Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 5. marz 1978 menn og málefni Krónutölupólítíkin Ólögleg verkföll Ólöglegu verkföllin, sem voru háð á miðvikudag og fimmtudag i siðastliðinni viku, munu engu breyta um stöðuna i launamálum. Þau standa i sömu sporum eftir sem áður. Þótt þeir leiðtogar launþegasamtakanna, sem geng- ust fyrir verkföllunum, beri sig karlmannlega og láti vel af þátttökunni, hafa þeir vafalitið orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þeir gerðu sér vonir um allsherj- arstöðvun, sem næði til landsins alls. Þetta brást alveg. Þátttaka opinberra starfsmanna varð telj- andi litil. Þátttaka félagsmanna i aðildarfélögum Alþýðusam- bandsins var mjög misjöfn. Alger var hún ekki, nema i þeim félög- um, þar sem forustumennirnir létu beita hreinum þvingunum, likt og i Dagsbrún og neyddu menn með hótunum til' að hætta vinnu. Hiklaust má draga af þessu þá ályktun, að fólk er mjög ófúst til þátttöku i ólöglegum verkföllum, þótt það sé fylgjandi samstöðu launafólks, þegar hún byggist á löglegum grundvelli. Það má þvi telja vist, að forustu- menn launþegasamtakanna muni hugsa sig vel um áður en þeir halda aftur út á þá braut að boða til ólöglegra verkfalla. 1 Hatnarfirði var unnið af fullum krafti viö uppskipun þá daga sem hvatt var til verkfalla. Timamynd GE Samnings- rétturinn Þeir leiðtogar launþegasam- takanna, sem beittu sér fyrir ólöglegu verkföllunum, hömpuðu mjög þeirri röksemd, að rikis- stjórnin hefði með efnahagslög- unum ekki aðeins gert sig seka um samningsrof, heldur einnig reynt að afnema samningsrétt- inn. Þessir menn vita þó manna bezt, að þetta er tilhæfulaust. Kjarasamningar þeir, sem voru gerðir milli Alþýðu- sambandsins og vinnuveitenda á s.l. ári gera ráð fyrir þvi, að rikis- valdið geti þurft að gripa til gengisfellingar eða verðbóta- skerðingar. Eitt ákvæði samning anna fjallar beinlinis um þetta. Samkvæmt þvi er vekalýðs- félögunum heimilt, ef stjórn- völd gripa til umræddra að- gerða, að segja samningunum upp með mánaðarfyrirvara. Að þeim tima liðnum geta þau hafið lögleg verkföll, ef þau telja það nauðsynlegt til að knýja fram kjarabætur. Ekkert i efnahagslög unum skerðir þennan rétt verka- lýðsfélaganna. Mörg þeirra hafa.lika notfært sér hann og sagt upp samningunum. Þau hafa svo fullan rétt til löglegra verkfalla, þegar uppsagnarfresturinn er út- runninn. Það er þvi algerlega ósatt, að ríkisstjórnin hafi með efnahagslögunum gert einhverja tilraun til að rjúfa samninga eða takmarka samningsréttinn og lögleg verkföll. Verkföllin, sem háð voru i siðustu viku, voru ólög- leg vegna þess, að umræddur uppsagnarfrestur var ekki út- runninn. Opinberir starfsmenn Um opinbera starfsmenn er svo það að segja, að sérstök lög gilda um þá. Þeir hafa lengi barizt fyrir samningsrétti, en þeirri ósk þeirra hefur verið hafnað af öll- um rikisstjórnum, sem Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið hafa tekið þátt i. Það var núver- andi rikisstjórn sem veit.ti þeim verkfallsrétt með vissum tak- mörkunum, sem samtök þeirra samþykktu fyrir sitt leyti. Sam- kvæmt þessu samkomulagi hafa þeir ekki rétt til að segja upp samningum á samningstimanum, en hins vegar er þeim tryggður réttur til að fá