Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 58
58 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR 10. ágúst 2006 FIMM3 menning@frettabladid.is ! Teiknisamkeppni Myndlistarmaðurinn og ljóð- skáldið Bjarni Bernharður Bjarnason opnar sýninguna „Talan 12“ í verslun 12 Tóna á Skólavörðustíg kl. 16 í dag. Þetta er fimmta einkasýning Bjarna en þess er getið í fréttatil- kynningu að listamaðurinn „færi ævintýri á striga með litum og formum“. Verkin á sýningunni eru tólf talsins eins og yfirskrift hennar ber með sér. Bjarni er ef til vill betur þekktur fyrir ljóða- bækur sínar en hann hefur ein- mitt gefið út tólf slíkar, nú síðast bókina Ljósbogann á síðasta ári en hún inniheldur bæði ljóð og örsögur Sýningin er opin á þjónustu- tíma verslunarinnar en henni lýkur 10. september. - khh Tvær tylftir Bjarna MYNDLISTARMAÐURINN OG LJÓÐSKÁLDIÐ Bjarni Bernharður sýnir hjá 12 Tónum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Kl. 21.30 Heitur fimmtudagur í Ketilhúsi í tilefni af Listasumri á Akur- eyri. Tríó Kára Árnasonar leikur djasstónlist af alkunnu listfengi. > Ekki missa af... sumarsýningu Listasafns ASÍ sem er að þessu sinni helguð vatslitamyndum. Eiríkur Smith, Daði Guðbjörnsson, Kristín Þorkelsdóttir og Hafsteinn Austmann eiga verk á sýning- unni auk Svavars Guðnasonar. Sýningunni lýkur 13. ágúst. Hinsegin dögum um helgina. Allir sem vettlingi geta valdið munu fagna frelsi og jafnrétti með sínu lagi alla helgina. listviðburðum í menningarmið- stöðinni í Skaftfelli á Seyðis- firði. Bræðurnir Sigurður og Kristján Guðmundssynir sýna þar um þessar mundir. Á sumarmánuðum er jafn- an mikið um dýrðir í tónlist- arlífinu á landsbyggðinni og um helgina er komið að ár- legri kammertónlistarhátíð á Kirkjubæjarklaustri. Náttúrufegurðin er rómuð í nágrenni Klausturs en ekki verður fegurð tónlistarinnar síðri. Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzó- sópransöngkona og listrænn stjórnandi hátíðarinnar, mun ásamt fríðu föruneyti úrvals tón- listarfólks flytja nýjar og gamlar perlur á þrennum tónleikum í félagsheimili Kirkjubæjarklaust- urs fyrir Skaftfellinga og aðra gesti. Guðrún Jóhanna útskýrir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún taki að sér að skipuleggja viðlíka tón- leikadagskrá, en hún hefur tekið mikinn þátt í flutningi kammer- tónlistar frá því að hún byrjaði að syngja. „Ég hef reyndar ekki verið í mikilli menningarskipulagningu síðan ég var í stjórn Leikfélags MH,“ segir hún kímin, „en ég hafði það að leiðarljósi að vera með sem besta tónlist með góðum tónlistar- mönnum. Fyrst ákvað ég með hverjum ég vildi vinna og síðan ákvað tónlistarfólkið efnisskrána í sameiningu. Við tókum okkur góðan tíma í það og þetta verða mjög fjölbreyttir tónleikar, tónlist allt frá 16. öld til ársins 2006.“ Flytjendur á hátíðinni eru einvalalið því auk Guðrúnar Jóhönnu, sem hefur verið að gera það gott á tónleikahúsunum á Spáni, koma Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari og Franciso Javier Jáuregui gítar- leikari fram á tónleikunum að ógleymdri Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara. „Við munum öll sex koma fram á tónleikunum þremur og á tónleikunum verður blandað saman nýrri og eldri verkum,“ útskýrir Guðrún Jóhanna. Efnisskráin spannar allt frá þekktum klassískum sönglögum til íslenskrar og erlendrar nútíma- tónlistar. „Við flytjum til dæmis ljóðaflokk eftir Edvard Grieg sem þykir einn af bestu ljóðaflokkun- um sem samdir hafa verið fyrir kvenrödd og píanó, horntríó eftir ungverska tónskáldið Ligeti sem þykir með bestu kammerverkum síðustu þrjátíu ára og við munum líka flytja spænsk lög eftir Tarragó sem ég efast um að hafi verið flutt hér á landi. Síðan verða svona slag- arar líka, til dæmis mjög falleg lög eftir Schubert og Ravel.