Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 73
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006 53 FÓTBOLTI „Það var ótrúlega mikill missir fyrir Arsenal þegar Patrick Vieira var seldur til Juventus. Það yrði svipað ef Ashley Cole færi,“ sagði franski sóknarmaðurinn Thierry Henry í gær en hann hefur miklar áhyggjur af því að liði missi Cole. „Að sjálfsögðu vilja allir hérna að hann verði áfram. Hann er klárlega einn besti vinstri bakvörður í heiminum og hans yrði sárt saknað.“ Cole ferðaðist ekki með Arsenal í Evrópuleikinn gegn Dinamo Zag- reb á þriðjudagskvöld en enska liðið vann þar öruggan 3-0 sigur. Það þýðir að hann er enn löglegur með einhverju öðru liði í Evrópu- keppni á þessu tímabili og sölu- verðmæti hans er því enn mjög mikið. Englandsmeistarar Chel- sea hafa verið á höttunum eftir Cole í langan tíma og er talið lík- legast að hann klæðist bláa bún- ingnum á komandi tímabili. „Ég veit ekkert um það hvort hann sé á leið til Chelsea en það yrði frekar asnalegt að láta svona sterkan leikmann til liðs sem við erum að kljást við. Það er verið að vinna í að koma Arsenal á sama stall og Chelsea og það yrði klár- lega afturför ef við létum Cole af hendi til liðsins,“ sagði Henry í við- tali við enska blaðið The Sun í gær. Arsenal á í vandræðum í vörninni því Gael Clichy og Philippe Sender- os eru meiddir. - egm Sóknarmaðurinn Thierry Henry lýsir yfir áhyggjum sínum yfir hugsanlegu brotthvarfi Ashley Cole: Yrði mikið áfall fyrir Arsenal að missa Cole YRÐI SÁRT SAKNAÐ Ashley Cole situr hér fyrir í lottóauglýsingu á Englandi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Meiðsli miðjumannsins Joe Cole hjá Chelsea eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og ætti hann að verða tilbúinn aftur í slaginn undir lok mánaðarins. Cole meiddist á hægra hné í æfinga- ferð ensku meistaranna um Banda- ríkin. Talið var í fyrstu að hann hefði skaddað liðbönd í hné það illa að hann gæti ekki leikið í sex vikur. „Hann verkjar enn í hnéð en bati hans er mjög hraður,“ sagði Steve Clarke, sem er í þjálfaraliði Chelsea. Það er ljóst að Cole getur ekki leikið vináttulandsleik með enska landsliðinu gegn Grikklandi hinn 16. ágúst. - egm Meiðsli Joe Cole hjá Chelsea: Tilbúinn í lok mánaðarins GÓÐ TÍÐINDI Það gleður stuðningsmenn Chelsea að Cole verður til í slaginn fyrr en talið var. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Jose Antonio Reyes, leik- maður Arsenal, vill fá félagaskipti yfir til Real Madrid sem fyrst. Viðræður milli spænska stórliðs- ins og Arsenal standa nú yfir en Reyes, sem er 22 ára, vill komast heim til Spánar. „Ég og fjölskylda mín erum nokkuð hrædd um að eitthvað fari úrskeiðis. Ég vil að gengið verði frá málum sem fyrst,“ sagði Reyes. Leikmaðurinn kom ekki við sögu þegar Arsenal vann Dinamo Zagreb 3-0 í forkeppni Meistara- deildarinnar á þriðjudaginn og gaf það byr undir báða vængi að hann sé á leið til Madrídinga. Reyes er ánægður hjá Arsenal en er þó með mikla heimþrá. - egm Jose Antonio Reyes: Vill sem fyrst til Real Madrid VILL HEIM Reyes vill fara til Real Madrid sem fyrst. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hollendingurinn Co Adri- aanse sagði í gær starfi sínu lausu sem þjálfari portúgalska liðsins FC Porto eftir deilur við stjórnar- menn félagsins. Adriaanse er 59 ára og var áður þjálfari Ajax og AZ Alkmaar áður en hann tók við Porto í fyrra. Undir stjórn hans vann félagið bæði portúgalska meistaratitilinn og bikarinn en hann var aðeins hálfnaður með samning sinn. Adriaanse er fjórði þjálfarinn sem hrökklast úr starfi þjálfara Porto síðan Jose Mour- inho réði sig til Chelsea fyrir tveimur árum. - egm Co Adriaanse hjá Porto: Hætti óvænt með liðið CO ADRIAANSE Er hættur með Porto. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES ������������ ������������������ ����������� ������������ ��������������������������������������� ������������������������� ���������������� ���������� ��������������� ���������������� �������������� ����������������� ������������������� ������������������ Laugavegi & Kringlunni • Sími: 551 70 60 www.brim.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.