Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 5. marz 1978 / HEIMSÓKN HJÁ VALDSMANN/ EÞÍÓPÍU Franski blaðamaðurinn Alain Denvers var svo heppinn fyrir stuttu að vera allra náðarsamleg- ast gestur Mengistu Hailé Mariam yfirmanns i Eþiopiu. Mengistu hefur mikið verið i fréttunum undanfarið þvi að hann ætlar sér ótrauður með hjálp Sovétmanna og Kúbu að ná aftur yfirráðum ó Ogaden eyðimörk- inni sem Sómalir hafa nú yfir að ráða. Mengistu er i fjarlægð ógn- vekjandi persóna. Hann myrti fyrrv. keisara i E.iópiu, fjöl- skyldu hans og æðstu yfirmenn. Einnig féll fyrir vopnum hans á miðjum ■ ráðherrafundi and- stæðingur hans mikill Atnafu “* Abate. Likunum var aldrei skilað til ættingja og segir sagan að Mengistu hafi haft það eins og þeir i Chicago-menn i gamla daga sem múrðu fórnardýr sin inni. Bústaður Mengistu er keisara- höllin og er hún likust sæta- brauðshúsi, súlur hvitar og þak skærbleikt. Njótið lifsins Alain vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann fékk boð um að koma til hallarinnar. Hann hafði fengið vegabréfsáritun með stuðningi tveggja manna i upp- lýsingaþjónustunni i Addis Abeba, en hann átti nú kannski ekki von á að hitta sjálfan Mengistu. Það er ekki að spyrja að þvi, hjálparkokkar Alains voru drepnir áður en hann gæti haft verulegt gagn af þeim, — en þá gerðist kraftaverkið. Orlög öskubusku og Alains fóru saman um tima. Alain segir svo frá: ,,Ég veit ekki nákvæm- lega, hvernig þetta gerðist. Menn komu að máli við mig, buðu mér bil og bilstjóra og óku mér að Hilton hótelinu. Farartækið var Pontiac af risastærð, — það hefði farið ágætlega um þrjá flygla þar inni, og bilstjórinn var engin smásmiði heldur. Mér var auðvitað dembt á sundlaugar- Sunnudagur 5. marz 1978 13 bakka hótelsins og þar sat ég góða stund með svalandi drykk og rör. — Njótið lifsins, borðið, dans- ið, sögðu fylgdarmenn minir við mig. Siðan hvisluðu þeir: „Eftir nokkra daga færðu að sjá mjög merkilegan mann”. Paradisar- sælan stóð i tvo daga. Siðdegis þriðja daginn ávarpaði bilstjór- inn mig virðulega eins og hans var vani og sagðist hér með til- tcynna „herranum” að billinn biði hans og förinni væri nú heitið að keisarahöllinni. Alain segir svo frá, að hliðið að hallargarðinum hafi smám saman opnazt, eftir þvi sem ekið var nær, og i móttökunni voru um 50 vopnaðir menn. Á grasinu biðu skriðdrekar. Við hallardyrnar stóðu tveir hermenn og ljón nokk- ur i búrum við hlið þeirra. Virtust þau gömul og tannlaus. I fylgd Alains var sjónvarpstökumaður frá franska sjónvarpinu,og var þessara tveggja manna vandlega fylgt eftir af hópi varða. Mengistu eins og skólastrákur Gengið var inn i stóran sal, þar sem stlll Loðviks XVI var greini- lega hafður i heiðri. 1 litlum sófa sat hógvær maður, lágvaxinn, l,66m á hæð og mjósleginn. Hann hreyfði sig með hægð rétti fram höndina til þess að heilsa, en sleppti henni um leið aftur. Rödd- in var lág og bliðleg: Fyrirgefðu að ég lét þig biða. Hvernig lizt þér á Eþiópiu? Fallegt land og þar verður eilíf hátið, þegar upp- reisnarseggirnir, heimsvalda- sinnarnir og afturhaldsmennirnir i Eritreu (landsvæði nyrzt i ■fíþiopiu) hafa verið sigraðir ásamt með sómölsku svikurun- um...” Sjónvarpsupptakan hófst, en mér til undrunar stamaði þessi „mikli og ógnvekjandi” maður. Augu hans hvildu stöðugt á ein- hverju blaði sem hann komst varla fram úr. Hvað