Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. marz 1978 n Um æskulýðs- og iþróttastarf í Bolungarvík: Mikill áhugi hjá unglingunum — segir Benedikt Kristjánsson fyrrum form. Ungmennafélags Bolungarvíkur Við höfum lagt mikla áherzlu á að auka almennt iþrótta- og æskulýðsstarf hér i Bolungar- vik, sagði Benedikt Kristjáns- son, fyrrverandi formaður Ung- mennafélags Bolungarvikur. T.d göngumst við fyrir skiða- kennslu, skákkennslu og fjöl- mörgu öðru, og er mikill áhugi hjá unglingunum að taka þátt i þessu starfi. Benedikt hefur verið formað- ur Umf. Bolungarvikur i' fjögur ár, en lét af þvi starfi fyrir nokkrum dögum, vegna þess að hann stendur nil i byggingu ibúðarhúss, eins og fjöldi ann- arra ungra manna, og taldi sig þvi ekki hafa nægjanlega mik- inn tima til að sinna þessum málum meðan byggingarfram- kvæmdirnar stæðu yfir. Okkar fjárfrekasta verk að undanförnu er þaö, að við réð- umst i að kaupa skiðalyftu og koma upp i fjallinu fyrir ofan bæinn á siðasta ári, en þá átti félagið 70 ára afmæli. Þessi framkvæmd kostaði um 10 millj. kr. Ungmennafélagið er með meginþorra allrar æskulýðs- starfsemi i bænum, að undan- skildu þvi starfi, sem fer fram innan veggja skólans. En i vax- andi bæjarfélagi er þó orðin fullkomin nauðsyn að ráða æskulýðsfulltrúa til starfa. Mjög væri athugandi að bæjar- félagiðstyrkti ungmennafélagið til að ráða fastan starfsmann. Mörg dæmi eru um að slik skip- an mála er miklu árangursrík- ari, en að bæjarfélagið ráði sér sjálft starfsmann. Ýmsar f járöflunarleiðir reyn- ir ungmennafélagið. Aður fyrr gekkst það fyrir dansleikjum, en nú er slík starfsemi .hætt að gefa ágóða, vegna þess að stór hluti af innkomnu fé fer i að greiða ýmiskonar skatta, hljómsveitir og annan kostnað. A siðasta ári veitti bærinn félag- inu 400 þúsund kr. rekstrar- styrk, og vonumst við til að sá styrkur hadcki verulega á þessu ári. Hér er mikill áhugi á knatt- spyrnu og skíðaiþróttinni. Þá er mikið teflt, og við erum að reyna að auka áhuga a frjálsum iþróttum, en þátttaka i þeim hefur legið niðri um skeið. Við erum búnir að endurnýja tækja- kost félagsins til frjálsiþrótta- iðkunar, en nú vantar okkur þjálfara. Hér hefur veriö geröur handboltavöllur, og æfingar i handbolta kvenna munu hefjast með vorinu. Það má þvi segja, að hér sé mjög vaxandi iþróttastarf, og við stefnum að þvi að auka þátt töku okkar i mótum utan okkar bæjarfélags. T.d. vinnum við markvisst að þvi að senda lið á landsmót UMFl á Selfossi, en við höfum ekki átt þátttakendur á landsmóti um langt skeið, sagði Benedikt að lokum. MÓ. ... Jt-p:*' r < ••• M* Benedikt Kristjánsson Sundlaugarbyggingin á Bolungarvik var tekin í notkun áriö 1976. A fjárlögum þessa árs millj. kr. til byrjunarframkvæmda við byggingu íþróttahúss, sem á aö risa áfast bygginguna. — Timamyndir MÓ er variö þremur viö sundiaugar- Vélsmiðjan Mjölnir hf. 1 Bolungarvik flytur í nýtt húsnæði: Annast margs konar viðgerðir og nýsmíði — er sérhæfð í hvers konar háþrýstibúnaði Nú er að ljúka byggingu á 320 fermetra húsi hjá vélsmiðjunni Mjölni hf. i Bolungarvik. Að hluta