hliðstæðar kjara- bætur og aðrar launastéttir kunna að fá á samningstímabilinu. A sama hátt verða þeir lika að sætta sig við efnahagsráðstafanir, sem launastéttirnar innan Alþýðu- sambandsins sætta sig við. Þann- ig er þeim tryggt að þeir standi jafnfætis öðrum i launakjörum á samningstimanum. Af þvi, sem hér er rakið, er ljóst, að rikisstjórn eða Alþingi hafa ekki á neinn hátt brotið kjarasamningana með efnahags- lögunum, né reynt að skerða samningsréttinn eða verkfalls- réttinn. Villandi út- reikningar önnur röksemd þeirra leiðtoga launþegasamtakanna, sem stóðu að ólöglegu verkföllunum er sú, að efnahagslögin hafi mikla kjaraskerðingu i för með sér. Þvi til sönnunar hafa verið birtir út- reikningar, sem eiga að sýna kjaraskerðinguna svonefndu i krónutölu. Samkvæmt þessum út- reikningum á tap launþega að nema háum upphæðum i krónu- tölum. En tvennt er rangt við þessa útreikninga. I fyrsta lagi taka þeir ekki tillit til þess, að umrædd kaupskerðing leiðir til minnkandi verðbólgu og eykur kaupmáttinn á þann hátt, þótt krónutala launanna lækki. An þessarar kaupskerðingar hefði verðbólgan alltaf farið i 36% á ár- inu, en á ekki á fara i meira en 30% vegna kaupskerðingarinnar. Hér er byggt á útreikningum Þjóðhagsstofnunarinnar. t öðru lagi er svo það, að umrædd kaupákerðing styrkir afkomu at- vinnuveganna og kemur I veg fyrir atvinnuleysi. Ekkert er meira hagsmunamál launþega en að atvinnuleysi verði afstýrt. Þótt útreikningar þessir séu þannig villandi, eru þeir þó lær- dómsríkir á einn hátt. Þeir sýna glöggt ranglæti þess verðbóta- kerfis, sem launþegasamtökin halda I dauðahaldi. Samkvæmt þessum útreikningum tapar sá, sem hefur 106 þús. króna mán- aðarlaun 114 þús. krónum á ári vegna efnahagslaganna, en sá sem hefur 300 þús. króna mán- aðarlaun, 444 þúsund krónum. Af þessu er meira en augljóst fyrir hverja þeir forkólfar launþega- samtakanna eru að berjast. Krónutölu- pólitíkin Þeir leiðtogar launþegasam- takanna, sem beittu sér fyrir ólöglegu verkföllunum, segja það nú kröfu sina, að fá samningana afturi gildi, eða m.ö.o. þær hækk- anir i krónutölu, sem greint er frá hér að framan. Hér kemur það fram, eins og svo oft áður, að margir forvig- ismenn launþegasamtakanna miða kjarabaráttuna alltof mikið við krónur, án tillits til þess hvers virði þær eru. Þetta var ein orsök þess, að krónutala launanna jókst um 60-80% á siðasta ári, þótt kaupmatturinn ykist ekki nema um 6-8%. Þetta varð jafnframt ein orsök þess að verðbólgan sem var komin niður i 26% á miðju sið astl. ári, var komin upp i 50% um áramótin. Alíta menn það rétta stefnu að halda áfram á þessari braut? Er ekki kominn timi til að hugsa meira um kaupmáttinn og atvinnuöryggið en krónutöluna? Areiðanlega eru það orð i tima töluð, sem höfð eru eftir Hrafni Sæmundssyni prentara i Alþýðu- blaðinu 1. þ.m: „Það er sannfæring min að krónutölupólitik verkalýðshreyf- ingarinnar eigi ekki lengur við núverandi aðstæður, og beri eng- an árangur.” Stjórnar- andstaðan Þótt það væru nokkrir leiðtogar launþegasamtakanna, sem form- lega beittu sér fyrir ólöglegu verkföllunum, var augljóst, að upphaflegu ráðin voru ekki runn- in undan rifjum þeirra. