Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 31

Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 31
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Erla Tryggvadóttir, dagskrárgerðarkona í Kastljósi, heldur mikið upp á gamlan plötuspilara og ferðatösku sem færa hana aftur til fortíðar. „Þessi plötuspilari var í eigu langömmu og -afa. Hann var alltaf í bústað þeirra á Þing- völlum en þangað fór ég oft í heimsókn. Ég fékk meira að segja að leika mér með hann og hlustaði agndofa á sérstaka hljóðið sem kemur frá honum,“ segir Erla en nú fær plötuspilarinn góði að standa í íbúð hennar og þá aðallega upp á punt. „Hann virkar reyndar ennþá en ég nota hann voða sjaldan. Í þau skipti sem hann er notaður þá dettur maður aftur um rúm fimmtíu ár út af tónlistinni sem maður spil- ar og hljómnum sem kemur úr honum. Mér þykir samt vænst um að plötuspilarinn minnir mig á langömmu og -afa sem voru svo glæsileg hjón og miklir heimsborgarar,“ segir Erla. „Það er gott að hafa hluti í kring- um sig sem hafa verið í eigu einhvers sem manni þykir vænt um. Svo er alltaf gaman ef þeir búa yfir sögu. Ég á til dæmis gamla ferðatösku sem ég keypti á markaði í London. Taskan er merkt konu sem hefur greinilega ferðast víða því að hún er mikið notuð og það eru alls kyns límmiðar á henni. Það er því gaman að ímynda sér söguna bakvið töskuna og þau ævintýri sem eigand- inn hefur lent í á ferðalögum sínum.“ Erla sankar þó ekki eingöngu að sér gömlum hlutum heldur er hún einnig mikið fyrir alls kyns hönnun. Þessa dagana er hún að koma sér fyrir í íbúð sem hún hefur nýlega fest kaup á. „Ég er að vinna í því að gæða íbúðina lífi og sál. Ég lít á heimilið sem griðastað þar sem maður á að geta slakað á og liðið vel. Þá er gott að hafa fal- lega hluti í kringum sig, hvort sem þeir eru gamlir eða nýir,“ segir Erla að lokum. erlabjorg@frettabladid.is Hlutir með sögu Erla Tryggvadóttir með gamla plötuspilarann sem gefur frá sér sérstakan en notalegan hljóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 10. ágúst, 222. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.02 13.33 22.02 Akureyri 4.34 13.18 21.59 Útsölurnar eru enn ekki alveg búnar. Til dæmis eru nú í gangi síðustu dagar stórútsölu tískuvöruversluninnar Anas í Hafnarfirði og nú má finna þar vörur á enn meiri afslætti. Landsleikur milli Íslendinga og Spánverja fer fram fram næstkomandi laugardag á nýjum Laugardalsvelli. Þangað er tilvalið að fara til að anda að sér fersku lofti og þenja raddböndin í níu- tíu mínútur. Mun heilsusamlegra en að hanga heima með snakk- poka fyrir framan sjónvarpið. Miele þvottavélarnar hafa lengi verið taldar með þeim bestu í heimi. Eirvík býður nú upp að allt að 30% afslátt á nokkrum tegundum Miele þvottavéla og þurrkara. Vélarnar eru með íslensku stjórnborði. ALLT HITT [ TÍSKA, HEILSA OG HEIMILI ] MUNIR ÚR MARGS KONAR HRÁEFNI Handverkssýningin á Hrafnagili hefst í dag en þar kennir ýmissa grasa. HEIMILI 8 KONUR GEGN KÖRLUM Verslunin KVK á Laugavegi hefur upp á margt á bjóða og er til marks um framsókn íslenskra hönnuða. TÍSKA 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.