Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 33
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006
Þótt það fari kannski ekki
mikið fyrir versluninni KVK
á Laugavegi 27, hefur hún
upp á margt á bjóða og er til
marks um framsókn íslenskra
hönnuða.
Fötin í KVK eru mestmegnis eftir
þær Írisi Eggertsdóttur og Kol-
brúnu Ýr Gunnarsdóttur, en þær
hafa einnig haft notaða, japanska
kímonóa til sölu. „Við hönnum allt
frá nærfötum upp í hárskraut,“
útskýrir Íris, en þær eru með
vinnuastöðu í kjallara verslunar-
innar þar sem þær sauma föt eftir
eigin hönnun.
„Hérna fást kjólar, pils, bolir,
jakkar, buxur og veski í öllum
stærðum og gerðum,“ segir hún,
en eins og nafnið á versluninni
gefur til kynna er eingöngu kven-
fatnaður á boðstólum í KVK.
„Okkar einkunnarorð er að skapa
eitthvað fallegt en jafnframt
þægilegt, eitthvað sem fólki finnst
gott að vera áfram í eftir vinnu
eða ball. Með því á ég þó ekki við
hlaupagalla,“ bætir hún við og
hlær.
Við fyrstu sýn virðist sem
hönnuðirnir sæki innblástur til
sjötta og sjöunda áratugar síð-
ustu aldar, en Íris segja ástæðuna
ef til vill felast í efnisvali. „Við
reynum að hafa hverja flíka ein-
staka. Til allrar hamingju er svo
til allt í tísku sem veitir okkur
töluvert hönnunarfrelsi og gerir
flóruna skemmtilega.“
Íris og Kolbrún eru engir
nýgræðingar hvað hönnun viðvík-
ur. Föt eftir þær voru fáanleg í
íslenskum verslunum um langt
skeið, áður en þær hófu eigin rekst-
ur. Þær ráku um tíma verslunina
Pjúra í samvinnu við aðra, áður en
þær opnuðu KVK á Laugarvegin-
um, en nýju versluninni hefur verið
svo vel tekið að Írís segir allt eins
líklegt að þær hefji sölu á herra-
fatnaði. „Ætli við köllum búðina
ekki bara „Karlar versus konur“,“
segir hún og hlær. „Það kemur bara
í ljós“, bætir hún við í lokin.
Konur gegn körlum
Kjóllinn þessi kostar 22.000 kr. en er með
10% afslætti á löngum laugardegi.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Svarta og hvíta veskið kostar 6.500 en
fæst á 4.900 kr. með afslætti á löngum
laugardegi.
Kímono kostar 22.000 kr. en fæst með
15% afslætti á löngum laugardegi.
Þessi kjóll er
á 24.000 kr.
en er með
10% afslætti
á löngum
laugardegi.
Þessi skemmtilegi blái jakki er úr
jogging-efni. Hann kostar 21.000
kr. en með afslætti fæst hann á
18.900 kr. á löngum laugardegi.
Íris segir húsnæðið hafa heillað þær Kolbrúnu þar sem það minnti á fallegu
verslanirnar í hliðargötum Kaupmannahafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Tekist hefur að skapa skemmtilega tíma-
lausa stemningu í búðinni þar sem ýmsum
straumum og stefnum ægir saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Þetta bláa og gyllta veski kostar 6.500 kr.
undir venjulegum kringumstæðum, en
með 25% afslætti kostar það á löngum
laugardegi 4.900 kr.
Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf.
Nýtt á Íslandi! NO STRESS
Fæst í apótekum og
Hagkaupum um land allt
Comb & Care Flókasprey
Outlet
Mörkinni 1
neðri hæð
• Mörkinni 1•
500
1.000
1.500
2.000
Aðeins 4 verð
Leður og rússkin
50% afsláttur