Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 8
8 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
VEISTU SVARIÐ?
1 Hvaða ákvæði í kjarasamnningum gætu brotið í bága við Mannrétt-
indasáttmála Evrópu?
2 Hversu mörg flugslys eða alvarleg flugatvik komu upp á árinu 2004?
3 Hvaða þrír skemmtistaðir taka þátt í tilraunaverkefni lögreglunnar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58
BORUN Undirbúningur vegna djúp-
borunar á Kröflusvæðinu stendur
nú yfir. Á næstu vikum fer fram
útboð á efni til borunarinnar. Sam-
kvæmt Birni Stefánssyni, deildar-
stjóra virkjanadeildar hjá Lands-
virkjun, er vonast til að boranir
geti hafist í lok næsta árs eða byrj-
un ársins 2008. Holan er um fimm
kílómetra djúp en hefðbundnar
háhitaholur eru milli tveggja og
þriggja kílómetra djúpar.
Björn segir hugmyndina vera
að sækja orkuríkari gufu sem
væri undir meiri þrýstingi og
hefði hærra hitastig en finnst í
hefðbundnum borholum. „Undir-
búningur vegna verkefnisins var
hafinn árið 2000. Það er ekki víst
að við finnum gufuna, en við von-
umst til að það fari að skýrast með
árangur um 2010.“
Hann segir umhverfisrask af
völdum djúpborunarholu sam-
bærilegt hefðbundnum holum en
óvissa felist í því að efnasamsetn-
ing gufunnar sé óþekkt. „Við þurf-
um að vera viðbúnir því að geta
dælt vökvanum niður aftur ef
hann inniheldur til dæmis mikið
af þungmálmum.“
Verkefnið er samvinnuverk-
efni Landsvirkjunar, Orkuveitu
Reykjavíkur, Orkuveitu Suður-
nesja og Orkustofnunar fyrir hönd
ríkisins. - sþs
Undirbúningur vegna djúpborunar á Kröflusvæðinu stendur yfir:
Vilja sækja orkuríkari gufu
FRÁ BORUN Í BJARNARFLAGI Hugmyndin
er að sækja orkuríkari gufu í borholur á
Kröflusvæðinu en fundist hefur í hefð-
bundnum borholum.
MYND/GUNNAR HNEFILL ÖRLYGSSON
LÖGREGLA Stjórn Félags frétta-
manna vill minna yfirstjórn lög-
gæslumála á að lögreglan stjórnar
ekki fréttaflutningi fjölmiðla með
aðgerðum sínum. Þetta kemur
fram í yfirlýsingu frá félaginu
vegna atviks á Egilsstöðum í gær
þar sem yfirlögregluþjónn stjak-
aði við og hindraði myndatöku-
mann á Fréttastofu Sjónvarpsins.
Í yfirlýsingunni segir að óþol-
andi sé þegar lögreglan taki sér
vald sem hún hafi ekki og sýni
starfi fjölmiðlafólks hroka. Stjórn
félagsins telur lögreglumanninn
sem um ræðir mann að meiri fyrir
að hafa beðist afsökunar. - sþs
Félag fréttamanna mótmælir:
Óþolandi vald-
beiting lögreglu
VARNARMÁL Íslensk stjórnvöld
hafa til skoðunar varnaráætlun
sem Bandaríkjamenn hafa lagt til
grundvallar í viðræðum um skip-
an varnarmála á Íslandi. Geir H.
Haarde forsætisráðherra, sem
stýrir viðræðunum fyrir Íslands
hönd, sagðist eiga von á því að
samkomulag milli þjóðanna
tveggja myndi nást fyrir septem-
berlok, en þá er áætlað að varnar-
liðið verði farið af landi brott. „Ég
geri ráð fyrir því að fallist verði á
varnaráætlunina, ef það næst
samkomulag um málið í heild.“
Geir kynnti í gær fyrir for-
mönnum stjórnarandstöðuflokk-
anna, hvaða tillögur hefðu komið
fram í varnarviðræðunum. „Þetta
mál er í viðræðuferli. Í síðustu
viku fóru fram viðræður þar sem
meðal annars var farið yfir varn-
aráætlun sem lögð hefur verið til
grundvallar af hálfu Bandaríkja-
manna. Einnig var rætt um önnur
atriði sem lúta að viðskilnaði
Bandaríkjamanna á Keflavíkur-
flugvelli og hvernig gengið verður
frá þeim málum.“
Össur Skarphéðinsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagðist
í samtali við fréttastofu Ríkisút-
varpsins hafa heimildir fyrir því
að Bandaríkjamenn hefðu boðið
Íslendingum 36 milljónir dollara,
eða 2,5 milljarð króna, fyrir að
hafa umsjón með fasteignum
tengdum Atlantshafsbandalaginu
á Miðnesheiði. Geir segir þessar
upplýsingar rangar. „Ég kannast
ekki við þessar upplýsingar sem
Össur kom fram með, eða þá fjár-
hæð sem hann nefndi. Þessi orð
Össurar komu okkur sem vinnum
að þessum viðræðum í opna
skjöldu og hann einn getur svarað
fyrir það hvaðan hann fær þessar
upplýsingar.“
Össur segist hafa traustar heim-
ildir fyrir þessum upplýsingum og
dregur í efa að boðleiðir innan
ráðuneytis Geirs hafi náð til hans.