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru hér fyrst og fremt að verki og hvöttu þá forustumenn launþegasam- takanna, sem þeir höfðu mest áhrif á, til að beita sér fyrir verk- föllunum. Einkum voru leiðtogar Alþýðubandalagsins kappsamir i þessum áróðri, en innan þess gæt- ir nú vaxandi áhrifa þeirra öfga- afla, sem vilja beita verkalýðs- hreyfingunni pólitiskt og stefndu þess vegna að þvi á siðasta þingi Alþýðusambandsins, að Alþýðu- bandalagið fengi meirihluta i stjórn þess. Þvi fer vafalaust fjarri, að þessi öfgaöfl séu af baki dottin, þótt ólöglegu verkföllin háfi tekizt miður en þau gerðu sér vonir um. Þess vegna má búast við i náinni framtið, að veruleg átök geti orð- ið innan launþegasamtakanna um næstu aðgerðir Hin öfgafyllri öfl munu vilja halda krónutölu- pólitikinni til streitu og heimta árlega 444 þús. árlega launa- hækkun hjá þeim, sem hafa 300 þús. kr. mánaðarlaun, þótt þeir, sem hafa 106 þús. mánaðarlaun, fái ekki nema 114 þúsund. Hinir hyggnari og hófsamari leiðtogar munu hins vegar vilja beina baráttunni inn á þær braut- ir að tryggja kaupmáttinn og hlut hinna láglaunuðu, jafnframt þvi, sem atvinnuöryggið er tryggt. Það er heilbrigð kjarabarátta. Hræsni Mikið má vera, ef mönnum blöskrar ekki sú hræsni leiðtoga stjórnarandstæðinga, þegar þeir eru að ræða um vísitöluákvæði kjarasamninga eins og helgidóm. Alþingi hefur margsinnis skert þessi ákvæði, þegar slikt hefur þótt nauðsynlegt af efnahagsá- stæðum. Alþýðuflokkurinn hefur undir forustu þeirra Gylfa Þ. Gislasonar og Benedikts Grön- dals margsinnis stutt slika lög- gjöf. Þeir Gylfi og Benedikt sam- þykktu meira að segja löggjöf á Alþingi 1960, þar sem bannað var að greiða visitölubætur á laun. Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson stóðu að frumvarpi, sem vinstri stjórnin flutti vorið 1974, þar sem lagt var til að fresta greiðslum á verðlagsbót- um og vissum grunnkaupshækk- unum, sem fóru yfir ákveðið mark. Bæði i þessi skipti og mörg önnur hafa leiðtogum Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins gleymzt friðhelgi visitöluákvæða kjarasamninga sem þeir tala fag- urlegast um nú. Hver tekur mark á slikum mönnum? Markmið efna- hagslaganna Efnahagslög rikisstjórnarinnar hafa ferns konar tilgang. 1 fyrsta lagi er það tilgangur þeirra að tryggja sama kaupmátt launa og var á siðasta ári og er einhver sá mesti, sem hér hefur verið á einu ári. 1 öðru lagi er það tilgangur þeirra að tryggja næga atvinnu og afstýra þannig böli atvinnu- leysis. 1 þriðja lagi er stefnt að bvi að draga úr verðbólguvexti og reyna að láta hann ekki fara yfir 30% á árinu, en að óbreyttum aðstæðum hefði hann farið yfir 36%, sam- kvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar. 1 f jórða lagi er stefnt að þvi að koma i veg fyrir halla á utanrikis- viðskiptum og stöðva skuldasöfn- un erlendis. Islenzk stjórnvöld eru ekki einu stjórnvöldin sem telja sig ekki geta gert betur en að tryggja sama kaupmátt og á siðasta ári. Þetta er nú t.d. markmið stjórn- valda i Noregi og Sviþjóð, og er þó efnahagsstaðan á margan hátt traustari þar. óneitanlega mætti það teljast góður árangur, ef hægt væri að ná þessum markmiðum við rikjandi aðstæður. Það er hagur allra, að það geti tekizt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.