“ Guðrún Jóhanna segir að hátíð- in sé einkar skemmtilegt tækifæri fyrir tónlistarfólkið því flest séu þau búsett erlendis og því gefist þeim ekki mörg tækifæri til þess að leika saman hérlendis. Fyrstu tónleikarnir fara fram annað kvöld kl. 21 en síðari tón- leikarnir eru á laugardaginn kl. 17 og á sunnudaginn kl. 15. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni www.klaustur.is. Fyrsta flokks flytjendur FLYTJENDUR Á KAMMERHÁTÍÐ Á KLAUSTRI Sigrún Eðvaldsdóttir, Víkingur Heiðar Ólafsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Franciso Javier Jáuregui og Stefán Jón Bernharðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Borgarbókasafnið stendur fyrir „Hinsegin“ bókmenntagöngu í kvöld þar sem Úlfhildur Dagsdótt- ir og Felix Bergsson, leikari og leikskáld, munu lóðsa áhugasama um söguslóðir miðbæjarins „Þetta er í fyrsta sinn sem Borgarbókasafnið stendur fyrir Hinsegin bókmenntagöngu og alveg tími kominn til,“ segir Úlf- hildur og bendir á að gangan sé hluti af dagskrá menningarstofn- ana Reykjavíkurborgar undir yfir- skriftinni „Kvöldgöngur í Kvos- inni“. „Við höldum okkur því á miðbæjarsvæðinu og förum ekki langt út fyrir Kvosina, við röltum til dæmis upp að Lindargötu 49 þar sem hús Samtakanna ‘78 stóð lengi en ekki mikið lengra en það.“ Komið verður við á Borginni og í nýtt hús samtakanna á Laugavegi en líkt og Úlfhildur útskýrir er ekki mikið af augljósum stoppi- stöðum sem getið er um í hinsegin bókmenntum. „Við völdum því bara hina og þessa áhugaverða staði sem okkur fannst viðeigandi,“ segir Úlfhildur enda eru margir sögufrægir staðir á svæðinu sem fróðlegt er að kynna sér. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund hefst kl. 20 og verður lagt upp frá Grófarhúsinu í Tryggvagötu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hinsegin bókmenntaganga ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Á hinsegin rölti um söguslóðir miðbæjarins í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Orgelleikarinn Kári Þormar heldur hádegistónleika kl. 12 í Hall- grímskirkju í dag. Á sínum tíma var Kári fyrsti nemandinn sem lauk orgelnámi hér heima með tónleikum á hið glæsilega Klais-orgel í Hallgrímskirkju og endurnýjar hann því kynni sín af því merka hljóðfæri. Hann stund- aði síðar framhaldsnám í orgelleik og kirkjutónlist í Düsseldorf í Þýskalandi. Að námi loknu var Kári organisti Kópavogskirkju, Fríkirkjunnar í Reykjavík en frá 2001 hefur hann verið organisti Áskirkju. Hann hefur haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis, auk þess sem hann hefur komið fram með Mótettukór Hall- grímskirkju bæði á tónleikum og í sjónvarpi. Á efnisskrá Kára eru fjögur verk. Fyrst leikur hann sálmforleik eftir Sigfrid Karg-Elert og svo „Variations sur un thème de Clément Janequin“ eftir Jehan Alain. Þriðja verkið er Prelúdía og fúga í G-dúr eftir Johann Sebastian Bach og tónleikunum lýkur með „Prélude et Fugue sur le nom d‘Alain“ eftir Maurice Duruflé en verkið er einmitt samið í minningu Jehan Alain, sem lést langt fyrir aldur fram í síðari heimsstyrjöld- inni. Tónleikarnir eru skipulagðir í sam- vinnu við Félag íslenskra orgelleikara og eru liður í tónleikaröð Alþjóð- legs orgelsumars í Hallgríms- kirkju. Hádegistónar í Hallgrímskirkju ORGELLEIKARINN KÁRI ÞORMAR Endurnýjar kynnin af Klaisorgelinu í Hallgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.