Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 29

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 29
Sunnudagur 5. marz 1978 29 hljómsveitinni breytzt á einhvern hátt gagnvart pólitiskum lögum og mótmælasöngvum? BM: Nei, það er ekki hægt að segja það, en sú staðreynd verður ekki umflúin, að ungt fólk vill ekki heyra eins mikið um pólitik og áður, það vill heyra um Rasta- fari og annað sem getur hjálpað heiminum. Astarsöngvar eru nauðsynlegir, en þó ekki eins og þeir sem kerfið vill heyra. Kerfið vill heyra ástarsöngva eins og Frank gamli Sinatra söng.Kerfið vill ekki heyra söngva sem mót- mæláandi er i og gætu valdið smá vandræðum. SP: Þú myndir þá ekki gefa út plötu þar sem aðeins ástarsöngva er að finna? BM: Nei, alls ekki. Einn til þrir ástarsöngvar á plötu er nóg fyrir þá sem þurfa að fá að vita um Rasta. Þeir kaupa plötuna og komast sjálfkrafa i snertingu við Rasta. Einnig er ekki gott að einhæfa plötur um of, þvi að sá boðskapur, sem á plötunum er, kemst til skila, án þess að það sé gert. Við erum t.d. mjög ánægðir ef Kinverjar og Arabar kaupa plötuna. Við erum ekki gefnir fyrir að draga fólk i dilka, af þeirri einföldu ástæðu, að allir menn eru Rastatrúar, þó að þeir geri sér e.t.v. ekki grein fyrir þvi. Það er bara spurning um hve vel menntað fólk er. Menntunin mun kenna fólki að viðurkenna Rasta. SP: Getur þú hugsað þér þig vera að syngja opinberlega eftir t.d. 20 ár á sama vettvangi og nú. BM: Ég sé sjálfan mig i anda búsettan i Afriku eftir u.þ.b. átta ár. Þar mun ég búa með minu fólki i sátt og samlyndi við alla menn. SP: Hvað finnst þér um hina nýju stefnu i tónlistarmálum, þ.e. hið svo kallaða Ræflarokk? BM: Sjáðu nú til. Ræflar elska Reggae tónlist. Þeir eru á móti Babylonkerfi heimsmálanna. Margir hafa látið þung orð falla i þeirra garð, og fyrst i stað hélt ég að þeir væru slæmir, en seinna komst ég að þvi að það er rangt. Ég tel að Ræflarnir hafi 900% rétt fyrir sér. Þeir eru að sjálfsögðu ekki Rasta, en ef þeir væru svart- ir á litinn þá væru þeir það, það er enginn efi á þvi. Hvað tónlist þeirra snertir, þá hef ég lúmskt gaman af „God save the Queen” með Sex Pistols. Ég vil ekki ýta undir ákveðna tegund heimsku, en þegar þeir segja drottninguna og stjórn hennar einræðissinnaða, þá er ég þvi sammála. SP: Þvi hefur verið fleygt að Rasta væri á móti jafnréttisbar- áttu kvenna. Hver er þin afstaða til hennar? BM: Sko sjáðu nú til. Það eina sem við þurfum að vita, er það að karlmaður er karlmaður og kona er kona. Djöfullinn hefur reynt á undanförnum árum að stuðla að kynþáttamisrétti og deilum á milli svartra og hvitra. Nú ætlar hann sér að etja saman karl- manni og kvenmanni. Mér er ómögulegt að skilja að konur séu jafnar körlum. Ekki get ég t.d. fætt börn og á meðan ég man, þá var t.d. móðir min kona. Við verðum alltaf að bera tilhlýðilega virðingu fyrir konum, þó að i hófi sé. SP: Getur þú imyndað þér guð sem konu? t BM: Nei, alls ekki. Það er fra- leitt að ætla að svo sé. Það er á móti öllum náttúrulögmálum. (Gaman væri að vita álit unnustu Marleys á þessum málum, sem var, er sfðast fréttist, Cindy Breakspeare, fyrrverandi ungfrú alheimur, en hún sótti Island heim ekki alls fyrir löngu). Eins og sjá má á þessum við- ræðum, þá er Bob Marley allt annað en málefnalegur og ekki auðveldur viðræðu. En hvað um það, nú biða menn bara i ofvæni eftir nýjasta framlagi hans á tón- listarsviðinu. Ekki er að efa að þar er enn eitt meistarastykkið á ferðinni og full ástæða er til aö benda mönnum á að hafa eyrun og augun opin á fulla gátt, þvi að senn verður hún á me&al vor, hljómplata KAYA með Bob Marley & The Wailers, snilling- unum frá Jamaica. —ESE Mosfellshreppur — Forstöðustarf við leikskólann að Hlaðhömrum er laust til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 18. marz. Umsóknum skal skilað til undirritaðs sem gefur nánari upplýsingar. Sveitarstjóri. Mosfellshreppur — Lóðaúthlutun Mosfellshreppur auglýsir hér með eftir umsóknum um einbýlishúsalóðir í Tanga- hverfi. Umsóknum sé skilað fyrir 18. marz 1978. Eyðublöð fást á skrifstofu hreppsins, Hlé- garði. Áætlað er að svæðið verði byggingarhæft siðari hluta sumars. Sveitarstjóri. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Sporfvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 ■ Sími 1-17-83 léttir medfærilegir viðhaldslitlir fyrir stein- steypu. Avallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta. m Þ. ÞQRGRÍMSSON & CO Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640 sagarbloð steypusagir öa | þjoppur it bindivirsnillur BEZTU KAUP ÁRSINS nú er hver Eigum fyrirliggjandi nokkra biia af SÍÐASTUR! gerðinni 160 Hardtop SSS árgerð 1977 á sérstakiega góðu verði Bíllinn er einn af topp-bílum verksmiðjanna og hafa verið eftirsóttir í Rally-keppnir — enda unnið í mörgum slíkum — undir skráningunni DATSUN BL 710 — Áætlað verð kr. 2.775.000 með ryðvörn, beltum og fleiru. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 8-45-10 & 8-45-1 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.