Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 32

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 32
8-300 Auglýsingadeild Tímans. Ökukennsla Greiðsluk jör Gunnar Jónasson Sími 40-694 Sýrö eik er sígild eign 11 411 TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Byggðaþróunaráætlun fyrir gera utan þess tima. Skilyrði fyrir uppbyggingu i hreppnum eru arðbæryútgerð og fiskvinnsla. Lagt er til að fisk- verkunarhúsið á Bakkafirði verði endurbætt að töluverðu leyti og áætlað að kostnaður vegna þeirra framkvæmda nemi 10 — 13 millj. Talið er að léleg hafnarað- staða hafi staðið útgerð frá Bakkafirði verulega fyrir þrif- um, og verði að bæta úr þvi. Kostnaður við hafnarfram- kvæmdir yrði það mikill að tæp- lega verður i þær ráðizt á næstu árum. Lagt er til að kannaðir verði möguleikar á að koma upp föstum krana Sem gæti dregið bátana á land og leyst með þvi til bráðabirgða það vandræðaá- stand er nú er. Skortur á ibúðarhúsnæði virð- ist standa i vegi fyrir flutningi fólks til Bakkafjarðar. Eru þar nú 15 ibúðir og meðalaldur þeirra 38 ár. Aætlað er að á næstu 5 árum verði byggingar- þörfin um 10 íbúðir, bæði til uppbyggingar og endurnýjunar. Bersýnilega tekur langan tima að gera vegakerfi hrepps- ins nothæft, hvað þá gott. Er þvi lögð þung áherzla á úrbætur á verstu vegaköflunum. For- gangsframkvæmdir eru taldar kosta 90 — 108 millj. Um 2,5 km frá þorpinu er 600 m löng flugbraut. Hefur flug- vallarnefnd mælt með 20 millj. kr. framkvæmd við völlinn og miða þær að þvi að fullnægja settum lágmarkskröfum um öryggi og aðbúnað. Áætlað er að heildarkostnaður framkvæmda á sviði landbún- aðar i Skeggjastaðahreppi verði varlalægri en 95 — 105 millj. kr. Rikisframlög samkvæmt jarð- ræktarlögum og hefðbundin lán úr Stofnlánadeild og Lifeyris- sjóði bænda munu standa undir helmingi þess kostnaðar. En gildi landbúnaðar fyrir alhliða uppbyggingu i hreppnum verð- ur ekki dregið i efa ög vega þar félagslegir þættir þyngst. Skeggj astaðahr epp Byggðaþróunaráætlun fyrir Skeggjastaðahrepp, N-Múl. var samþykkt af stjórn Fram- kvæmdastofnunar rikisins i sept. 1977 og lögum samkvæmt send rikisstjórninni, sem gerir Alþingi grein fyrir henni. Er áætluninni ætlað að vera stefnu- mótandi um þær framkvæmdir, sem telja verður forsendu áframhaldandi byggðar i hreppnum. Framkvæmdastofn- unin mun fyrir sitt leyti stuðia að framkvæmd áætlunarinnar og væntir þess að aðrir aðilar leggi lið sitt til að sporna við eyðingu byggðar i Skeggja- staðahreppi. Flestir hafa ibúar hreppsins orðið 309 áriö 1929, en hefur sið- an fækkað jafnt og þétt , voru orðnir 119 1. des. 1977. Aldurs- skipting er frabrugðin þvi er gerist annars staðar. Undir fjórtán ára aldri er um þriðj- ungur færri og yfir 60 ár nær þriðjungur fleiri en meðaltal á landinu i heild. Af ibúum hreppsins búa 52 á Bakkafirði en hinir á þeim 11 býlum, er i byggð eru. Eru það aðallega fjárbú og miklu minni en meðal- bú á landinu. Ibúar á Bakkafirði starfa nær eingöngu að fiskveiðum og verkun aflans, en það eru grá- sleppuhrogn og þorskur i salt. Veiðarnar eru stundaöar á 12 — 14 trillum og aðeins u.