Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. marz 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftír kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald'tu-. 1700 á mánuði. Biaðaprent h.f. Atvinnuleysi ungs fólks Málgagn Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD Observer, helgar allt janúarblað sitt þvi málefni, sem nú er talið langmesta vandamál flestra þeirra þjóða, sem taka þátt i þessum sam- tökum, en það eru flest rikin i Vestur-Evrópu, Bandarikin, Kanada og Japan. Þetta vandamál er atvinnuleysi ungs fólks, sem fer stöðugt vaxandi hjá flestum aðildarþjóðum OECD. Yngra fólkið er sá aldursflokkurinn, sem verður harðast úti i sam- keppninni á vinnumarkaðnum, þegar atvinnuleysi er, þvi að þeir, sem eru eldri og reyndari, eru oftar látnir sitja i fyrirrúmi. Yngra fólkið er jafnframt sá aldursflokkurinn, sem verður fyrir mestum og iskyggilegustum áhrifum af atvinnuleysi. Þessu er lýst mjög greinilega i umræddu tölublaði OECD Observer, jafnhliða frásögnum af þeim aðgerðum, sem beitt er til að draga úr atvinnuleysi ungs fólks. Þvi miður hafa þær enn ekki borið slikan árangur sem skyldi þvi að atvinnuleysi ungs fólks fer vax- andi hjá flestum þátttökuþjóðum OECD. Það er ánægjulegt fyrir íslendinga, að þeir eru ein fárra aðildarþjóða OECD, sem eru lausar við þetta mikla vandamál. Hér hefur ungt fólk haft næga vinnu á undanförnum árum. Islenzkir æsku- menn þekkja sem betur fer ekki þetta böl, sem ungt fólk verður að búa við i flestum öðrum vest- rænum löndum. Það er meiri gæfa en þeir, sem ekki hafa kynnzt þessu af eigin raun, gera sér yfir- leitt ljóst. Þvi fer hins vegar fjarri, að Islendingar búi við eitthvert annað og meira öryggi i þessum efnum en aðrar þjóðir og þetta böl geti ekki sótt þá heim alveg eins og þær. Þvert á móti er efnahagsleg að- staða íslendinga á ýmsan hátt veikari. Þeir, sem hafa farið með stjórn á undanförnum árum — og gildir það jafnt.um vinstri stjórnina og núverandi stjórn — hafa sett sér það mark að beina atvinnu- leysinu frá þjóðinni. Sem betur fer hefur það tek- izt. Það er einn megintilgangur efnahagslaganna, sem nýlega voru sett á Alþingi, að tryggja þjóðinni næga atvinnu, jafnhliða þvi sem stefnt er að þvi að draga úr verðbólgunni og tryggja jafnmikinn kaupmátt launa og á siðastliðnu ári. Ef verðbólgan hefði fengið að halda áfram með jafnmiklum hraða og orðið hefði að óbreyttum aðstæðum, hefðu mörg atvinnufyrirtæki stoðvazt og atvinnu- leysið sótt þjóðina heim. Hætt er við, að ekki hefði tekizt að útrýma þvi frekar en annars staðar, þar sem það hefur komið til sögunnar, heldur hefði það farið sivaxandi likt og þar. Þeir, sem hafa beitt sér gegn efnahagslögum rikisstjórnarinnar, þurfa að gera sér næga grein fyrir þvi hversu mikilvægt atvinnuöryggið er. Það myndi vafalitið breyta afstöðu margra þeirra. Fyrir þá væri hollt að kynna sér frásagnir i janú- arblabi OECD Observer af atvinnuleysi ungs fólks og afleiðingum þess. Þeir myndu þá vafalaust margir hverjir gera sér betri grein fyrir ráðstöf- ununum, sem stefna að þvi að tryggja og treysta atvinnuöryggið, eins og gert er með nýju efna- hagslöggjöfinni. Þvi má svo bæta við, þótt það snerti annað atr- iði, að skýrslur OECD benda til, að efnahagshorfur séu nú þannig i heiminum, að það megi telja góðan árangur, ef hægt verður að tryggja á þessu ári sama kaupmátt launa og á siðastl. ári, en þetta er eitt af aðalmarkmiðum efnahagslaganna, ásamt þvi að tryggja atvinnuöryggið og draga úr verð- bólgunni. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Chirac og Marchais óttast bandamennina Það mun einkenna fyrri umferð frönsku kosninganna FYRRI umferð frönsku kosninganna, sem fer fram næsta sunnudag, verður með nokkuð sérstæðum hætti. Aðalbaráttan þá verður milli þeirra flokka, sem munu svo fylkja liði saman i siðari um- ferðinni, sem fer fram sunnu- daginn næsta á eftir (19. marz). Þá fyrst verða endan- leg úrslit ráðin. A sunnudaginn kemur munu stjórnarflokkarnir ganga til leiks I tveimur fylkingum, sem munu heyja harða baráttu. Annars vegar verða það Gaullistar undir forustu Jacques Chirac, fyrrum for- sætisráðherra og núv. borgar- stjóra i Paris. .Hins vegar verða það flokkarnir, sem fylgja Giscard forseta að mál- um, en þeir hafa nú fyrir kosn- ingarnar myndað með sér bandalag, sem gengur undir nafninu Lýðræðisbandalagið. Aðalflokkarnir i þvi eru lýð- veldisflokkurinn, sem Giscard veitti forustu áður en hann varð forseti, sósial- demókratiski