Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 38
10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
Þrjú þemu verða í gangi í
haust- og vetrarlínu Broste-
Copenhagen.
Morocco, Handmade og Cozy
Christmas eru þrjú aðalþemu
Broste-Copenhagen vörulínunn-
ar fyrir komandi árstíðir, haust
og vetur. Í Morocco-línunni hafa
hönnuðirnir leitað til munstra
hinna hefðbundnu Marokkóflísa.
Nú eru þau notuð í textílinn, á
keramik, sérvéttur og ilmkerti.
Litir eru rauðir, grænir, bláir og
mokka ásamt terracotta og
gylltu. Sala og dreifing Morocco-
línunnar á Íslandi hefst í dag, 10.
ágúst, hjá heildversluninni Berg-
ís sem hefur umsjón með dreif-
ingu vörunnar frá Broste-Copen-
hagen.
Hönnuðir Broste-Copenhagen
hafa tekið ástfóstri við heillandi
handunnar vörur sem endur-
speglast í línunni Handmade.
Handunnir og skreyttir keramik
munir, vörur sem koma beint úr
náttúrunni, handblásið gler,
handgerð kerti og körfur.
Jólalína Broste Copenhagen
nefnist Cosy Christmas, eða
hugguleg jól. Þar er horft til ein-
faldleika norænnar jólahefðar.
Baststjörnur úr grófum grein-
um, einfalt skraut úr filti og
glerskraut.
Sýningin Uppskera og hand-
verk hefst á Hrafnagili í Eyja-
fjarðarsveit í dag og stendur
fram á sunnudag.
Tónlist er þema handverkshátíð-
arinnar að Hrafnagili og hljóð-
færasmiðir skipa þar veglegan
sess. Handsmíðaðir gítarar eru
vissulega heimilisprýði en auk
þess má finna á sýningunni margt
sem er smærra í sniðum og vekur
athygli. Meðal þess eru blóma-
skreytingar úr silkiblómum eftir
Jónínu Arndal, húsfreyju á
Heimalandi í Holtum. Hand-
bragðið lærði hún er hún dvaldi í
Bandaríkjunum fyrir nokkrum
árum og hefur hún haldið sýning-
ar bæði hér í borginni og í menn-
ingarmiðstöðinni á Stokkseyri.
Útskurður, málverk, vefnaður, og
fatahönnun er til sýnis í Hrafna-
gili og þess má geta að í krambúð
hátíðarinnar hafa handverks-
menn vörur sínar til sölu. -gg
Munir úr margs konar hráefni
Pappír og roð er uppistaðan í þessu myndverki Sigrúnar Indriðadóttur.
Trélampar eftir Úlfar Sveinbjörnsson.
Hér má ganga að gleraugunum vísum.
Standur eftir Reyni Sveinsson.
Munstur í haust og vetur
HANDMADE-LÍNAN. Hönnuðir Broste-
Copenhagen leggja áherslu á vörur sem
koma beint úr náttúrunni, handblásið gler,
handgerð kerti og körfur.
COZY CHRISTMAS-LÍNAN Lögð er áhersla á einfaldleika norrænnar jólahefðar.
MOROCCO-LÍNAN. Munstrin og litirnir koma frá hefðbundnum Marokkóflísum sem fá nú að njóta sín í textíl, keramiki, servéttum og
ilmkertum.
Ný sending af baðkörum,
mikið úrval, gott verð.
Eigum einnig vinsælu Subway salernin frá
Villeroy & Boch.
Bæjarlind 6, Kóp. • s. 5347470 • www.feim.is
Opi› virka daga 10-18 og laugardaga 11-15
Tilboðsdagar
10-50 %
afsláttur í nokkra daga,
20 %
afsláttur af garðhúsgögnum