Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 12
12 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR JERÚSALEM Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum var handtek- inn í Jerúsalem fyrir rúmri viku þar sem hann tók þátt í mótmælum við bandarísku ræðismannsskrif- stofuna. Maðurinn, Qussay Odeh, segir lögreglumenn hafa barið hann ítrekað ásamt því að hafa notað táragas til að yfirbuga hann. Eftir það hafi hann þurft að sitja í stofu- fangelsi í fimm daga. „Við vorum milli þrjátíu og fjörutíu manns þarna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstof- una í Jerúsalem. Þarna voru jafnt útlendingar, Ísraelar og Palestínu- menn að mótmæla stríðinu í Líban- on og Palestínu,“ segir Qussay. „Ég var rétt nýkominn á staðinn þegar lögreglusveit kemur og byrjar að lemja fólk og sprauta táragasi. Þeir handtóku mig ásamt fimm öðrum sem voru viðstaddir mótmælin.“ Hann segir þeim sem handteknir voru hafa verið haldið í fimm klukkustundir á lögreglustöð áður en þeim var sleppt. Þá hafi fimm daga stofufangelsi tekið við. „Ég er aumur í baki, hálsi og höndunum eftir þetta. Þessi mótmæli voru friðsamleg á allan hátt, við stóðum þarna með spjöld að mótmæla stríð- inu.“ Qussay segist hafa fengið ábend- ingar frá fólki um að kæra ekki, það hefði ekkert upp á sig. „Ég ætlaði að kæra þetta en mér hefur verið bent á að sleppa því vegna þess að það gerist ekki neitt. Ég fór á sjúkrahús daginn eftir og fékk vott- orð, en ég er efins um að ég kæri. Ég ætla að minnsta kosti að bíða og sjá hvort lögreglan ætli að gera eitt- hvað meira úr þessu máli,“ segir hann. „Ég kom um mánaðamótin til Palestínu til að heimsækja fjöl- skyldu, vini og ættingja. Þetta kemur ekki til með að stytta heim- sóknina, ég læt svona ekkert stöðva mig,“ segir Qussay, sem hefur verið búsettur á Íslandi í sjö ár og varð nýlega íslenskur ríkisborgari. salvar@frettabladid.is Íslendingur segir lögreglu í Ísrael hafa misþyrmt sér Qussay Odeh, Íslendingur af palestínskum ættum, var handtekinn þar sem hann var við mótmæli í Jerúsalem. Hann segir lögreglu hafa misþyrmt sér með barsmíðum og táragasi að ástæðulausu. HANDTEKINN Lögreglumenn yfirbuga Qussay við mótmælin. Hann segist aumur í baki, hálsi og höndum eftir barsmíðarnar en ætlar líklegast ekki að kæra þar sem það sé til- gangslaust. MYND/YOUSEF INGI TAMIMI EITUREFNASLYS Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi eftir að eiturgufur mynduð- ust í nýbyggingu Ikea í Garðabæ í gær. Að sögn slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins mun hafa verið unnið með akrýlgrunna og þeim blandað í röngum hlutföllum með fyrrgreindum afleiðingum. Slökkviliðið sendi dælubíl, neyðarbíl og tvo sjúkrabíla á stað- inn klukkan tíu í gærmorgun og vann dælubíllinn að því að loft- ræsta húsið fram til klukkan eitt. Vinna var stöðvuð á meðan. Eitrun mannanna var minni- háttar og voru þeir útskrifaðir af slysadeild skömmu eftir hádegi. - sh Loftræsta þurfti nýbyggingu: Eiturefni sendu tvo á slysadeild IKEA Í GARÐABÆ Vinna var stöðvuð á svæðinu á meðan húsið var loftræst. DÓMSMÁL Valur Sigurðsson, 25 ára, var í Héraðsdómi Suðurlands í gær dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundið, fyrir stuld á þremur bifreiðum. Hinn 3. nóvember árið 2005 stal maðurinn Nissan Patrol jeppabif- reið í Reykjanesbæ. Maðurinn fjar- lægði af henni skráningar- og verk- smiðjunúmer og setti í staðinn númer af Nissan Patrol bifreið sömu árgerðar, sem hann hafði til afnota. Stolnu bifreiðina nýtti hann svo til einkanota og lét meðal ann- ars skoða hana hjá bifreiðaskoðun sem jeppann sem hann hafði haft til umráða. Maðurinn lét síðan breyta stolnu bifreiðinni á ýmsa vegu svo hún líktist sem mest Nissan-jeppan- um sem hann átti. Mánuði seinna stal maðurinn svo annarri Nissan Patrol bifreið í Reykjavík. Bifreiðinni ók maðurinn að Rauðavatni út í stórgrýti með þeim afleiðingum að hún skemmd- ist. Þar reif hann innan úr henni öll sæti og hurðarspjöld ásamt sér- smíðuðum framstuðara og álkassa aftan á bifreiðinni. Hugðist hinn dæmdi nýta sér hlutina til að gera hina stolnu bifreiðina enn líkari jeppanum sem hann hafði átt. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir stuld á Hyundai-fólksbifreið við Reykjavíkurflugvöll í byrjun nóvember árið 2005, sem hann nýtti sér til einkanota fram til 6. janúar árið 2006. Í ofanálag var maðurinn dæmd- ur fyrir að nota litaða vélaolíu á stolna jeppann sem hann breytti. - æþe Maður dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stuld á þremur bifreiðum: Nýtti þrjá til að búa til einn NISSAN PATROL Maðurinn stal tveimur Patrol-jeppum og notaði númer af þeim þriðja til að geta verið á einum. SÍMAHLERANIR Ragnar Aðalsteins- son hæstaréttarlögmaður sótti á þriðjudag formlega um aðgang að gögnum um símahleranir í kalda stríðinu, sem nýlega voru flutt úr dómsmálaráðuneytinu í Þjóðskjala- safn. Ráðuneytið sendi frá sér gögn- in nokkrum dögum áður en fyrri beiðni Ragnars var formlega hafn- að, á þeim forsendum að þau væru ekki í ráðuneytinu lengur. Ragnar segir að lögum sam- kvæmt hefði átt að tilkynna þeim sem hleraðir voru að það hefði verið gert. „Sumt fólk var hlerað ítrekað, en aldrei var gerð frekari lögreglu- rannsókn eða ákæra lögð fram,“ segir Ragnar. - sgj Gögn um símahleranir: Ragnar sækir um aðgang ÞURRKAR Í KÍNA Þessi bóndi er einn hinna 2,39 milljón manna sem þjást nú vegna þurrka í Kína. Samkvæmt Xinhua- fréttastofunni hafa þurrkarnir áhrif á nær 1,1 milljón hektara lands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.