði tímabilsins. „Hann var með mína hagsmuni í huga og ákvað ég bara í kjölfarið að stökkva á þetta tækifæri. Og ég sé ekki eftir því enda hefur mér verið tekið afar vel hjá Val og þetta hefur verið algjört ævintýri.“ Garðar missti alveg af tímabil- inu árið 2004 vegna meiðsla og síðan þá hefur hann aðeins skorað eitt mark fyrir KR en hann kom við sögu í níu leikjum með liðinu í sumar. Það hlýtur að gleðja gamlan markaskorara að finna taktinn á nýjan leik? „Jú, vissulega. Maður er í þessu til að skora og vinna leiki. Þetta er auðvitað alveg frábært.“ Með sigrinum er Valur kominn í annað sæti Landsbankdadeildar- innar en munurinn er sem fyrr lít- ill á milli annarra liða en FH, sem trónir á toppi deildarinnar með væna forystu. „Nú þurfum við fyrst og fremst að koma okkur aftur á jörðina og halda áfram að spila eins og við gerðum gegn ÍBV. Það eru enn sex leikir eftir en það er reyndar ágætt að fá þetta frí sem nú er framundan þar sem ég fékk aðeins í nárann í leiknum og því hvíldinni feginn.“ Garðar tekur reyndar fram að það hafi verið hluti af samningi Vals og KR að hann spili ekki þann leik í sumar. Í fyrra var Garðar orðaður við norska úrvalsdeildarliðið Lyn en ekkert meira varð úr því. Hann segir þó atvinnumennskuna ekki vera sér neitt sérstaklega ofar- lega í huga. „Fyrst og fremst vil ég standa mig með Val. En það má auðvitað alltaf skoða málin ef eitt- hvað skemmtilegt kemur upp á borðið.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is GARÐAR JÓHANNSSON Var í ham gegn ÍBV og skoraði þrennu. Var valinn leikmaður 12. umferðar af íþróttadeild Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Er í fótbolta til að skora mörk Framherjinn Garðar Jóhannsson hefur verið valinn leikmaður 12. umferðar Landsbankadeildar karla. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta deildarleik með Val á dögunum en hann kom frá KR fyrir skömmu. LEIKMAÐUR UMFERÐARINN AR LIÐ UMFERÐARINNAR Birkir Már Sævarsson Matthías Guðmundsson Eyjólfur Héðinsson Garðar Jóhannsson Sigurvin Ólafsson Hjörvar Hafliðason Kári Ársælsson Petr Podzemsky Guðjón Árni Antoníusson Björgólfur Takefusa Baldur Sigurðsson 3-5-2 FORMÚLA 1 Jenson Button hjá Honda varð fyrstur í kappakstrin- um í Búdapest um helgina en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1. Fernando Alonso hjá Renault var lengi vel fremstur en bíll hans bil- aði og sömuleiðis féll Michael Schumacher hjá Ferrari úr leik. Button ræsti fjórtándi á ráslínu en kom þrátt fyrir það fyrstur í mark og keyrði vel í erfiðum aðstæð- um. Annar varð Pedro de la Rosa á McLaren og þriðji Nick Heidfeld á BMW. Eftir keppni var bíll nýlið- ans Robert Kubica dæmdur ólög- legur og Schumacher færðist upp um eitt sæti. Hann fékk því eitt stig og munar nú tíu stigum á milli hans og Alonso sem er efstur í heildarstigakeppni ökumanna. Í keppni bílasmiða er Renault með 149 stig en Renault 143 stig. - egm Ungverski kappaksturinn: Fyrsti sigur Jenson Button FAGNAÐI VEL Button var hæstánægður með sigur sinn. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Vinstri bakvörðurinn Ashley Cole mun að öllum líkind- um ganga í raðir Englands meistara Chelsea í vikunni en hann var ekki í leikmannahópi Arsenal sem fór til Króatíu í gær. Ef Cole hefði spilað með Arsenal gegn Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeild- arinnar mætti hann ekki spila í keppninni með öðru liði. Líklegt er að Chelsea þurfti að reiða fram 25 milljónir punda fyrir Cole en David Dein, varastjórnar- formaður Arsenal, hefur viður- kennt að viðræður hafi átt sér stað á milli liðanna. Í fyrra var Chelsea sektað auk Jose Mourinho, stjóra