miðflokkurinn undir forustu Jeans Lecanuet og radikali flokkurinn undir forustu hins þekkta blaða- manns Servan-Schreibers. Upphaflega var það ætlunin, að allir stuðningsflokkar stjórnarinnar fylktu liði sam- an strax i fyrstu umferð kosn- inganna, en Gaullistar höfn- uðu þvi er til kom. Þeir töldu hlut sinn verða betri, ef þeir væru einir sér i fyrri umferð- inni. Servan-Schreiber- hafði þá forustu um, að hinir flokk- arnir þrir mynduðu Lýðræðis bandalagið. Akveðið er að Gaullistar og Lýðræðisbanda- lagið hafi samvinnu i siðari umferðinni. Stjórnarandstæðingar ganga einnig tviklofnir til leiks i fyrri umferðinni. Annars vegar eru kommúnistar, undir forustu Georges Marchais, og hins vegar sósialistar undir forustu Mitterands. Upphaflega var einnig rætt um, að þeir hefðu með sér bandalag straxp fyrri umferðinni, en kommúnistar höfnuðu þvi er til kom og ákváðu að vera einir sér. ÞÓtt þvi sé enn ekki formlega lýst yfir, er yfirleitt reiknað með þvi að þessir flokkar standi saman i siðari umferðinni. Keppnin verður mjög hörð milli flokkanna i fyrri umferð- inni.Milli Gaullista og Lýð- ræðisbandalagsins er það af þvi, að þeir munu sameinast i seinni umferðinni um þann frambjóöanda þessara flokka sem fær flest atkvæði i fyrri umferðinni, en nær þó ekki kosningu þá, en til þess þarf hreinan meirihluta. Af sömu ástæðum er keppnin hörð milli kommúnista og sósialista. í þingkosningunum 1973 fengu fylgismenn Giscards tiltölu- lega miklu fleiri þingmenn en þeim bar miðað við heildarat- kvæðatölur, þvi að frambjóð- endur þeirra höfðu orðið hlut- skarpari en frambjóðendur Gaullista i mörgum kjör- dæmum, þar sem kjósa þurfti aftur. A sama hátt græddu sósialistar lika meira en kommúnistar á bandalaginu i siðari umferðinni. ÁSTÆÐAN til þess, að Gaullistar og kommúnistar vilja vera sér i fyrri umferð- inni, er sprottin af svipaðri rót. Þeir óttast fylgisaukningu bandamanna sinna, og telja sig helzt geta hamlað gegn henni með öflugri baráttu gegn þeim ifyrri umferðinni. I þingkosningunum 1973 fengu kommúnistar 21,4% greiddra atkvæða, en sóáfa- listar 20.4%. Nú spá skoðana- kannanir þvi, að kommúnistar fái um 20-21 % greiddra at- kvæða, en sósialistar 27-28 %. Aðrir vinstri flokkar fái um 2-3 %. Gaullistar fengu i þing- kosningum 1973 34.5 % greiddra atkvæða, en fylgis- menn Giscards 12.3 %. Nú spá skoðanakannanir þvi, að Gaullistar fái ekki meira en 22 % en fylgismenn Giscards um 19 %. Aðrir flokkar til hægri fái um 4 %. I þingkosningun- um 1973fengu kommúnistar 73 þingmenn kosna, en sósialist- ar 101, þrátt fyrir lægri heild- aratkvæðatölu þá. Það sýnir, að þeim veitti betur i siðari umferðinni. Þá fengu Gaullistar 171 þingsæti en fylgismenn Giscards 114, þótt þeir fengju miklu minna fylgi en Gaullistar, eins og áður er rakið. Þeim veitti yfirleitt bet- ur i seinni umferðinni. EINS OG sést á framan- greindum spám skoðanakann- ana, virðast vinstri flokkarn- ir geta fengið um 50 % atkvæð- anna, en stjórnarflokkarnir um 45%. Þrátt fyrir þetta eru úrslitin engan veginn ráðin. Kjördæmi eru mismunandi fjölmenn i Frakklandi. Þannig hafa 10 f jölmennustu kjördæm in um 2.3 milljónir ibúa sam- anlagt, en 10 fámennustu kjör- dæmin hafa um 890 þús. ibúa samánlagt. Stjórnarflokkarn- ir eru yfirleitt hlutfallslega sterkari i minni kjördæmun- um. Það háir kommúnistum, að þeir eiga meginfylgi sitt i borgum, þar sem kjördæmi eru yfirleitt fjölmenn. Fylgi sósialista dreifist hins vegar um allt landið og þvi fá þeir fleiri frambjóðendur i siðari umferðinni en kommúnistar. Fylgismenn Lýðræðisbanda- lagsins eru lika öllu meira dreifðir um landið en Gaullist- ar og styrkir það stöðu þeirra til að fá fleiri frambjóðendur en Gaullistar i siðari umferð- inni. Þvi er nokkuð almennt spáð, að það verði langvisast sóáialistar og fylgismenn Giscards, sem leiði saman hesta sina i siðari umferðinni. Svo getur farið, að bæði sósia- listar og fylgismenn Giscards þurfi að hliðra þannig til i sið- ari umferðinni, að þing- mannafjöldi kommúnista og Gaullista verði ekki óeðlilega litill miðað við bandamenn þeirra. Það mun stafa af þess- um ástæðum, að kommúnistar hafa enn ekki endanlega lýst yfir þvi, að þeir hafi bandalag við sósialista i siðari umferð- inni, þótt fastlega sé búizt við að þeir að þeir geri það. Mitterand hefur látið i ljós, að hann skilji þetta sjónarmið kommúnista og muni verða tekið tillit til þess. Þ.Þ. Georges Marchais

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.