þ.b. hálft árið, marz —sept., en litið erað Ilafnaraðstaða á Bakkafirði er mjög léleg. Sé eitthvað að veðri veröur að taka bátana iland með krana. -__________________________________________________________________________________________________________ FÖTLUÐ BÖRN NJÓTA ÓMETANLEGRAR AÐSTOÐAR ÍSLENZKA HESTSINS Viðs vegar um heim eiga fötluð börn ógleymanlegar stundir i reiðtúr á islenzkum hesti, auk þess sem það þjálfar vöðvana. Þessi þjálfunaraðferð á sér langa sögu, og ISviss hefur það itiðkazt i um 100 ár að fatlað fólk fari á hestbak sér til þjálfunar. Það hef- ur komið i ljós að fáar tegundir hrossa eru betur til þessarar þjálfunar fallnar en islenzki hest- urinn. Islenzkir hestar eru skap- góðir og þolgóðir, þeir eru lág- vaxnir, en geta samt borið mikinn þunga, þannig að sá fatlaði og þjálfarinn geta auðveldlega tvi- mennt. Það er ekki siður mikil- vægt að islenzki hesturinn töltir á sama ganghraða og maðurinn, þjálfarinn getur þvi gengið með- fram hestinum og aðstoðað þann faltaða. Þeir sem stigið hafa á hestbak, kannast vel við þá frelsistilfinn- ingu sem þvi fylgir, hvað þá fyrir þann fatlaða, sem er meira og minna bundinn við hjólastól. Nú eru starfandi i Sviss margar hjúkrunarstöðvar, þar sem is- lenzkir hestar eru notaðir til þjálfunarfötluðum börnum og ein slik tóktilstarfai NewYork rikiá siðastliðnu ári. Þá hjúkrunarstöð reka hjónin Jozee og Geni Laemmlin og fengu þau tamn- ingamann frá tslandi, Sigurð Ragnarsson, til að venja islenzku hestana 10 sérstaklega við þessa þjálfun. Hér erum við ekki eingöngu að kenna börnunum að sitja hest, við gefum þeim jafnframt tækifæri til að njóta lifsins, segir Sigurður i viðtali, og bætir þvi við, að þau geti teygt úr fótunum og þeim finnist sem þau gangi. Hesturinn gefur þeim bæði likamlegan og andlegan styrk. 1 hjúkrunarstöð Laemmlin hjónanna eru 20 nemendur, öll likamlega fötluð, og einn þeirra er 11 ára sonur hjónanna, Christopher. Þau hjónin kalla þjálfunina einu nafni „nýir reiðmenn vik- ingahestanna.” Fyrirmyndina að þjálfunaraðferðinni sækja þau til Sviss . A ferðalagi þar fyrir nokkrum árum hittu þau Dr. Jung Baumann, sem rekur slika hjúkr- unarstöð i Basel. Fyrsta regla þjálfunaraðferðarinnar er ein- föld: likamleg hreyfing styrkir og þjálfar. Æfingin er góð fyrir þá vöðva sem sjaldan eru notaðir. Á hest- baki teygist á hnýttum vöðvum og samræming vöðvanna eykst, en athyglisverðasti þátturinn er að þetta er æfing sem börnin hlakka til, og þau eru aldrei ánægðari en á hestbaki. Þau stofna til kynna við aðra lifandi veru, sem er mjúk og hlý. Þau geta i fyrsta skipti á ævinni stjórnað lifandi skepnu. Þau geta litið ofan úr hnakknum á aðra mannverur og fundizt þau bókstaflega „hátt uppi”. 1 stað venjulegs hnakks er not- aður fjaðrahnakkur og sauðar- gæra, og i öllum kennslustundum er nemandinn undir handleiðslu þroskaþjálfara. Þjálfarinn Larry Sokolowski segir i viðtali, að þó að mörg börn séu i fyrstu hrædd við hestinn, hænist þau fljótt að þessum vinalegu dýrum, og brátt tekst trygg vinátt með barninu og hestinum. Christopher, sonur Laemmlin-hjónanna, á eitt uppá- halds hross, sem hann nefnir Whiskey, og er hann einn af þremur islenzkum hestum, sem fóruyfirþver Bandarikin frá New York-riki til Kaliforniu haustið 1976. Whiskey stóð sig mjög vel, ogfyrir bragðið er hann eins kon- ar hetja i augum Christophers. — Þegar ég er á baki Whiskey, finnst mér eins og hann sé hluti af mér, eins og að hann komi i stað fótleggjanna minna. Ég finn mænuna i mér hreyfast, og það er góð tilfinning. Þegar ég er á baki Whiskey finn ég til máttar og frelsis. (Þýttogendursagt GV) Christopher Laemmlin, 11 ára.'á baki islenzka hestinum sinum, sjúkraliðinn Bobby Lapine aðstoðar hann og þjálfarinn Larry Soko- lowski teymir hestinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.