liðsins, og Cole fyrir að tala ólög- lega sín á milli um hugsanleg kaup á Englendingnum. - hþh Ashley Cole: Á leiðinni til Chelsea COLE Verður líklega orðinn samherji Arjen Robben í vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Hern- an Crespo er genginn í raðir Ítalíu- meistara Inter á nýjan leik frá Chelsea, sem gæti nú þurft að kaupa sér einn sóknarmann til í sumar. Crespo hefur aldrei leynt ást sinni á Ítalíu en hann spilaði þar á árunum 1999 til 2003. Hann var síðan lánaður til AC Milan en spilaði á síðasta tímabili með Chel- sea. Þrátt fyrir að standa sig með prýði naut hann sín ekki á Englandi og fékk draum sinn uppfylltan með því að fara til Inter á ný. - hþh Hernan Crespo: Snýr aftur til Inter á Ítalíu TEKUR GLEÐI SÍNA Á NÝ Crespo er nú kominn aftur í búning Inter. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Indriði hjá Lyn Indriði Sigurðsson er nú til reynslu hjá norska liðinu Lyn en semji hann við liðið fer hann til Noregs frá KR án þess að spila leik fyrir Vesturbæjarfé- lagið sem hann samdi við á dögunum. Samningur hans við KR segir til um að hann megi fara frítt ef erlent félag býður honum samning. > Tap gegn Dönum Bronsverðlaunin á Norðurlandamótinu í körfubolta runnu Íslandi úr greipum en liðið tapaði um helgina fyrir Dönum í lokaleik sínum á mótinu. Tapið var sárt því Danir skoruðu aðeins einu stigi meira en Íslendingar í leiknum en það dugði þeim til 82-81 stigs sigurs. Íslenska liðið hafði yfir lengst af í leikn- um en Danir komust þrisvar sinnum einu stigi yfir, í síðasta sinn rétt áður en lokaflautan gall. Jakob Sigurðarson var stigahæstur Íslendinga með 19 stig, Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og Logi Gunnarsson, Helgi Magnússon, Sigurður Þor- valdsson og Páll Axel Vilbersson 8 stig hver. Svíar urðu Norður- landameistarar eftir sigur á Finnum. Blikastúlkur eru nú í Austurríki þar sem þær taka þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Með þeim í riðli eru SV Neu- lengbach frá Austurríki, Newtownabbey frá Norður-Írlandi og SU 1° Dezembro frá Portúgal. Fyrsti leikur Breiðabliks er í dag þegar stelpurnar mæta stöllum sínum frá Portúgal. Sigurvegari riðilsins kemst í aðra umferð en þar er einnig um riðla að ræða. Sú umferð fer fram um miðjan september. Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiða- bliks, telur fyrirfram að gestgjafarnir í SV Neulengbach séu sterkasti mótherjinn í riðlinum. „Ef staða landsliða þessara þjóða er skoðuð eigum við þó góða möguleika á að komast áfram,“ sagði Guðmundur og bætti við að stefnt væri að því vinna riðilinn og myndi Breiðablik þá meðal annars mæta Evrópumeisturum Frankfurt í öðrum riðli. Þetta er í annað sinn sem Breiða- blik tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna en keppnin fór fyrst fram árin 2001/2002. Þrátt fyrir það er þetta í þriðja sinn sem Breiðablik öðlast þátttökurétt en liðið tók ekki þátt haustið 2001 þar sem margir af bestu leikmönnum þess voru farnir erlendis til náms. „Við stefnum á að vinna riðilinn,“ sagði Ólína G. Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins. „Þetta verður stórskemmtilegt og stemningin er allt öðruvísi í þessum Evrópuleikjum heldur en þegar við erum að spila í deildinni heima,“ sagði Ólína. Leikurinn í dag verður klukkan 13:30 að íslenskum tíma en á fimmtudaginn komið að leik gegn heimastúlkum frá Austurríki og lokaleikur riðilsins er gegn Newtownabbey Strikers. KVENNALIÐ BREIÐABLIKS: LEIKUR SINN FYRSTA LEIK Í EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Í DAG Stefnan er sett á að vinna riðilinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.