Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 25

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 25
Sunnudagur 5. marz 1978 25 Auglýsing um adaSskoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur í marsmánuði 1978 Miðvikudagur 1. mars R-2801 til R-3200 Fimmtudagur 2. mars R-3201 til R-3600 Föstudagur 3. mars R-3601 til R-4000 Mánudagur 6. mars R-4001 til R-4400 Þriðjudagur 7. mars R-4401 til R-4800 Miðvikudagur 8. mars R-4801 til R-5200 Fimmtudagur 9. mars R-5201 til R-5600 Föstudagur 10. mars R-5601 til R-6000 Mánudagur 13. mars R-6001 til R-6400 Þriðjudagur 14. mars R-6401 til R-6800 Miðvikudagur 15. mars R-6801 til R-7200 Fimmtudagur 16. mars R-7201 til R-7600 Föstudagur 17. mars R-7601 til R-8000 Mánudagur 20. mars R-8001 til R-8400 Þriðjudagur 21. mars R-8401 til R-8800 Miðvikudagur 22. mars R-8801 til R-9200 Þriðjudagur 28. mars R-9201 tii R-9600 Miðvikudagur 29. mars R-9601 til R-10000 Fimmtudagur 30. mars R-10001 til R-10400 Föstudagur 31. mars R-10401 til R-10800 Skoðað verður að Bildshöfða 8, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 800 til 1600 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds- höfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00-16:00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik 24. febrúar 1978 Sigurjón Sigurðsson Bókhaldsvél Til sölu er ODNER bókhaldsvél. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra i sima 86- 300 Þökkum hjartanlega auösýnda samúð og vinarhug viB andlát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengdamóöur og ömmu, Jakobinu Þorvarðardóttur frá Melabúð Páll Sigurbjarnarson Pétur Sigurbjarnarson Magnfriður Sigurbjarnardóttir Una Sigurbjarnardóttir Tengdabörn og barnabörn Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu og sam- úð við andlát og útför Arnars A. Arnljótssonar bankaútibússtjóra. Halla Gisladóttir, Arnljótur Arnarson, Arnljótur Daviðsson, Gisli örn Arnarson, Agúst M. Figved, Agústa Maria Arnardóttir, Davið Arnljótsson, GIsli Guðmundsson, Ilulda Erlingsdóttir, Hallfriður Jónsdóttir, Jens Arnljótsson. Fréttabréf Blindra - félagsins Fréttabréf Blindrafélagsins er komið út og er þar samantekt á starfsemi félagsins fyrir sl. ár. Kemur þar fram að hún var eink- um fólgin I fundahöldum, ýmiss konar starfsemi tómstundanefnd- ar, ferðum á vegum félagsins, bæði erlendis og hér á landi, sumardvöl blindra og sjónskertra við Vestmannsvatn og skemmtunum. Þá er i bréfinu einnig að finna upplýsingar um starfsemi Hljóðbókadeildar, ný hjálpartæki fyrir blinda, s.s. hjólastóla með radar, söfn og margtannað sem snertir málefni blindra. Vetur í Skagafirði Mælifelli 2/3 — Versta veður er hér um sveitir, sem viða norðan- lands. Miklir erfiðleikar hafa verið á akstri skólabarna til og frá skóla og íeröamenn veður- tepptir vestan Vatnsskarðs i 5 daga, en það er mjög óvenjulegt að sú leið sé lokuð svo lengi i senn. Útlendingi einum, sem hér átti leið um í vikunni, þótti ekki mikið til um hinn islenzka vetur, þvi að hann tjaldaði að tbishóli, skammt fyrir utan og ofan Viðimýri, og svaf þar af nóttina. Hann hafði ætlað áfram vestur i Húnavatns- sýslu með morgni, er leitarmenn fundu hann og fylgdu niður i Varðahlið. Veðrið hefur mjög raskað öllu félagslifi. Söngæfingar og ýmsir fundir hafa farizt fyrir og föstu- messa féll niður á Reykjum sl. miðvikudagskvöld. Þá hefur skólastjóri tónlistarskóla sýslúnnar eigi komizt hingað fram i Hérað svo að nokkuð sé nefnt. Leiksýningum Leikfélags Skagfirðinga á „Frú Alvis” hefur verið frestað, en búið var að sýna leikinn tvisvar i Varmahlið og á Hofsósi og Sauðárkróki við góðar undirtektir. Aðalhlutverk leika af sinni alkunnu snilld, þau Guðrún Oddsdóttir frá Flatatungu og Knútur ólafsson i Varmahlið, en leikstjóri er Ragnhildur Stein- grimsdóttir. Nýr bátur til Djúpavogs MÓ-Djúpavogi. Nú fyrir sl. helgi kom hingað til Djúpavogs 104 lesta eikarbátur sem hlutafélagið Vogur hefur keypt. Bátur þessi var smiðaður 1965 og var keyptur hingað frá Suöurnesjum. Hefur hann þegar farið sina fyrstu veiðiferð. Frá Djúpavogi eru nú gerðir út 5 bátar, 50-250 lestir að stærð. Tveir þeirra hafa verið á línu og hafa veitt mjög vel, eða yfir 600 lestir frá áramótum. A næstunni hefja þeir veiöar meö netum. Mikil atvinna hefur verið á Djúpavogi i vetur, heldur hefur þó borizt minna af loðnu en i fyrra, en loðnuþrær voru allar fullar um helgina og bræðsla i fullum gangi. Ný fréttabréf Krabbameins- félagsins ESE — Nýlega eru komin út fréttabréf Krabbameinsfélags Is- lands. 1 þeim kennir margra grasa og mikill fróðleikur um krabbameisrannsóknir og -varn- ir, auk margs annars fróöleiks. Meðal þess sem drepið er á i þessum fréttabréfum má nefna greinar um: krabbamein i brjósti, nýjungar i krabbameins- rannsóknum, orsakir maga- krabbameins, þvagfærasýkingar i börnum, þýðingu trefjaefna I mat, fæðuvenjur íslendinga og grein um samstarf Noröurlanda um krabbameinsrannsóknir. Fréttabréf þessi eru gefin út ársfjórðungslega. BIslálalalsIalaBIalalalalaíalalalglalgll oc ALFA-LAVAL drykkjarkerin nú fyrirliggjandi G]E]E]G]E}E]E]E]E]E]E]E]E]b;b]E]Q]Q]Q] HIM BO-veggsamstæður fyrir hljómflutningstæki Tilvaldar fermingargjafir Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 NACHI - KÚLULEGUR Höfum tekið við umboði fyrir Nachi-kúlu- legur frá Japan. Eigum nú ýmsar gerðir fyrirliggjandi á lager. Gerum einnig sérpantanir, sem af- greiddar eru með stuttum fyrirvara af lager i Rotterdam. Leitið upplýsinga i sima 8-56-56. jöTunn hp Höfðabakka 9, Reykjavík. Sími: 8-56-56 Auglýsing um grásleppuveiðar Með tilvisun til reglugerðár frá 23. febrúar um grá- sleppuveiðar vill ráðuneytið minna á, aö allar grá- sleppuveiðar eru óheimilar nema aö fengnu leyfi sjá- varútvegsráðuneytisins. Upphaf veiðitimabils er sem hér segir: Norðurland eystri hluti 10. mars Austurland 20. mars Norðurland vestur hluti l.april Vesturland 18. april Þar sem nokkra daga tekur að koma veiðileyfum til viötakenda, vill ráðuneytið hvetja veiðimenn til að sækja timanlega um veiðileyfi. Sjávarútvegsráðuneytið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.