Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 10
10 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR SUÐUR-AFRÍKA, AP Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðar- stefnunnar áður fyrr, standa suður- afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kyn- ferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mót- mæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimil- um þeirra og senda börnin á ver- gang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðar- stefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipu- lögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýð- ræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherr- um í ríkisstjórninni eru 12 konur. En betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmanna- stöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mis- munun, frjálsar frá fátækt, frjáls- ar frá ótta og ofbeldi,“ sagði for- seti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilis- ofbeldi og nauðganir í Suður- Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heil- brigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum. smk@frettabladid.is Samstaðan enn sterk Þúsundir kvenna þrömmuðu um Suður-Afríku í gær í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að 20 þús- und konur hættu frelsi sínu í mótmælagöngu gegn aðskilnaðarstefnunni sem þá ríkti í landinu. STYRKUR KVENNA Þessar eldri konur voru meðal þúsunda annarra sem gengu að stjórnar- ráðinu í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku, í gær í tilefni þess að 50 ár eru síðan suður- afrískar konur gengu gegn aðskilnaðarstefnunni. Jafnframt mótmæltu þátttakendur í gær því að suðurafrískar konur verða einna verst úti þegar kemur að fátækt og HIV-veirunni, og verða fyrir mestu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af öllum konum í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LAXVEIÐI Laxveiði í sumar hefur gengið í meðallagi vel, en misvel eftir ám, að sögn Óðins Sigþórs- sonar, formanns Landssambands Veiðifélaga. „Vopnafjörðurinn og Borgarfjarðarárnar hafa verið góðar, en eitthvað síðra annars staðar. Þetta stefnir í meðalveiði. Ég spái að þetta verði rúmlega þrjátíu þúsund laxar,“ segir Óðinn. „Þetta er töluvert minna en í fyrra, það var mjög góð stangveiði þá. Sumar ár eru seigar til, en það er þó ekki hægt að afskrifa þær, þótt það sé komið fram í ágúst. Laxinn hefur verið seint á ferð- inni. Norðvesturlandið hefur ekki verið sterkt í ár og Laxá í Ásum hefur verið í dálítilli lægð. Þetta gengur samt í sveiflum og það sem fer niður kemur upp aftur,“ segir Óðinn. Að sögn Óðins hefur veiðst tals- vert af örlöxum, eða „tittum,“ sem bendir til að skortur hafi verið á æti í sjónum. „Yfirleitt kemur gott stórlaxaár eftir gott smálaxaár, en sú er ekki raunin í ár. Það er kannski það eina sem hefur komið okkur á óvart,“ segir Óðinn. - sgj Talsvert hefur veiðst af örlöxum í sumar: Laxveiði í meðallagi STANGVEIÐIMAÐUR Veiði hefur verið dræm í sumum vinsælustu ám landsins í sumar. EINBEITTUR STANGARSTÖKKVARI Hin spænska Naroa Agirre freistar hér þess að ná sæti í forkeppni Evrópuleikanna í frjálsum íþróttum sem fram fer í Gauta- borg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MasterCard Mundu ferðaávísunina! �������������� ������������� ���������� ��������������� Kúba ��������������������������������������������������������������������������������� �������������������� ������� ���������������������������������������������������������������� ������������� ���������� ��������������������� ����������������� ������������������� ���������� ����������� ����������� ��������������� ������� �������������� ������������������������� ������������������������� ���������������� ������������������������ �������������������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � � � DÓMSMÁL Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir nítján ára pilti sem stakk föður sinn í síðuna með hnífi aðfaranótt 17. júní. Einn dómaranna skilaði sératkvæði í málinu og telur piltinn í hættu í fangelsi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í gæsluvarðhald til 24. október en Hæstiréttur stytti varðhaldið til 27. september. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að piltur- inn hafi verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, en faðir piltsins hlaut lífshættulega áverka af stung- unni. Einn dómaranna þriggja sem málið dæmdu, Hjördís Hákonar- dóttir, skilaði sératkvæði þar sem hún taldi áframhaldandi gæsluvarð- hald ekki nauðsynlegt og lagði til að dómur héraðsdóms yrði felldur úr gildi. Segir hún ljóst af gögnum málsins að pilturinn hafi stungið föður sinn eftir að faðirinn ögraði honum. Pilturinn hafi ekki áður orðið uppvís að hegningarlagabrot- um og geðlæknir telji persónuleika og sálarástand piltsins þess eðlis að honum sé hætta búin af lengri fangavist. Þá tekur hún fram að geð- læknir telji enga hættu stafa af pilt- inum og að meðferðarráðgjafi segi að ekkert bendi til þess að hann sé afbrota- eða ofbeldishneigður. - sh Sératkvæði barst þegar varðhald19 ára pilts sem stakk föður sinn var staðfest: Telur piltinn í hættu í fangelsi HÆSTIRÉTTUR Héraðsdómur hafði dæmt piltinn í gæsluvarðhald til 24. október en Hæstiréttur stytti það til 27. september. BANDARÍKIN, AP Mikil neysla gos- drykkja og annara sætra drykkja seinustu fjóra áratugina er ein helsta ástæða gríðarlegs offitu- vandamáls bandarísku þjóðarinn- ar, kemur fram í niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar sem gerð var við Harvard-háskól- ann. Sýnir hún að einn sætur gos- drykkur á dag getur valdið allt að sjö kílóa þyngdaraukningu á einu ári. - smk Ný bandarísk rannsókn: Gosið fitar BLESSAÐ VATNIÐ Vatn er hollara en gosdrykkir. BANDARÍKIN Fjórar mörgæsir og nokkrir hitabeltisfiskar drápust þegar bíll sem flutti dýrin valt á hraðbraut í Texas í Bandaríkjun- um á þriðjudag. Tuttugu og einni mörgæs var bjargað. Kolkrabbi sem var einnig í bílnum slapp ómeiddur. Þetta kemur fram á vef bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. Lögreglumaður sem kom á vettvang segir slysið vera það allra furðulegasta sem hann hafi séð. „Ég hef séð bílslys þar sem kýr, hestar og svín koma við sögu en þetta er í fyrsta skipti sem dýrin eru mörgæsir.“ - sþs Dýraflutningar fara úrskeiðis: Fjórar mörgæsir drepast í bílslysi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.