Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 64
 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR44 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON Sumrinu og tilheyrandi grilli fer senn að ljúka. Því er um að gera að nýta síðustu logana í eitthvað nýtt, láta ferska vinda leika um grillið og gefa hamborgurum, pylsum og kótilettum frí þangað til næsta vor. Hægt er að brydda upp á ýmsu og segir Magnús Hallur Eyjólfs- son, afleysingakjötmeistari í Melabúðinni, að fólk ætti að vera óhrætt við að prófa eitthvað nýtt. „Við erum með langskorin lambalæri sem eru lögð í sérstak- an grillög og eru mjög vinsæl. Svo hefur fólk sem vill prófa eitthvað óhefðbundið verið að grilla hrefnu- kjöt,“ segir Magnús Hallur. Einnig nefnir hann kjúklingabringur og öðruvísi pylsur sem gætu hresst upp á grillveisluna. „Ég hef líka heyrt um að fólk grilli hjörtu og nýru á teini, núna þegar sláturtíðin er að byrja,“ segir Magnús Hallur, sem hefur að vísu ekki persónu- lega reynslu af því hvernig eigi að bera sig að við slíka iðju. Ekki má heldur gleyma græn- metinu og mælir Magnús Hallur sérstaklega með því að kúrbíti sé skellt á grillið. „Best er að grilla grænmeti sem er ekki með of miklu vatni,“ segir hann og bætir við að eggaldin séu einnig sérlega góð á grillið. Pylsum og kótilettum gefið frí Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég verð að fá glænýjan fisk með reglulegu millibili, en ég get varla byrjað daginn án þess að borða hafragraut. Fyrsta minningin um mat: Svo langt aftur man ég ekki. En flauelsgrauturinn með krækiberja- saft út á sem amma gerði á aðfangadagskvöld í frumbernsku minni er enn í dýrðarljóma minninganna. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Lambalæri hjúpað bláberjasultu og rósmaríni að hætti eigin- mannsins. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég hef mjög gaman af því að smakka eitthvað óvenjulegt, bæði kæst og hrátt. Sigin grásleppa fer þó yfir strikið. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Leyndarmálið kemur ofan af geymslulofti en það er hrátt hangikjöt af veturgömlu, stífreykt í kofa mágs míns í Höfðahverfi í nóvember í fyrra. Hangikjötið er orðið ólýsanlega gott, skorið í þunnar sneiðar með melónu og piparrótarrjóma. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Hafra- graut. Hvað átt þú alltaf í ísskápnum? Smjör, ost og ávaxtasafa, og hrökkbrauð í brauðskápnum. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Harðfisk frá Darra á Grenivík, ekki spurning. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það var torkennileg dökk súpa með einhverjum smábitum í sem ég fékk á átján rétta hlaðborði úti í Kína í vetur. Á eftir var okkur sagt að þetta hefði verið blóðsúpa og innyfli úr svíni. Ég vildi ekki grafast nánar fyrir um hvort það var sannleikanum samkvæmt. MATGÆÐINGURINN MARGRÉT BÓASDÓTTIR SÖNGKONA Sigin grásleppa fer yfir strikið > Prófaðu... ...að svala sumarþorstan- um með heimalöguðu ístei. Best er að búa til te eins og venjulega, leyfa því að standa og kæla það svo með köldu vatni og ísmol- um. Ísteið er síðan sykrað eftir smekk. Matar- og vínmenning hefur löngum staðið traustum fótum í Líbanon. Stríðsátök undanfarinna áratuga hafa gert uppbyggingu í landinu erfiða en landsmenn höfðu lyft grettistaki og stóð ferðamanna- iðnaðurinn í meiri blóma en nokkru sinni er átökin sem nú standa yfir brutust út. Líbönsk veitingahús er að finna víða um heim og líbönsk vín hafa vakið mikla athygli síðasta aldarfjórðunginn. Þjóðardrykkur Líbana heitir arak og er brenndur drykkur úr þrúguhrati, ekki ósvipað ítölsku grappa eða frönsku eau de vie. Arak þykir fremur hrjúft og er ekki mikið flutt út af því. Útflutningur á líbönskum léttvínum hefur hins vegar aukist mikið og hér á landi má fá þrjár tegundir í vínbúðum auk fleiri á veitinga- húsum. Hið tæplega ársgamla fjölskyldufyrirtæki Víney flytur inn tvö forvitnileg vín frá Domaine Wardy, rauðvínið Wardy Les Terroirs og hvítvínið Wardy Clos Blanc. Þau kosta bæði 1.470 kr. Konungur líb- anskra vína, Chateau Musar, fæst svo að sjálfsögðu, en það vín og vín- gerðarmaðurinn Serge Hochar hafa verið einhverjir bestu sendiherr- ar líbanskrar menningar og Hochar sjálfsagt einhver þekktasti Líbani nútímans. Hann var fyrstur manna útnefndur maður ársins hjá vín- tímaritinu Decanter, fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Þá stóð borgara- styrjöldin í landinu sem hæst en Hochar náði samt að koma nýjum stórkostlegum