Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 5. marz 1978 DUFGÚS: FLENSBORGARBRÉF Fundur kennara oa nemenda Flensbora- arskóla hefur skrifaö ríkissaksóknara opið bréf. Bréfið er auðvitað skrifað til þess að mótmæla einhverju, en í þessu tilfelli er mótmælt atburðum, sem aldrei hafa gerzt. Hugsanlegt er að hin „virðulega" sam- kunda kennara og nemenda hafi alls ekki skilið það sem hún var'að f jalla um, og er þá skiljanlegt að f rá henni kæmi sá endemis þvættingur, sem raun varð á. Hins vegar er sú skýring ekki sennileg, þar sem málið er einfalt, að lítið vit þarf til skilnings, og er fáum ætlandi að hafa ekki nóg til þess að skilja þetta mál, ef þess væri freistað. En því miður er einnig hugsanlegt að leið- togar hópsins haf i mætavel skilið eðli máls- ins, þeir eru vísvitandi að blekkja, í því skyni að rugla dómgreind manna og koma illu af stað. Það sem Flensborgarmenn segja að hafi gerzt. I bréfi Flensborgarmanna segir: „Fund- ur kennara og nemenda Flensborgarskól- ans í Hafnarfirði mótmælir því harðlega að þú (þ.e. ríkissaksóknari) i krafti þíns embættis hef ur látið banna sýningar á kvik- myndinni „Veldi tilfinninganna"." Og enn- fremur: „Við mótmælum því að þú skulir leyfa þér að úrskurða kvikmynd, sem vakti geysilega athygli i Cannes 76 og margir vildu kalla einstætt listaverk, kvikmynd, sem brezka kvikmyndastofnunin kaus beztu mynd ársins 76, klám, er varði við lög að sýna á þessari fyrstu kvikmyndahátíð íslands". Einnig segir: „Okkur þykir það næsta óheillavænleg þróun, að geðþótta- ákvörðun embættismanna hins opinbera skeri sig úr um hvað er list og hvað ekki." Það sem gerðist ekki, og það sem gerðist l fyrsta lagi: Ríkissaksóknari hefur ekki látið banna kvikmyndina „Veldi tilfinning- anna". Þetta atriði er spunnið upp í Flens- borgarskóla. En án þess að spinna þetta upp hefðu mótmælin að sjálfsögðu verið lítils virði. I öðru lagi: Ríkissaksóknari hefur ekki úrskurðað kvikmyndina „Veldi tilfinning- anna" klám. Þetta er einnig spunnið upp suður i Flensborgarskóla. Það sem gerðist var einfaldlega það, að rikissaksóknari var til þess kvaddur að láta í Ijós álit sitt um, þaö hvort sýning myndarinnar varðaði við gildandi lög um klám. Álit ríkissaksóknara var að sýning myndarinnar varðaði við þau lög um klám, sem nú eru hér í gildi. Hann byggði álit sitt á því að lögin væru túlkuð mildilega, eins og hann hefur gert grein fyrir. Hann hef ur ekki úrskurðað neitt, eins og Flensborgarmenn vilja vera láta, enda er það ekki á hans valdsviði að úrskurða neitt. Það er dómstóla að úrskurða í sam- ræmi við gildandi lög. en málið hefur ekki einu sinnifarið til úrskurðar neins dómstóls, þannig að enginn úrskurður hef ur ver-ð gef- inn. Þar að auki myndi enginn dómstóll úr- skurða hvort kvikmynd væri klám eða ekki, dómstóll myndi aðeins úrskurða hvort kvik- myndin varðaði við gildandi lög um klám. Það er illa farið menntun þeirra nem- enda, sem ekki geta gert sér grein fyrir svona einföldum hlutum. Skóli, sem ekki hefur getað kennt nemendum sínum svona einfalda hluti í mannlegum samskiptum, hefur brugðizt hlutverki sínu. Hann hefur ekki lagt stund á að kenna mismun góðs og ills, sannleika og lygi. Hann hefur ekki lagt stund á að leiða nemendur sína í átt til heil- brigðs lífsskilnings og manngöfgi. Ég fæ ekki betur séð en að það, að kenn- arar taka þátt í þessu, í stað þess að leiða nemendur til heilbrigðs