Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 5. marz 1978 Marley — æðsti prestur Reggae tónlistarinnar Fullt nafn: Robert Nesta Marley Atvinna: Söngvari og hljómlistarmaður Fæðingardagur: 6. apríl 1945 Fæðingarstaður: Rhoden Hall, St. Ann, Jamaica Þjóðerni: Jamaicabúi Nafn móður: Cedella (Booker) Marley Þjóðerni Jamaicabúi Nafn föður Norvan Marley Þjóðerni: Brezkur Hver er Bob Marley? Hvað þá spurningu snertir verður leitazt við að svara hér á eftir, þó að i stuttu máli sé. Eins og að framan greinir, er Bob Marley fæddur á Jamaica árið 1945. Hann er sonur brezks Bob Marley — Það er á móti náttúrulögmálum að guö sé kona sjómanns frá Liverpool, Norvan Marleys, og Cedellu konu hans, en hún er innfæddur Jamaicabúi. Marley er alinn upp i fátækra- hverfum á Jamaica, þar sem Reggae tónlistin á sér flesta for- svarsmenn. Marley mun ungur hafa farið að leika á hljóðfæri og þá að sjálfsögðu Reggae, að þjóð- legum sið. Annað það sem hefur haft mót- andi áhrif á Marley og hefur ávallt verið i öndvegi i hans tón- listarflutningi, er trúin á Rasta, eða guðinn Jah. Hann hefur um langt árabil verið eindreginn fylgismaður þessara trúar- bragða, en þau eru upprunnin á Jamaica. t dag er svo komið að margir lita á Marley sem æðsta- prest Rasta trúarinnar og það ekki að ástæðulausu. Marley hefur alla tið leitazt við að rétta hlut hinna fátæku ibúa Jamaica og i þvi sambandi hefur hann beitt trúnni af miklum móð. Hann telur að eina leiðin sem fær sé til þess að rétta hlut ibúanna og losa þá undan margra áratuga óstjórn stjórnvalda i Kingston og brezkra ráðamanna, sé að finna i Rasta trúarbrögðunum. Nú á seinni ár- um hefur Marley reyndar gert Rasta að alheimstrúboði, og i þvi sambandi hefur hann beitt hljóm plötum sinum óspart og má segja að þær séu nokkurs konar postul- ar trúarinnar. Svo vikið sé að boðskap Rasta, þá er hann ekki alltaf ljós og ekki öllum skiljan- legur, þó að Marley segi að i hjarta sinu séu allir menn Rasta trúar. Þessi trúarbrögð hafa á seinni árum verið gagnrýnd mjög fyrir þær sakir að fylgismenn trúarinnar hafa óspart notað alls kyns ofskynjunarlyf og vimu- gjafa i þeim tilgangi að komast i nánari snertingu við guðdóminn. Þær sögur hafa farið af Marley að hann hafi á timabili reykt allt að hálfu kilói af marihuana á dag, og ef þessi neyzla fikniefna á sér ein- hverja stoð i trúnni, þá er ekki að efa að Marley hefur verið i manna beztu sambandi Rasta. Eitt er það i trúarbrögðum Rasta sem að mönnum á Vesturlöndum hefur alltaf þótt hálf hjákátlegt, en það er það að fvlgismenn trú- arinnar lita á Haile heitinn Selassie Eþiópiukeisara sem um- boðsmannguðdómsins hér á jörð, likt og kaþólskir litu á páfann i sama skilningi, hér fyrr á öldum. Ef rætt er við Marley um þessi at- riði og þau dregin i efa, gerist hann mjög ómálefnalegur og ein- stefnukenndur og ræðir ekki mál- in á öðrum grundvelli, en honum hentar. Ef á annað borð málin eru rædd á þeim grundvelli, þá er eins gott að kasta vestrænni hug- myndafræði fyrir borð. En hvað sem allri hugmynda- fræði liður, þá er það vist að Bob Marley er frábær tónlistarmaður, og hefur hann oft verið nefndur fyrsta „súperstjarna” þriðja heimsins. Annars bera plötur hans þvi bezt vitni hversu frábær hann er, en fra upphafi hafa þess- ar plötur komið út með Bob Marley & The Wailers: 1. Catch a fire 2. Burnin 3. Natty Dread 4. BM&W Live 5. Rasta- man Vibration 6. Exodus. Bob Marley varð fyrst þekktur hér á landi fyrir lagið ,,I shot the sheriff” i búningi og flutningi Eric Clapton. Siðar fluttu Boney M. lag hans „No woman, no cry”, en það lag hlaut ekki siðri viðtök- ur en það fyrra. Eftir að menn fóru að kynna sér þessi lög og fleiri lög Marleys i hinum upp- Bob Marley með myndir af Haile Selassie. runalega búningi sinum, komu yfirburðir Marleys vel i ljós. Er Bob Marley náði almennri lýð- hylli, lét George Harrison merki- leg ummæli falla. Hann sagði að hann vissi enga leið betri til þess að verja timanum, en að sitja heila nótt á hljómleikum hjá Bob Marley & The Wailers, svo frá- bærir væru þeir. Nú i þessum mánuði er nýjasta plata þeirra félaga væntanleg á markaðinn og hefur henni verið valið nafnið ,,KAYA”. Af þvi til- efni fer hér á eftir stutt brot úr viðtali, sem blaðamaður Melody Maker átti við Bob Marley fyrir skömmu. 