Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 32
[ ] Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Stórar töskur eru enn mjög vinsælar, enda eru þær flottar á öxlinni og mjög hentugar fyrir þá sem vilja vera við öllu búnir. Heimsástand og hitastig Ágústmánuður er einn einkennilegasti tími ársins í París. Þegar borg- in tæmist og borgarbúar flytja sig suður á bóginn eða enn lengra því Parísarbúar verða alltaf að gera allt á sama tíma. Þeir fara í vinnuna á sama tíma á morgnana og sitja fastir í umferðarhnútum. Þeir fara út úr borginni og sitja í umferðarhnútum um helgar. Svo til að breyta ekki út af venjunni er setið í bílunum í umferðarhnútum milli St. Tropez og baðstrandanna í suðurhluta landsins. Mörg minni fyrir- tæki eru hreinlega lokuð í ágúst vegna sumarfría. Á laugardag lauk útsölum formlega ef frá eru taldir nokkrir sumar- leyfisstaðir sem mega halda útsölur út ágústmánuð. Eftir útsölulok er ólöglegt að nota orðið útsala fram að vetrarútsölum í janúar. Versl- unareigendur pakka niður því sem eftir er, til að draga fram og blanda saman við nýrri vörur á næstu útsölum því á réttu verði finnur hver flík kaupanda. Sumir finna leið framhjá lögunum og þá heitir það ekki lengur útsala heldur tilboð og tilboð eru leyfileg allt árið um kring. Reyndar er til athugunar í viðskiptaráðuneytinu að breyta lagaramma útsalanna því þær eru ekki það sem þær voru, einmitt vegna þess að sumir kaupmenn stunda tilboð meira eða minna allt árið. Fyrsta greining markaðsfræðinga á útsölunum er einmitt sú að 50-70 prósenta afsláttur dugi á stundum ekki til að freista kaupenda. Það þarf sömuleiðis ekki að koma á óvart að loftkældar búðir nutu mestra vinsælda, enda hitabylgja í París á útsölutímabilinu og ólíft í ókældum verslunum. Þrátt fyrir að gínurnar hafi verið í mánuð í ullarkápum með loðhúfur og trefla er rólegt yfir vötnum í tískuhúsunum. Það eru aðallega útlendingar sem standa undir veltunni í ágúst og þá sérstaklega við- skiptavinir frá Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmunum og fleiri slíkum löndum. En þetta árið virðast þessir viðskiptavinir ekki vera mjög kaupglaðir og velta vöngum yfir hverri handtösku sem keypt er á 1500-2000 evrur (venjulega kaupa frúrnar nokkrar í einu án þess að hugsa sig tvisvar um). Líbanar sem venjulega eru á ferðinni sjást af skiljanlegum ástæðum ekki þetta árið og líklega er bið á að þeir láti sjá sig eins og ástandið er þar í landi. Reyndar hef ég heyrt þá skýr- ingu að stríðið í Líbanon og Palestínu valdi því hversu lítið Arabarnir kaupa þetta árið, þeir hafi einfaldlega ekki samvisku til þess meðan frændur þeirra eru strádrepnir. Bandríkjamenn eyða sömuleiðis minna en undanfarin ár, en af allt annarri ástæðu, evran er einfald- lega allt of sterk miðað við dollara. Heimsástandið hefur því mikil áhrif á efnahagslegt hitastig tískuhúsanna. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Nú er ilmvatn- ið Hypnose frá Lancôme fáanlegt í léttari útgáfu með ferskum ilmtónum. Ilmurinn einkennist af ilm ástríðublóms, sólblóms, vanillu og vetiver sem gerir ilminn mjúkan en jafnframt léttan. Umbúðirnar eru afskaplega þokka- fullar og á þeim er ákveðið lúxusyfir- bragð. -lkg Léttara Hypnose LANCÔME BÝÐUR UPP Á NÝJA ÚTGÁFU AF HINU VINSÆLA ILMVATNI HYPNOSE. Glasið er einstak- lega fallegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bítladóttirin Stella McCartney er hugsanlega á leið frá Chloe tískuvöruhúsinu. Tískuhönnuðurinn Stella McCartney virðist vera gífurlega eftirsótt meðal stærstu tískuhúsa heims ef marka má frétt af heima- síðu Vogue. Samningur McCartn- ey við Chloe rennur út í næsta mánuði og hafa miklar vangavelt- ur verið í gangi um framtíð henn- ar. Margir hafa spáð því að hún eigi að fylla upp í skarð Alexand- ers McQueen hjá Givenchy en aðrir segja að nú sé loksins kom- inn verðugur arftakai Karls Lag- erfeld hjá Chanel. Einnig hafa verið uppi sögusagnir um að McCartney muni jafnvel semja við Gucci eða hinn áhugaverða Pierre Cardin. Forsvarsmenn Chloe þvertaka hins vegar fyrir að McCartney sé að leið burt úr fyrirtækinu. „Við höfum ekki heyrt neitt um það að hún sé á leiðinni annað, og ekki heldur að hún sé að fara að stofna sitt eigið tískuhús. En við getum sagt ykkur eitt; Stella mun aldrei starfa hjá Gucci, því hún myndi aldrei vinna með leður.“ - sha Stella að flytja sig um set? Stella McCartney er án efa einn af stærstu tískufatahönnuðum heims um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Blóma- og ávaxtailmur PROMESSE FÆST NÚ LÍKA SEM BAÐLÍNA. Nýi blóma- og ávaxtailmurinn Promesse frá Cacharel er ákaf- lega ferskur sumarilmur. Ilmurinn er blanda af sólberjum, tangarínum, bergamó, orkídeum, jasmíni, hvítum sedrusviði og musk sem gefa léttan ilm en ekki of yfirþyrmandi. Hægt er að fá húðmjólk, sturtusápu og svitalyktareyði í lín- unni auk ilmvatns. Promesse húðmjólk FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. Þú verður að eignast skóverslun, Rauðarárstíg 14, 101 Reykjavík. trippen.is F j a r ð a r g ö t u 1 3 - 1 5 • S í m i 5 5 5 - 4 4 2 0 Síðustu dagar útsölunnar enn meiri verðlækkun. Nýt t ko rtat íma bi l MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 GÆ ÐA SKÓ R SÍÐUSTUDAGARÚTSÖLUNNARSÍÐUSTUDAGARÚTSÖLUNNARSÍÐUSTUDAGARÚTSÖLUNNARSÍÐUSTUDAGARÚTSÖLUNNAR Flottir leðurjakkar á góðu verði Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Nú er hægt að gera enn betri kaup (st. 38-60) LOKA ÚTSALA 70% afsláttur af öllum útsöluvörum Hlíðarsmára 11 • Kóp • S: 517 6460 Opið mán. - fös. 11-18, lau. 11-15 • www.belladonna.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.