skilnings, sýni, að skólinn sé ófær um að annast þennan þátt skólastarf ins. En ef til vill er sökin alls ekki nemendanna. Hugsanlega hafa kennarar verið leiðandi í þessum mótmælum. Það er of hræðileg hugsun til þess að hugsa hana til enda. En alla vega tóku kennarar þátt í þessum mótmælum, sem byggð eru á lyg- um og mannhatri, þannig að hlutur þeirra verður á allan hátt ófyrirgefanlegur og óbærilegur. Að sjálfsögðu er kiykkt út með einum uppspunanum enn þar sem rætt er um að geðþóttaákvörðun embættismanna hins opinbera skeri úr um hvað er list og ekki list. Þessu er að sjálfsögðu stefnt að rikis- saksóknara í þessu tilfelli og er alveg frá- leitt. Hann hefur ekki gefið neinn úrskurð um listrænt gildi myndarinnar „Veldi til- finninganna". Hann hefur ekki einu sinni sagt álit sitt á því, enda ekki að því spurður. Þar að auki er álit hans á listrænu gildi ekki meira virði en hvers annars borgara og getur aldrei leitttil neinna aeðbóttaákvarð- ana. Um listrænt gildi f jalla ekki nein lög, sem rikissaksóknara ber að fjalla um, þannig að allt tal um geðþóttaákvarðanir hans í því tilefni er þvættingur. Og fleiri dylgjur „Þætti okkur fengur í að vita hvort þú hyggst einnig ákvarða hver verði leyfileg dagskrá listahátíðar á sumri komanda", spyrja Flensborgarmenn. Þarna er enn haldið áfram á sömu braut. Ríkissaksókn- ari hefur aldrei gefið tilefni til þess að svona dylgjur séu bornar f ram. Þær eru því ekki bornar fram af neinu ytra tilefni, heldur hljóta þær að vera sprottnar upp úr óvenjulega óþverralegu hugarfari aðstand- enda bréfs Flensborgarmanna. Og að lokum Ég vil trúa þvi í lengstu lög að þessi f und- ur kennara og nemenda Flensborgarskól- ans hafi verið fámennur. Að þar hafi fyrst og fremst verið samankominn fámennur hópur andlegra öfugugga, en að þetta sé ekki mynd af skólanum í heild. Það væri hroðaleg mynd. Hitt er svo annað mál að menn geta deilt um það á heiðarlegan hátt, með heilbrigð- um rökum, hvort einhver lög séu eðlileg, eða hvort þeim ætti að breyta. En á meðan lög eru í gildi fara ríkissaksóknari og dóm- stólar að sjálf sögðu eftir þeim, og er það að sjálfsögðu algjörlega siðlaust að brigzla mönnum persónulega fyrir það. En það er hægt að framfylgja lögum á tvennan hátt, annars vegar með því að beita ýtrustu ref s- ingum, sem lög heimila, eða að fara fram með þeirri mestu mildi sem lög leyfa. Að sjálfsögðu er svo hægt að vera þarna á milli. Við íslendingar höfum átt því láni að fagna um nokkuð langan aldur að fram- kvæmd laga hefur verið eins mildileg og kostur hefur verið á. Ég held að allir góðir menn hljóti að vona að svo verði áfram. En hins vegar verður að haf a aðgát. Það eru nú uppi sterkar raddir, sem kref jast fasistísks réttarfarsaf miklum eldmóði. í hinu orðinu er svo kraf izt af náms alls réttarfars. Menn verða að vera vel á verði gagnvart þessum röddum. Þess vegna er þessi grein skrifuð. Sambandsþing Framsóknarmann i Vesturlandskjördæmi: Áframhaldandi barátta við dýrtíðina — höfuðverkefni Framsóknarflokksins Laugardaginn 25. febrúar s.l. var i samkomuhúsinu i Borgar- nesi haldiö 17. kjördæmisþing Framsóknarfélaganna i Vestur- landskjördæmi. Var HalldórE. Sigurðsson ráöherra meðal þing- fulltrúa, en Asgeir Bjarnason, al- þingisforseti, komst ekki til þing- halds sökum lasleika. Að lokinni afgreiðslu skýrslu stjórnar og reikninga sambands ins, var lagður fram og sam- þykktur