Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 5. marz 1978 21 AUTO 78 Fyrsta alþjóðlega bíla- sýningin hérlendis ESE — Dagana 14—23-apríl n.k. verbur haldin fyrsta alþjóðlega bflasýningin hér á landi. Sýningin verðurhaldin á vegum Bílgreina- sambands Islands, i samráði við framleiðendurerlendis. Þetta er i fyrsta sinn sem alþjóðleg viður- kenning fæst fyrir sýningu af þessu tagi hérlendis og verður það til þess að framleiðendur munu vanda betur til sýningar- innar en ella, en sú hefur orðið raunin á fyrri bflasýningum, að þær hafa verið haldnar upp á ein- dæmi umboðanna sjálfra. Sýn- ingunni hefur verið valið heitið AUTO 78 og verður hún haldin i nýju sýningarhúsnæði, Sýningarhöllinni að Bildshöfða 20, auk þess sem sýningargripir verða einnig til húsa að Tangarhöfða 8—12. Þetta er einnig fyrsta sýning af þessu tagi, sem haldin er i heild innanhúss. Rúmt ætti að vera um sýningar- muni, svo og gesti, þvi að alls verður sýningarsvæðið um 9000 fermetrar. t sýningunni munu taka þátt öll bifreiðaumboð hér á landi, utan eins, sem ekki sá sér færa þátt- töku. Vegna hins alþjóðlega st-impils, sem á sýningunni er, munu erlendir gestir sækja hana og vist er, að framleiðendur munu kappkosta að hafa nýjustu bifreiðategundirnar til sýnis og þess má geta i þvi sambandi að bfll ársins i Evrópu i fyrra verður meðal sýningargripa. Flugleiðir munu gefa afslátt á ferðum og gistingu vegna sýn- ingarinnar og sérstakt bila- happdrætti verður á meðan sýn- ingu stendur. Einnig verður gefið út sérstakt uppsláttarrit vegna sýningarinnar og i þvi verður að finna allar helztu upplýsingar um þær bifreiðategundirsem til sýnis verða og bilgreinina sjálfa. A meðan sýningunni stendur verður sérsýning i gangi þar sem gefur að lita gömul ökutæki og saga bflsins á Islandi rakin. Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra mun opna sýning- una og verður hann jafnframt verndari hennar. AUTO 78 verður opin frá kl. 15—22 daglega og frá kl. 13—22 um helgar og á sumardaginn fyrsta. Forsvarsmenn Bilgreinasambandsins kynna AUTO 78, frá vinstri örn Guðmundsson, Sigfús Sigfússon, Ragnar Jónsson Tfmamynd: Gunnar Stærrí - Kraftmeirí - Betrí 1978 Undrabíllinn SUBARU 1600 er væntanlegur seinnipa rt mánaðarins. Allur endurbættur Breiðari, stærri' vél, rýmra milli sæta, minni snún- ingsradíus/ gjörbreytt mælaborð/ nýir litir o. fl. o. fl. Það er ekki hægt að lýsa Subaru þú verður að sjá hann og reyna Greiðsluskilmálar þeir hagstæðustu sem völ er á í dag og með ábyrgð upp í 20.000 km akstur INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Sýningarbílar á staönum Eyjólfur Ágústsson, bóndi, Hvammi, Landssveit, segir í viðtali um Subaru: ,,Ég fékk einn af fyrstu Subaru-bilunum og hefur hann reynst i alla staði vel og tel ég þá henta sérstaklega vel til allra starfa við bú- skapinn. Ég hef farið á honum inn um allar óbyggðir og yfirleitt allt, sem ég áður fór á jeppa. Subaru er góður i hálku, duglegur i vatni og sparneytinn — og nú er ég að fá mér 1978 árgerðina.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.