1 þvi koma fram upp- lýsingar um nýju plötuna, viðhorf Marleys tií trúmála og kvenrétt- indabaráttunnar. SP: Nú kemur hin nýja plata ykkar á markaðinn innan skamms. Mun hún fela i sér ein- hverjar breytingar frá Exodus? BM: Já, hún hljómar óneitan- lega dálitið öðru visi, án þess þó að vera mjög frábrugðin, en það má að vissu leyti rekja til þess að sömu hljóðfæraleikarar eru að verki i meginatriðum á báðum plötum. SP: Verða mörg ástarljóð á þessari plötu? BM: Já, þau verða þrjú. Ástin er jú inntakið i okkar boðskap, þvi að ástin er lifið sjálft. Við megum ekki hljóma alltaf eins og á „Rastaman Vibration”, með að- eins póiitisk lög, þvi að sumt fólk hefur ekki gott af of mikilli póli- tik. Astin er mun einfaldari en pólitik. SP: Hefur afstaða ykkar i ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ ,,A ströndinni” — ný plata frá Herbert Guðmunds syni Siðast liðinn þriðjudag kynnti Herbert Guðmundsson söngvari blaðamönnum nýútkomna sóló plötu sina. Nefnist hún ,,A stri'ndinni”. A plötunni eru tólf lög og eru tiu þeirra eftir Her- bert, en hin tvö eru eftir Mike Pollock. Textagerð er að mestu leyti i höndum Hilmars ö. Hilmarssonar, en hann á átta texta á plötunni. Mike Pollock á tvo texta og þeir Þorsteinn Egg- ertsson og Herbert Guðmunds- son, hvor sinn textann. Upptaka plötunnar fór fram I hljóðrita hf. í Hafnarfirði, en pressun og lokavinna fór fram i CBS stúdióunum i Hollandi. Upptökustundir voru 130, og fór hljóðritunin fram i april-mai á fyrra ári. Herberti til aöstoðar viö hljóðfæraleik voru fyrrver- andi félagar hans úr hljómsveit- inni Eik auk þess sem þeir Arn- ar Sigurbjörnsson og Sigurður Long aðstoða i nokkrum lögum. Herbert Guðmundsson og Eik sáu um allar útsetningar og stjórn upptöku var einnig i þeirra höndum. Vélamaður var Sigurður Arnason. Fyrsta upp- lagið af plötunni er 2000 eintök. Útgefandi er Fálkinn hf. Fyrirhugað var að þessi plata yrði mun fyrr á ferðinni, en sök- um tafa við pressun og þeirrar hættu að platan týndist i jóla- plötuflóðinu, var ákveðið að fresta útgáfunni þar til nú. I viðtali við Herbrert Guð- mundsson kom fram að hann er mjög ánægður með árangurinn og sagðist hann vona að fram- hald yrði á hljómplötugerð af hans hálfu. Efni ætti hann nóg oe bess vegna gæti hann gefið út Herbert Guðmundsson tvær plötur i viðbót, en fram- haldið færi auðvitað eftir undir- tektum almennings og velvilja útgefanda. Herbert kvað aðdraganda þessarar hljómplötu hafa verið alllangan. Hann hefði legið lengi á sumu af þessu efni, og t.d. væru fjögur af þessum lögum lög, sem hann hefði áður flutt opinberlega með hljómsveitinni Eik, en þá við enska texta. Ann- A ströndinni — Herber t Guðmundsson FA — 005/Fálkinn Þegar hlustaö er á þessa nýju hljómplötu Herberts Guð- mundssonar, er einkum tvennt sem kemur upp i hugann. Ann- irs vegar er það hversu heil- .teypt hún er og hitt, sem at- íygli vekur, er góöur hljóðfæra- eikur. Söngur Herberts er igætur og fellur vel að lögunum, n galli er hve textarnir eru ivingaðir og mikið um endur- ekningar. Yfirhöfuð finnast lér textarnir standa lögunum að baki, en þó undan skil ég ars kvað hann það vera svo að hann hefði átt enska texta við flest laganna, eða haft ákveðnar hugmyndir um innihald þeirra, og það hefði svo verið hlutverk textahöfundanna að koma þess- um sjónarmiðum á framfæri. Herbert sagði að hann hefði i huga að koma fram opinberlega i sumar og flytja við það tæki- færi lög af ,,A ströndinni”, en hann hefði ekki áhuga eins og málin stæðu i dag á að fara út i „bransann” aftur. textann við lagið „Fæddumst til að deyja”. Gitarleikur Þorsteins Magnússonar ber af i hljóðfæra- leiknum á plötunni, en þó standa Pétur Hjaltested og Lárus Grimsson honum ekki langt að baki með góðum hljómborðs- leik. A heildina litið er „A strönd- inni” góð plata, sem óhætt er að mæla með við alla þá sem gam- an hafa af góðri rokktónlist. Bestu lög: Jamaica Eg gefa vil Fæddumst til að deyja Þú og ég ' — ESE — ESE Hlj ómplötudómar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.