Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006 Þótt það fari kannski ekki mikið fyrir versluninni KVK á Laugavegi 27, hefur hún upp á margt á bjóða og er til marks um framsókn íslenskra hönnuða. Fötin í KVK eru mestmegnis eftir þær Írisi Eggertsdóttur og Kol- brúnu Ýr Gunnarsdóttur, en þær hafa einnig haft notaða, japanska kímonóa til sölu. „Við hönnum allt frá nærfötum upp í hárskraut,“ útskýrir Íris, en þær eru með vinnuastöðu í kjallara verslunar- innar þar sem þær sauma föt eftir eigin hönnun. „Hérna fást kjólar, pils, bolir, jakkar, buxur og veski í öllum stærðum og gerðum,“ segir hún, en eins og nafnið á versluninni gefur til kynna er eingöngu kven- fatnaður á boðstólum í KVK. „Okkar einkunnarorð er að skapa eitthvað fallegt en jafnframt þægilegt, eitthvað sem fólki finnst gott að vera áfram í eftir vinnu eða ball. Með því á ég þó ekki við hlaupagalla,“ bætir hún við og hlær. Við fyrstu sýn virðist sem hönnuðirnir sæki innblástur til sjötta og sjöunda áratugar síð- ustu aldar, en Íris segja ástæðuna ef til vill felast í efnisvali. „Við reynum að hafa hverja flíka ein- staka. Til allrar hamingju er svo til allt í tísku sem veitir okkur töluvert hönnunarfrelsi og gerir flóruna skemmtilega.“ Íris og Kolbrún eru engir nýgræðingar hvað hönnun viðvík- ur. Föt eftir þær voru fáanleg í íslenskum verslunum um langt skeið, áður en þær hófu eigin rekst- ur. Þær ráku um tíma verslunina Pjúra í samvinnu við aðra, áður en þær opnuðu KVK á Laugarvegin- um, en nýju versluninni hefur verið svo vel tekið að Írís segir allt eins líklegt að þær hefji sölu á herra- fatnaði. „Ætli við köllum búðina ekki bara „Karlar versus konur“,“ segir hún og hlær. „Það kemur bara í ljós“, bætir hún við í lokin. Konur gegn körlum Kjóllinn þessi kostar 22.000 kr. en er með 10% afslætti á löngum laugardegi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Svarta og hvíta veskið kostar 6.500 en fæst á 4.900 kr. með afslætti á löngum laugardegi. Kímono kostar 22.000 kr. en fæst með 15% afslætti á löngum laugardegi. Þessi kjóll er á 24.000 kr. en er með 10% afslætti á löngum laugardegi. Þessi skemmtilegi blái jakki er úr jogging-efni. Hann kostar 21.000 kr. en með afslætti fæst hann á 18.900 kr. á löngum laugardegi. Íris segir húsnæðið hafa heillað þær Kolbrúnu þar sem það minnti á fallegu verslanirnar í hliðargötum Kaupmannahafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Tekist hefur að skapa skemmtilega tíma- lausa stemningu í búðinni þar sem ýmsum straumum og stefnum ægir saman. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Þetta bláa og gyllta veski kostar 6.500 kr. undir venjulegum kringumstæðum, en með 25% afslætti kostar það á löngum laugardegi 4.900 kr. Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS Fæst í apótekum og Hagkaupum um land allt Comb & Care Flókasprey Outlet Mörkinni 1 neðri hæð • Mörkinni 1• 500 1.000 1.500 2.000 Aðeins 4 verð Leður og rússkin 50% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.