samhljóða framboðslisti Framsóknarflokksins i Vestur- landskjördæmi við kosningar til alþingis áriö 1978. Fjallað var á þinginu um nauð- syn þess aö gefið yröi út kjör- dæmisblað á vegum Framsókn- arfélaganna i Vesturlandskjör- dæmi og með það fyrir augum kjörin á þinginu 5 manna blað- stjórn. Undir sérstökum lið á þinginu, efnahagsmálin, flutti Halldór E. Sigurðsson ráðherra erindi um ráðstafanir rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum, skýrði sjónar- mið og svaraði fyrirspurnum. Dagbjört Höskuldsdóttir flutti er- indi um viðhorf launafólks og Ólafur Sverrisson, Borgarnesi um vandamál atvinnuveganna. Var eftirfarandi tillaga um efna- hagsmál samþykkt að afloknum erindum og umræðum: „17. kjör- dæmisþing Samtaka Framsókn- armanna i Vesturlandskjördæmi telur, að heilbrigt efnahagslif sé undirstaða sóknar islenzku þjóð- arinnar tii aukinnar farsældar. Ekki hefir tekizt að hafa stjórn á verðbólgunni, og telur fundurinn að áframhaldandi barátta við dýrtiðina sé höfuðverkefni Fram- sóknarflokksins nú. Fundurinn leggur áherzlu á, að vandaö sé sem bezt til kjara- samninga og stuðlað verði að auknu samstarfi aðila vinnu- markaðarins, þannig að koma megi i veg fyrir afskipti rikis- valdsins að gerðum kjarasamn- ingum. Fundurinn leggur áherzlu á, að jafnlaunastefnu sé ekki að- eins fylgt i orði heldur einnig á borði. Fundurinn telur að tryggja beri heilbrigðan rekstrargrundvöll at- vinnuveganna með skipulagningu og skynsamlegri stjórnun þeirra. Fagna ber þvi, að tekizt hefur að halda uppi fullri atvinnu á undan- förnum árum. Fundurinn hvetur alla, jafnt einstaklinga, stofnanir og fyrir- tæki til þess að sýna þjóðhollustu og ráðdeildarsemi i sifelldri sókn Jön Sveinsson dómarafulltriii á Akrancsi var kjörinn formaður Kjördæmissambands Framsókn- arfélaganna i Vesturlandskjör- dæmi i stað Steinþórs Þorsteins- sonar kaupfélagsstjóra i Búðar- dal, sem baðst undan endurkosn- mgu. til bættra lifskjara til sjávar og sveita.” Að lokinni afgreiðslu mála var gengið til kosninga. Baðst Stein- þór Þorsteinsson kaupfélagsstj. i Búðardabsem verið hefur for- maður Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna i Vestur- landskjördæmi um nokkurra ára skeið, eindregið undan endur- kjöri. Var i hans stað kjörinn sem formaður Kjördæmissambands- ins Jón Sveinsson á Akranesi. Aðrir i stjórn sambandsins voru kjörnir þeir Sigurður Þórólfsson, Fagradal, Stefán Jóhann Sigurðs- son, Ólafsvik, Haukur Ingibergs- son, Bifröst, Bjarni Guömunds- son, Hvanneyri, Björn Gunnars- son, Akranesiog Eúnar Jónasson, Valþúfu. í varastjórn voru kjörn- ir Bent Jónsson, Akranesi, vara- formaður, Haraldur Árnason, Búðardal, Erlendur Halldórsson, Dal, Sveinn Bjarnason, Brenni- stöðum, Bjarni Guðráðsson, Nesi, Margrét Guðmundsdóttir, Borg- arnesi og Þórður Sigurjónsson, Stykkishólmi. Jafnframt voru á þinginu kjörnir endurskoðendur og full- trúar i miöstjórn Framsóknar- flokksins. Jörð til leigui Skagafirði frá næstu fardögum. Gott ibúð- arhús, um 15 ha tún og útihús um 230 ferm. auk hlöðu. Upplagt ásamt storfum við annað. Þá er eigandi einnig til viöræðu um stækkun túns og útihúsa. Æskilegt i þvi sambandi að umsækjandi sér laghentur. Umsóknir sendist til Timans fyrir 22. mars merktar „Jörð 1273”. Nánari upplýsingar veitt i sima 91-12552 og 91-84992 eftir kl. 18 (virka dagai og um helgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.