árgöngum á markaðinn á hverju ári. Mikið afrek, einkum í ljósi þess að vínræktin er í Bekaa-dalnum sem er aðeins í 40 km fjarlægð frá Beirút þar sem stöðugir bardagar geisuðu. Víngerðin sjálf er í 18. aldar kastala í Ghazir, 20 km norðan Beirút, og dregur Chateau Musar nafn sitt af kastalanum. Fjarlægðin milli vínekranna og víngerðarinnar er eitt af því sem gefur vínunum sitt einkennandi bragð en þau eru gjarnan eilítið oxuð. Áhersla Musar hefur ávallt verið lögð á stór og mikil rauðvín úr cabernet sauvignon í anda Bordeaux. Þau hafa hins vegar þá sérstöðu að Hochar leggur metnað sinn í að setja þau þroskuð á markað og geymir þau því að minnsta kosti í sjö ár áður en þau fara í sölu. Þannig er nú til sölu í vínbúðum átta ára gamalt vín af 1998 árgangn- um. „Vínin fra Musar eru risavaxin og engu öðru lík. Stór- karlalegar útgáfur af stóru Bordeaux eða Rónarvíni er fara létt með að eldast í tvo áratugi,“ segir Steingrímur Sigur- geirsson í bókinni „Heimur vínsins“. Árið 1983 þurfti Serge Hochar að láta smygla sér með bát upp ána sem liggur að ekrunum framhjá hersveitum og bæði 1988 og 1989 varð víngerðin fyrir árásum og þurfti fjölskyldan að leita skjóls í rammgerðum vínkjöllurum. Ofan á stríðsátökin bætist að veðurfar er ekki hagstætt til víngerðar í landinu, í raun er allt of þurrt og heitt til þess að hægt sé að fram- leiða vín. Nú berast fréttir af því að vínekrur hafi skemmst í loftárásum auk þess sem viðskipti við landið liggja að mestu leyti niðri. Átakavín frá Líbanon Þótt Ásta Möller sé pólitík- us að aðalstarfi gleður hún sig og sína nánustu með því að prófa nýjar uppskriftir og gera þær að sínum. „Yfirleitt þegar ég er í ferðum erlendis horfi ég eftir matreiðslu- bókum. Margir kaupa myndabæk- ur eða eitthvað slíkt, en mér finnst gaman taka með mér uppskriftir og prófa þegar ég kem heim,“ segir Ásta Möller. Í ferð sem Ásta fór til Kenýa í vor bragðaði hún spínatlasagna sem hún heillaðist af, greindi innihaldið með hjálp ferðafélaga sinna og matreiddi þegar heim var komið. „Í þessari ferð fundum við út að Kenýa er eins og gósenland grænmetisins, frjósamt land á hásléttu, svo að heimamenn kunna mjög vel að meðhöndla grænmeti. Við fund- um það vel því alltaf þegar maður pantaði grænmetisrétti voru það öndvegisréttir, jafnvel betri en kjötréttirnir.“ Spínatlasagnað góða fengu Ásta og ferðafélagar hennar á veitinga- stað í Aberdare-svæðinu í nágrenni við Kenýafjall. Sérkenni þess, auk spínatsins sem það er kennt við, er geitaostur sem er haganlega fyrir- komið milli lasagnalaganna og ofan á réttinum. „Ég hef prófað þessa uppskrift svona þrisvar til fjórum sinnum og það sem heppn- aðist best var þegar ég notaði soð af humri í uppskriftinni,“ segir Ásta, sem sýður gjarnan soð úr humarskeljum og frystir til frek- ari matargerðar. Hún segir þó að humarsoðið sé engan veginn nauð- synlegt í uppskriftina enda hafi hún einnig notað grænmetistening með góðum árangri. Ásta er ekki vön að nota Béchamel-sósu í lasagna en notar þess í stað blöndu af kotasælu og rjómaosti. „Þetta er auðvitað græn- metisréttur og þess vegna ekki þungur, sérstaklega ef maður notar ekki þessa sósu heldur bara kota- sæluna,“ segir Ásta. Spínatlasagna að hætti Kenýabúa Spínatmauk: þrír pokar spínat tveir smærri laukar eða einn stór, smátt skorinn hvítlaukur, nokkur rif marin hálfur stilkur sellerí, skorin smátt olía salt og pipar Laukur, hvítlaukur og sellerí eru látin svissast í olíu í stórum potti. Spínatinu er bætt í og látið sjóða niður þar til spínatið er orðið mjúkt og allt komið í létt mauk. Safinn er tekinn til hliðar og látinn í ostasósuna. Saltað og piprað. Sósa: hreinn rjómaostur, hálf askja 50 g rjómaostur með pipar, hálf askja um 50 g safinn af spínatmaukinu grænmetissoð/humarsoð af ten- ingum eða dufti sósuþykkir Rjómaosturinn er settur í pott við vægan hita og linaður upp. Hrærð- ur saman við safann af spínatmauk- inu og humarsoðinu/grænmetissoð- inu. Þykkt með sósuþykki. Annað: lasagnaplötur geitaostur kotasæla Lasagna er sett saman með hefð- bundnum hætti, á víxl lasagna- plötur, spínatmauk og ostasósa eftir smekk. Geitaostur er settur ofan á ostasósuna í öllum lögum og kotasælan að auki ofan á í lokin. Heitt brauð borið fram með réttinum og gott hvítvín. Frá gósenlandi grænmetis SPÍNATLASAGNA AÐ HÆTTI KENÝABÚA Ásta Möller þing- maður eyddi nokkrum dögum í Kenýa í vor þar sem hún kynntist dýrindis spínatlasagna með geitaosti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.