Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 70
[ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Embætti forseta Bandaríkjanna er án nokkurs vafa eitt það valda- mesta í heimi og af þeim sökum er fjölmörgum í nöp við þann sem sinnir því hlutverki hverju sinni enda hafa Bandaríkin verið ýmist tákn frelsis eða heimsvaldastefnu í heimssögunni. Öryggisráðstaf- anir í kringum ferðir forsetans eru þær mestu í heiminum og hann má varla færa sig um set án þess að það sé skipulagt í þaula af þrautþjálfuðum leyniþjónustu- mönnum. Tryggð við embættið og ríkið er einn helsti máttarstólpi CIA enda ætti svikari auðvelt með að færa hvers kyns óþjóðalýð líf forsetans á silfurfati. Í The Sentinel er þessi umdeilda stofnun (sem CIA vissu- lega er) í forgrunni. Aðalpersón- an, Pete Garrison, er reynslubolti sem hikar ekki við að beygja reglurnar til að vernda þá sem landinu stjórna. Þrátt fyrir að njóta virðingar meðal samstarfs- manna sinna hefur honum ekki tekist að feta sig upp metorða- stigann. Garrison gegnir því hlut- verki að gæta forsetafrúarinnar, Söruh Ballentine, og virðist hafa tekið hlutverk sitt fullbókstaf- lega því þau tvö eiga í leynilegu ástarsambandi. Þegar gamall vinur Garrisons er drepinn kvikn- ar grunur um að eitthvað sé ekki með felldu innan CIA og gamall nemi Garrisons, David Breckin- ridge, er fenginn til að rannsaka málið. Garrison og Breckinridge hafa eldað grátt silfur saman eftir að sá síðastnefndi sakaði lærimeistara sinn um að halda við eiginkonu sína. Þegar Breckin- ridge hefur rannsókn sína berast böndin að Garrison og allt bendir til þess að hann sé höfuðpaurinn á bak við morðtilraun á forseta Bandaríkjanna. Breckinridge fær því þarna kærkomið tæki- færi til að klekkja á fjandmanni sínum. Óneitanlega hlýtur að vera erfitt fyrir kvikmyndagerðar- mann að búa til eitthvað nýtt í kringum hina formföstu leyni- þjónustu Bandaríkjanna, leyndin í kringum hana er enda sterkasta vopn CIA. The Sentinel er heldur ekkert að rembast við að feta ótroðnar slóðir heldur reynir að nýta sér allt það góða sem hefur verið gert. Garrison á auðvelt með að vinna hug og hjörtu áhorf- andans með herkænsku sinni en hlutverkið er klæðskerasniðið fyrir Michael Douglas enda hefur hann leikið hina rosknu týpu oftar en einu sinni. Arftaki hans á hvíta tjaldinu, Kiefer Sutherland, er einnig í kunnuglegu hlutverki sem reglubókarmaðurinn David Breckinridge. Sutherland er ein- faldlega það mikill gæðaleikari að honum getur ekki brugðist bogalistin. Eva Longoria lætur hins vegar lítið fyrir sér fara enda er hlutverk hennar aðallega að spranga um í níðþröngri svartri dragt og hlusta á við- reynslusetningar frá samstarfs- félögum sínum. The Sentinel byrjar frekar hægt en vinnur vel á. Leikstjór- inn Clark Johnson er duglegur að blanda fréttamyndum og grafísk- um útfærslum af morðhótunum við kvikmyndina sem heppnast í flestum tilvikum ágætlega og tónlist Chris Beck skapar rétta andrúmsloftið. Kvikmyndin er langt frá því að vera söguleg í flokki leyniþjónustumynda en tekst vel upp með að halda áhorf- andanum við efnið og sér til þess að enginn fer úthvíldur út úr kvikmyndahúsinu. Freyr Gígja Gunnarsson Ekkert sögulegt afrek THE SENTINEL LEIKSTJÓRI: CLARKE JOHNSON AÐALHLUTVERK: KIEFER SUTHERLAND, MICHAEL DOUGLAS OG EVA LONGORIA Niðurstaða: The Sentinel er ágætt dæmi um það þegar tveir leikarar fá hlutverk sem þeir kunna upp á hár og skila því af sér eins og að drekka vatn. Kvikmyndin fer vart í sögubæk- urnar en tekst að halda áhorfandanum við efnið lengst af. ����������������������� ������������������������������ ����� �������������������������� ��� ����������� ��������������� �� �� ���� � �� �������������������� � � � � � � � �� �� �� �� �� � � � � � � � ����������������������� ������������������������������ ����� ���������������������� �� ���������������������������� ������������� ������������ ������������������������ ����������������������� ������� ������������������������������� ������������ ��������������� �������������� ��� ������ ������������ �� ������������������������ ���������������������� ���������������� ����������� ������������������������ ���������������������������� ��������������������������� �������������� ����� ������������������������ ���������� ������������ �������������������������� ��� Benny Crespo‘s Gang, Wulfgang, Helgi Valur og Atómstöðin koma fram á tónleikaröð Reykjavík Grapevine og Smekkleysu í dag. Tónleikaröðin hefur verið í gangi í allt sumar þar sem margar af betri hljómsveitum landsins hafa troðið upp. Senn fer að líða að lokum tón- leikaraðarinnar og eru einungis fernir tónleikar eftir. Helgi Valur treður upp í Smekkleysu/Gallerí Humar eða frægð á Klapparstíg 27 klukkan sautján og kostar ekkert inn. Seinni tónleikarnir með sveit- unum fjórum eru svo haldnir á Café Amsterdam í Hafnarstræti 5 klukk- an níu. Aðeins kostar fimm hundr- uð krónur inn á seinni tónleikana. Líður að lokum BENNY CRESPO‘S GANG Ein fjögurra hljómsveita sem troða upp í kvöld. Leikarinn og hjartaknúsarinn David Hasselhoff er að leita að eiginkonu um þessar mundir en hann er vandlátur. „Konan verður að vera frægari en ég.“ Um daginn hitti Hasselhoff bresku leik- konuna Kate Beckin- sale á frumsýningu og reyndi hann af öllum mætti að heilla hana upp úr skónum. Hann mun hafa hvíslað í eyra hennar: „Ég gef þér allt sem ég á.“ Beckinsale hló að viðreynslutaktík gömlu Baywatch-stjörnunnar en Hasselhoff stendur í þeirri trú að leikkonan fræga hafi verið mjög spennt yfir að hitta hann. Hasselhoff er nýskilinn við eiginkonu sína Pamelu Bach og hefur ítrekað verið tek- inn fyrir ölvun á almanna- færi síðan skilnaðurinn gekk í gegn. Leitar að ástinni DAVID HASSELHOFF Gamla Baywatch-stjarnan reyndi við bresku leikkonuna Kate Beckinsale á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS MIAMI VICE kl. 5, 8 og 10.50 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 THE SENTINEL kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 og 6 SILENT HILL kl. 10 B.I. 16 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 4 og 6 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 4 og 8 STICK IT kl. 8 og 10.20 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 5.45, 8 og 10.15 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 og 8 SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA CLICK kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 5 og 10 B.I. 14 ÁRA MIAMI VICE kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL kl. 8 og 10 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 STORMBREAKER kl. 6 !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍÐUSTU SÝNING AR H.J.MBL Ó.T. Rás 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.