eftir annað varð að stoppa og byrja sjón- \arps-og hljóðupptökuupp á nýtt Eg spurði: Foringi, ætlið þér að virða sjálfstæði Djibouti? Hann svaraði: „Já, við munum virða þa-ð... Svo framarlega sem Sómalir reyna ekki að troða sér þar inn... Mengistu sagði þessi orð svo hikandi,að jafnvel mönnum hans stóð ekki á sama. Þeir ætluðu sér greinilega að gripa i taumana. Mengistu tókst ekki að halda setningu sinni áfram og liktist nú mest skólastrák, sem trassað hef- ur heimalærdóminn. Allt i einu sagði djúp rödd: „Timi sá, sem foringinn ætlaði sér fyrir þetta viðtal, er löngu liðinn. Þvi miður þýðir ekkert að bera fram fleiri spurningar.” Mengistu kveður með þeim orðum, að blaðamenn- irnir séu velkomnir aftur, þegar þeir vilji. —Við vorum ekki fyrr komnir upp á hótel, segir Alain, en túlkar frá Mengistu birtast með segul- bandstæki.Á spólunni reyndist við- tal það, sem Mengistu hafði upp- haflega ætlað að veita okkur. Þvi miður talað- ræðumaður á amfarisku, — einu af hinum fjöl- mörgu tungumálum i Eþiopiu, og túlkarnir voru nú ekki vissari en það, að þeir tóku sér 6 klukkutima i að þýða þessar 15 minútur for- ingjans. Engu mátti skeika og þeir grátbáðu okkur um, að birta viðtalið orðrétt, — annars gætu þau misst höfuðið... Andstæðingarnir styðjast við Kinverja í Addis-Abeba reynir fólk að lifa lifinu á sem eðlilegastan hátt, en það er erfitt. Gangi maður inn i opinbera stofnun, segjum t.d. pósthúsið, er leitað á manni um- svifalaust. Á götum úir og grúir af varðmönnum með sprengjur og skotvopn. Vegfarendur láta sem þeir sjái þá ekki. En mesta hræðslan liggur þó i þvi að sjá allt i einu birtast hvitan Peugeot 504, sem daglega skiptir um einkennisstafi. Sú bifreið ekur hægt i gegnum borgina, stað- næmist við og við og útúr henni stökkva byssuklæddir „bófar” og skjóta vegfarendur. Enginn þyk- ist neitt sjá. Þakka bara sinum sæla fyrir að hafa sloppið i það skiptið. Likin liggja þangað til götusópararnir hirða þau. Þannig drepa menn Mengistus upp undir 100 borgara á dag. Fulltrúi stjórnarinnar útskýrir þetta á þann hátt, að Mengistu hálfleiðist Eþiopia nema ef vera skyldi Addis Abeba... Og i Addis leiðist honum flest nema ef vera skyldi keisarahöllin..,,Allt annað i Eþiópiu samanstendur af hálf- leiðinlegum fjöllum.. En uppreisnir verður að berja niður á öllum þessum stöðum.” öruggar heimildir herma, að Mengistu sé alls ekki svo öruggur i sessi, þegar tekið sé tillit til þess að uppreisnarfylking aðal andstæðings hans, Legessé Asfav að nafni, telji nú 25 þúsund manns. Sagt er ennfremur, að Legessé njóti stuðnings kin- verskra stjórnvalda sem óspör séu á „sérlega sendimenn sina cg ráðgjafa” Legessé til handa, Sovétmönnum og öðrum stuðningsmönnum Mengistus til mikillar hrellingar. FI þýddi. Addis Abeba. Hviti Peugeotinn hefur farið hjá. Götusóp- ararnir munu hirða líkin, þegar þeim býður svo við að horfa. J [aBlaíalaEatalalalatalalalalalalíatátsIatatalsIalslalÉiIatalaS polyvlies ODYR GÓLFDÚKUR Verð pr. ferm.: 1507, 1650, 1872 og 2248 SAMBANDIÐ BYGGINGAVOR SUDURLANDSBRAUT 32- EINNIGINNAKSTUR FRAARMULA29 EálaEalalalaíalalalalaíalatalalatatalaEátalaíaEatalalalaEalala Auglýsið í TÍMANUM VERÐ FRA KR. 930.000 HEYHLEÐSLUVAGNAR EL 41 EL 70 EL 81 A VETRARVERÐUM Notið þetta einstæða tækifæri og geríð pantanir timan/ega SIMI 81500-ÁRMÚLAH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.