Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 36
[ ]Einn kosturinn við það að farið er að dimma aftur er að nú er hægt að kveikja á kertum á kvöldin og hafa það huggulegt. Sumri hallar og flestar garðplöntur eru að ljúka sumarvext- inum og byrjaðar að búa sig undir veturinn. Fjölærar jurtir þroska sérstök vetrarbrum við rótarhálsinn og eru tilbúnar að fella allt sitt skart ofanjarðar um leið og haustveður með frosti og kulda verða ríkjandi. Þessi brum verða síðan upphaf nýs vaxtarskeiðs á komandi sumri. Trjáplönturnar hafa líka lokið sér af að mestu. Einmitt núna og nokkuð fram í september leggja þær áherslu á að búa sig sem best undir veturinn. Meðal annars með því að setja kraft í rótarvöxtinn. Og akkúrat þetta gerir haustgróðursetningu trjáplantna mjög fýsilega og tryggir að þær taki flutningnum vel og spjari sig með besta móti á væntanlegum framtíðastað. Vor eða haust? Lengi vel var hefðin sú, að hér á Íslandi ættu menn fyrst og fremst að gróðursetja trjáplöntur á vorin. Sennilega vegna þess að eðlilegast þótti að allt tæki betur við sér í gróandinni með hækkandi sól. Og enn er vorgróðursetning trjáplantna algengari hér á landi en haustgróðursetning. Þessu er tímabært að breyta. Og fyrir því eru margar ástæður, bæði líffræðilegar og veðurfarslegar. Líffræðilega eru trjáplöntur betur búnar undir haustgróðursetningu því að þá er rótar- vöxturinn kröftugastur ¿ og plönturnar þurfa ekki samtímis að streitast af laufgun, ljóstillífun og limvexti. Vorgróður- setning býður upp á alla þessa þætti og þar að auki þurfa plönturnar að slást við vorhret, vinda og oftar en ekki þurrk. Álagið á plönturnar verður mikið, þannig að hætta er á að ekki fari eins og til er ætlast. Og fyrir ræktunarfólk hefur haustgróðursetningin þá kosti að tímaramminn er lengri þegar engin aðkallandi vorverk kalla á á sama tíma. Haust- gróðursetningu er hægt að gera frá miðjum ágúst og fram eftir öllu hausti svo lengi sem klaki er ekki kominn í jörð. Bakkar, pottar og hnausplöntur Úrvalið í garðplöntustöðvunum er gott um þessar mundir. Þar bunga út beð og svigna söluborð af trjáplöntum sem þurfa að komast í jörð fyrir veturinn. Og svona síðla sumars er oftast hægt að komast að góðu samkomulagi um verð! Það kostar nefnilega töluverða fyrirhöfn og fjármuni fyrir garðplöntuframleiðendur að ganga frá plöntunum með viðeigandi vetrarumbúnaði á haustin. Þar að auki reynir veturinn mikið á plöntur sem geymdar eru útivið í allskonar ílátum. Á veturna líður þeim betur án ílátanna í beðum ¿ eða sem best er ¿ komnar á framtíðarstað í sumarbústaðarlandi eða skrúðgarði. Það er því upplagt að kippa með sér nokkr- um plöntum í fjölpottabökkum, pottum eða með hnaus til að setja niður næst þegar farið er í sumarbústaðinn. Það er ekki eftir neinu að bíða! Kaffærið aldrei rótarhálsinn Þegar bakkaplöntur eru gróðursettar skiptir máli að rót- artappinn fari allur ofan í moldina. Skógræktarfólk notar sértstaka „plöntustafi“ eða „geispur“ til að gróðursetja bakkaplönturnar hratt og í stórum stíl. En það kostar nokkra æfingu að beita þessum verkfærum svo að vel til takist. „Almennir“ sumarbústaðaeigendur ná oftast mun betri árangri með því að nota stunguskóflu við verkið. Stinga upp góðan hnaus með skóflunni, losa úr honum moldina og setja grastorfuna til hliðar. Blanda svo moldinni í holunni saman við sveppamassa, þurrkað hænsnadrit, gamalt tað eða e-ð því um líkt og stinga síðan rótartappanum tryggilega í holuna og stíga lauslega að og vökva ef nokkur kostur er á því. Til að hindra skemmdir vegna holklaka er gott að leggja hellublað, samanbrotið dagblað hulið með möl eða sandi, steinullarkraga eða eitthvað þessháttar yfir moldina kring um plönturnar. Þegar hnaus- og pottaplöntur eru gróðursettar er í raun farið alveg eins að. Holan þarf að sjálfsögðu að vera það stór að rúmt sé um ræturnar og meira þarf af lífræna góðmetinu. Það er ekki ráðlegt að setja tilbúinn áburð í holurnar, en í lokin má sáldra honum ofan á moldina í kring. Og eitt verður að benda á vegna þess að annað hefur verið kennt á undanförnum árum: Það á að gróðursetja allar trjáplöntur þannig að rótarhálsinn sé ávallt við yfirborð moldarinnar. Ef sett er dýpra, eins og áður var kennt með aspir og víðiteg- undir, er hætta á að toppsprotinn missi leiðtogakraftinn þannig að hliðargreinarnar neðan við hann fari að togast á um forystuna. Við það verður ekki eðlileg krónumyndun í trénu og vaxtarlag þess verður runnkennt og tuskulegt. Varist hringrót Og eitt enn: Þegar trjáplöntur hafa vaxið lengi í pottum er hætta á að ræturnar fari að vaxa í hring og trén fái svokall- aða „hringrót“. Hringrótin heldur áfram að vaxa í hringi og trén fá ekki næga fótfestu og velta ef eitthvað reynir á þegar þau eru orðin það stálpuð að þau byrja að taka á sig vind. Til að koma í veg fyrir þetta er nauðsynlegt að hafa við höndina beittan hníf eða klippur og gera þrjá til fjóra rótarskurði langsum eftir rótahnausnum áður en honum er komið fyrir í holunni. Frá þessum „sárum“ vaxa svo nýjar rætur á eðlileg- an hátt út til hliðanna og plönturnar geta staðið fastar á sínu hvað sem á dynur í veðurhamnum. Haustgróðursetningar - alltaf betri Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA Undanfarin misseri hefur verið vinsælt að nýjar vörur séu hannaðar í gamaldags stíl. Hægt er að innrétta heimilið með húsgögnum og tækjum sem hafa gamaldags útlit en eru þó glæný og endingargóð eftir því. Bush-útvörpin eru klárlega hluti af þessu æði. Þau eru eins og útvörpin voru í gamla daga enda er um gamla hönnun að ræða. Útvörp- in komu fyrst fram á sjónarsviðið á sjötta og sjöunda áratugnum og eru enn í dag framleidd í sömu mynd. Bush-útvörpin fást í ýmsum útgáf- um og eru meðal annars til sölu í Húsgagnahöllinni. sígild hönnun } Bush lætur í sér heyra Bush-útvörpin eru gamaldags, töff og skemmtileg. Hönnunin er hálfrar aldar gömul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.