„Ég dreg það ekki í efa, ef Geir
segist ekki hafa heyrt af þessu til-
boði, því ég þekki Geir ekki af öðru
en að hann segi satt og rétt frá.
Viðbrögð hans vekja hins vegar
hjá mér spurningar um boðleiðir í
utanríkisráðuneytinu, sem hann
stýrði. Heimildir sem ég treysti,
og ofbuðu þau vinnubrögð sem
stjórnvöld hafa beitt í samninga-
viðræðunum, greindu mér frá því
að Bandaríkjamenn hefðu óform-
lega fyrr á árinu, viðrað við Íslend-
inga að þeir væru tilbúnir til þess
að greiða Íslendingum 36 milljónir
dollara fyrir að sjá um ákveðin
verkefni sem litu að umsjón og
viðhaldi á fasteignum Atlantshafs-
bandalagsins. Hvernig sem því var
komið á framfæri við íslensk
stjórnvöld er óhjákvæmilegt annað
en að formaður viðræðunefndar-
innar hafi vitað af því.“
Össur segir útreikninga, sem
að baki tilboðinu liggja, hafa verið
afhenta utanríkisráðuneytinu fyrr
á þessu ári.
„Ég veit hins vegar að upphæð-
in var niðurstaða útreikninga sem
Bandaríkjamenn létu framkvæma,
þar sem komist var að þeirri nið-
urstöðu að þetta væri kostnaður-
inn við þessi tilteknu verk. Frá
sömu heimildum hef ég það, að
blöð með þessum útreikningum
hafi verið afhent utanríkisráðu-
neytinu, ekki síðar en í maí eða
júní á þessu ári. Ég hef nefnt þessa
tölu við háttsetta embættismenn
sem hafa kannast við þessa tölu.“
magnush@frettabladid.is
Deila um tilboð til
íslenskra stjórnvalda
Bandaríkjamenn hafa lagt fram varnaráætlun sem ekki hefur enn náðst sam-
komulag um. Geir H. Haarde og Össur Skarphéðinsson deila um hvort Banda-
ríkjamenn hafi boðist til að greiða 2,5 milljarða fyrir umsjón með fasteignum.
VARNARLIÐSMENN AÐ STÖRFUM Óvíst er enn hver niðurstaðan verður í varnarviðræðun-
um milli Íslands og Bandaríkjanna. Til grundvallar liggur varnaráætlun sem lögð hefur verið
fram af hálfu Bandaríkjamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
KÆRUMÁL Heilbrigðiseftirlit
Austurlands brýtur gegn jafnræðis-
reglu stjórnsýslulaga með því að
krefja Impregilo um hærra tíma-
gjald fyrir eftirlit með starfsemi
fyrirtækisins, samkvæmt niður-
stöðu úrskurðarnefndar sem starf-
ar samkvæmt lögum um hollustu-
hætti og mengunarvarnir.
Impregilo sendi kæru til
nefndarinnar á þeim grundvelli að
fyrirtækinu væri mismunað með
ólögmætum hætti með því að vera
krafið um 30 prósent hærra tíma-
gjald vegna eftirlits en þorra
atvinnurekenda á svæðinu sé gert
að greiða fyrir hliðstæða þjón-
ustu.
Þórarinn V. Þórarinsson, lög-
maður Impregilo, segir úrskurð-
inn afgerandi um að þetta hefði
verið ólögmæt gjaldtaka og fund-
að verði með heilbrigðiseftirlitinu
á næstunni þar sem reynt verður
að ná samkomulagi um hvernig
endurgreiðslu verður háttað.
Meðal raka heilbrigðisstofnun-
arinnar fyrir hækkuninni er að
kostnaður við eftirlitið hafi verið
mun hærri en numið hafi inn-
heimtum þjónustugjöldum, að
sögn Helgu Hreinsdóttir, fram-
kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits
Austurlands. „Við höfum ekkert
annað í huga en að fara réttar leið-
ir en erum ósátt við þennan
úrskurð. Það er nánast gefið í skyn
að íbúar Austurlands eigi að bera
30 prósent af kostnaði við heil-
brigðiseftirlit í stærstu fram-
kvæmd Íslandssögunnar.“ - sdg
Impregilo greiðir hærra gjald fyrir heilbrigðiseftirlit en aðrir atvinnurekendur:
Brýtur gegn jafnræðisreglu
FRAMKVÆMDIR IMPREGILO Impregilo telur
sig eiga að fá nokkrar milljónir til baka.