Tíminn - 05.03.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 05.03.1978, Qupperneq 15
Sunnudagur 5. marz 1978 15 [1 i 1 W" w HL fv iyi».- * p j TjZ'Sfa . á |k. 1 Jm Þaö var áriö 1780 aö ritstjóri aö nafni Robert Raikes byrjaöi hinn fyrsta sunnudagaskóia í bænum Gloucester á Englandi. Sunnudagaskóli KFUM 75 ára 8. marz n.k. á litil starfsgrein merkilegt afmæli. Sunnudaga- skóli K.F.UJM.er 75. ára. Hann var stofnaður i Melsteds- húsi við Lækjartorg 8. marz 1903 af Knud Zimsen verkfræðingi, sem siðar varð borgarstjóri i Reykjavik. Knud Zimsen veitti siðan sunnudagaskólanum for- stöðu i nærri 40 ár. Er K.F.U.M. seldi MelstedshUs og byggði á Amtmannsstig, flutti sunnudagaskólinn þangað og hefur starfað þar fram á þennan dag. Starf sunnudagaskólans var um margra ára skeið mjög blóm- legt, enda var þaö brautryðjenda- starf og áratugum saman einu barnaguðsþjónusturnar, sem haldnar voru innan þjóðkirkjunn- ar. A þeim árum sótti mikill fjöldi barna sunnudagaskóla K.F.U.M. Muna menn eftir þvi að um 700 börn voru talin út úr K.F.U.M. húsinu á einum sunnudegi og voru þá notaðir 3 salir fyrir fundina. Það liggur þvi i augum uppi, að mikill fjöldi bæjarbúa hefur á þessum árum komið i sunnudaga- skólann og margir hafa látið i ljósi, að þeir eigi þaðan góðar minningar. Er bærinn óx og farið var að skipta honum i fleiri sóknir, var nauðsynlegt að taka upp barna- guðsþjónustur á fleiri stöðum. Þannig hefur barnastarf dreifzt út um allan bæinn en blómlegast i nýjustu hverfunum, þar sem barnafjöldinn er mestur. Ekki er vitað með vissu á hve mörgum stöðum barnaguðsþjónustur eru nú haldnar i Reykjavik, en vart munu þeir vera færri en 15. Sunnudagaskóli K.F.U.M., sem Knud Zimsen stofnaði fyrir 75 ár- um má teljast upphaf þessa fjöl- þætta barnastarfs. A þessum timum, eins og ávallt, er mikil nauðsyn að leggja rækt við bamastarfið. „Fræð þann unga um veginn, sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum vikja”, segir heilagt orð. Allir, sem lata sér annt um kristilegt uppeldi þjóðar- innar, hljóta að gleðjast yfir hverju þvi verki, sem miðar að þvi að sá hinu góða sæði i hjörtu barnanna. Megi Drottinn blessa hinn margvislega ávöxt starfs sunnu- dagaskóla K.F.U.M. á 75 árum. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan athvarf æskunnar” I dag, 5. marz, er æskulýðsdag- ur Þjóðkirkjunnar. A þeim degi kallar kirkjan sérstaklega á ungt fólk. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni „Kirkjan athvarf æskunnar”. Æskulýðsstarf Þjóð- kirkjunnar hefur gert veggspjald, sem á að minna á starfa kirkj- unnar. Kirkjan er athvarf, sem ungt fólk þarfnast ekki siður en full- orðnir, og kirkjan þarfnast einnig æskumanna til starfa. Um allt land verða æskulýðsmessur og æskulýðssamkomur með þátttöku æskumanna, miklum söng, helgi- leikjum- o.fl. Vill æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar vekja athygli á þessu og biðja menn að huga vel að auglýsingum. Æskulýðsdagurinn á að minna æskuna á, að kirkjan á erindi til hennar. Þetta erindi er boðskap- urinnum Jesúm Krist. Ætlunin er að láta yfirskrift dagsins verða yfirskrift alls ársins og mun Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar þvi oftar minna á þetta „athvarf”, sem kirkjan er. (Frétt frá Æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar) Verðið á Oldsmobile Delta 88 Royale verður um 6 milljónir fyriralmenning, en til atvinnubif- reiðastjóra er það 4,4 millj., mið- að við núverandi gengisskrán- ingu. Innifalið i þessu verði er öll hugsanleg þægindi, s.s. sjálf- skipting, vökva- og veltistýri, afl- hemlar, litað gler i öllum rúðum, rafmagnsklukka, upphituð aftur- rúða, rafknúnir upphalarar á hliðarrúðum, rafknúnar hurðar- læsingar, timarofi á þurrkum, auk krómlista á öllum möguleg- um stöðum og margra annarra þæginda. Billinn er byggður á heila grind og gormafjöðrun á öll- um hjólum, en það gerir hann mjög heppilegan til aksturs hér- lendis. Billinn verður til sýnis hjá Véladeíld Sambandsins i dag frá kl. 10-17. Oldsmobile Delta 88 Royale — Hljóölátur og kraftmikill dísilbill. Kristján Sveinbjörnsson aö koma lir vinnu i frystihúsinu, en þangaö sækja flestir SUÖviking- ar vinnu sina. Séö niður á bryggjuna ISiiöavik. Til hægri á myndinni má sjá gamla krambúö. í þessari búö ermargt unntaö fá, þótt ekki sé þar vitt til veggja. Eigandi búöarinnar er Aki Eggertsson, en ekki viidi hann leyfa okkur aö taka mynd af sér inni i búðinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.