verður þetta hús á tveim- ur hæðum og verða skrifstofur og lagerpláss á efri hæðinni. í húsinu verður vinnuaðstaða fyr- ir 10-12 menn og mun starfsemi vélsmiðjunnar geta aukizt veru- lega eftir að flutt verður f þessa byggingu. Það eru bræðurnir Finnbogi og Sveinn Bernódussynir sem reka vélsmiðjuna, en hún var stofnuð I mai 1975. Aður höfðu þeir bræður báðir unnið að smiði og viðgerðum i Bolungar- vik. Aðaluppistaða i verkefnum vélsmiðjunnar eru margs konar viðgerðir og nýsmiði fyrir báta- flotann. Sérstaklega hafa þeir bræöur sérhæft sig i öllu, sem viðkemur háþrýstibúnaði og mörg eru þau gömlu spilin, sem þeir hafa gert vökvadrifin. Einnig má geta þess, að Finn- bogi fann upp afsláttarbúnað á spilin, en áður var viss hætta á að rækjubátunum hvolfdi, ef átakið varð of mikið, t.d. við festu i botni. Af öðru þvi, sem þeir bræður vinna að,má nefna margs konar rennismiði og einnig annast þeir þungavinnuvélaviðgerðir. Hug- mynd þeirra er að fara út i ein- hverja framleiðslu i framtiðinni sérstaklega i sambandi við há- þrýstibúnaðinn. T.d. hafa þeir hugleitt að framleiða spil i minni báta. MÓ. Finnbogi Bernódusson fyrir framan nýja húsiö Tlmamynd Mó. Léttan iðnað þarf að byggja upp hér — segir Sveinn Bernódusson vélsmiður á Bolungarvik Gifurleg uppbygging og mikl- ar breytingar hafa átt sér stað hér i Bolungarvik siðustu árin, sagði Sveinn Bernódusson, vél- smiður á Bolungarvik, I samtali við Timann. Hér er atvinnuleysi alveg óþekkt, en hins vegar tel ég að hér vanti einhvern léttan iðnað.Hér byggist allt á sjósókn og fiskvinnslu, en það er ekki við allra hæfi að stunda þau störf. Helzt hafa menn augastað á að köma hér upp frekari iðnaði úr sjávarafla, t.d. niðursuðu, og hef ég vonir um að þetta sé ekki lengur fjarlægur draumur held- ur verði farið að vinna að þessu máli innan tiðar. Félagsleg þjónusta við Bol- vikinga ernokkuð viðunandi. Þó er mjög aðkallandi að gera hér meir fyrir börn og unglinga. T.d. er hér ekkert æskulýðs- heimili og ekkert iþróttahús. Mikil bót var að framtaki ung- mennafélagsins á siðasta ári, en þá kom félagið upp skiðalyftu fyrir ofan bæinn. Börn geta lokið grunnskóla- námi hér i Bolungarvik. Annað nám veröa þau að sækja burt. Mikið er um að börn fari til tsa- fjarðar i iönskóla og er þeim þá ekið á milli. Við hér i Bolungarvik erum tiltölulega sáttvið að Isafjörður sé aðalskólabærinn hér um slóð- ir, en hins vegar viljum viðfá eitthvað annað i staðinn. Það er óeðlilegt að tsafirði sé gert auö- velt að stækka á kostnað okkar. T.d. erum við sérlega óánægð með að skip Skipaútgerðar rikisins skuli vera hætt að koma hér við, en sigli meö allar vörur til tsafjarðar. Við teljum eðlilegra, að öllum vörum sé skipað hér upp enda held ég að fullyrða megi að meira vöru- magn sé sent með skipunum til Bolungarvikur en til tsafjarðar. Það myndi lika spara skipunum verulega siglingu, ef öllum vörunum væri skipað hér á landog siðan væri vörum til tsa- fjarðar ekið á bilum þangað, i stað þess að aka vörum hingaö frá tsafirði. Mó. Sveinn Bernódusson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.