Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 5. marz 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku hvar i veröldinni, sem hún settist að. Nei, Berit gat ekki ef- ast um tryggð hans og stöðuglyndi, þegar hún las þessi orð með hans fögru rithönd. í lok bréfsins gat Berit þess, að þau myndu koma til Perú um 20 mai og taka þaðan fyrstu skipsferð beint til Hawaii. Hún gaf honum lika upp heimilisfang Kristjáns frænda sina. Árna leið lika ágæt- lega á sjónum. Hann naut þess, að liggja i mjúku hlýju rúmi, fá ágætan mat daglega og vera þjónað eins og konungbornum manni. En þegar dagarnir liðu hver öðrum likir, án þess að hann hefði nokk- uð fyrir stafni, þá fór hann að finna til leið- inda. Hann var ætið van- ur að hafa eitthvað með höndum, en hér voru öll hans handtök óþörf. Ekki hafði hann heldur marga til að tala við. Berit var oftast með Lindu og kennslukon- unni, herra Grainger var veiklaður á taugum og á stöðugum þeytingi fram og aftur um skipið, en skipsmenn aðrir höfðu nóg að starfa, hver við sitt verk. Árni dvaldist þvi löngum i bókaherberginu. Ekki hafði hann lengi athugað bókakostinn, er hann komst að raun um það, að Grainger hefði mik- inn áhuga á fjallgöngum og að klifa háa fjall- tinda. Aldrei hafði Árni séð annað eins safn bóka, sem lýstu fjall- göngum og hættulegum fjallaferðum. Þarna rakst Árni lika á fjölbreytt mynda- safn af ferðalögum til fjalla. Á mörgum mynd- unum gat að lita herra Grainger, ýmist hang- andi i kaðli i f jallagljúfr- um i Alpafjöllum eða gangandi á snjóþöktum háfjöllum Alaska. Myndirnar báru það lika með sér, að hann hafði ferðast i Pireneaf jöllun- um og austur i Himalaja-fjöllum, og jafnan á hættulegustu stöðum. Þegar Árni vakti máls á þessum ferðabókum og myndum við hádegis- verðinn einn daginn, komst hann að raun um, að þarna hafði hann hitt á umtalsefni, sem gæti enzt i nokkra daga. Þeg- ar Grainger fór að segja frá ferðum sinum og fjallagöngum, þá logaði hann af áhuga og lifs- fjöri, svo að Ámi hlaut að hrifast með. Að siðustu spurði hann Árna, hvort hann hefði nokkurn timann tekið þátt i fjallgöngum eða klifið á fjallatinda, en Árni varð að viður- kenna, að varla gæti það talizt. Hann hafði aðeins gengið á fjallahnúka kringum selin heima i Norgei, en aldrei tekið þátt i göngum á háfjöll og fjallatinda. ,,Nú, jæja. Þetta getur enn lagast”, sagði Grainger, og meira sagði hann ekki þann daginn. 5. Viku siðar, þegar Árni kom upp á þilfar, snemma morguns, mætti hann skipstjóran- um. „Nú sjáum við land”, sagði skipstjórinn og benti til lands, þar sem snæþaktir tindar báru við himinn. „Þetta eru tindar Andesf jalla”, bætti skipstjórinn við um leið og hann flýtti sér upp á stjórnpall. í sama bili kom Grainger upp á þilfar. Hann starði eins og i leiðslu á snæþakta tind- ana i vestri, en sneri sér allt i einu að Árna og sagði: „Viltu koma með mér niður i klefann minn, þá skal ég sýha þér nokk- uð”. íbúð Graingers i skip- inu væri bæði rúmróð og skrautleg, tvær stórar stofur, svefnherbergi og bað. Þetta var i fyrsta skipti, sem Árni kom inn i ibúðina. í annarri stofunni var einn veggurinn með tvidyra skáp, sem Grainger opnaði upp á gátt strax og hann kom inn. t þessum skáp voru allskonar tæki, sem nauðsynleg eru þeim, er klifa há fjöll. Þar voru meðal annars gadda- skór, gúmmiskór, is- axir, kaðlar og járntein- ar. Auk þess voru þarna kuldajakkar, ullarfatn- aður, svefnpokar, tjöld og margt fleira, sem nauðsynlegt er i háfjallaferðum. Allt var þetta vandað og rik- mannlegt. Hér leit út fyrir að vera fatnaður og öll tæki fyrir þrjá til fjóra fjallgöngumenn. Aldrei hafði Árni séð slikan útbúnað. Allt var þetta nauðsynlegt þeim, sem vildi klifa há f jöll og fjallatinda. Allur þessi útbúnaður vakti athygli Árna, og Grainger gaf honum tóm til að njóta þess að virða fyrir sér þessa ágætu gripi. ,,Éghef gert dálitið að þvi að ganga á há f jöll og ídifa kletta”, sagði Grainger. „Hér i Suð- ur-Ameriku hef ég aðeins gegnið á nokkur fjöll i Columbi.a og Venezuela, en svo las ég fyrir nokkrum mánuð- um grein i Alpatiðindum um þrjá Englendina, sem höfðu gengið á fjall- ið Illimai, sem er rétt skammt frá La Pas (höfuðborg Boliviu). Af þessum tindi sáu þeir enn hærra fjall i allt að 100 km. fjarlægð, og virtist þeim liklegt, eftir þvi sem þeir gátu greint i sjónaukum i björtu veðri, að mögulegt myndi að ganga á þenn- an tind. Þessi tindur heitir vist Sórata. Þeir höfðu ekki haft tima til að gera tilraun með að klffaþennantind. Sórata er annar hæsti tindur i Andesfjöllunum, 6750 m. á hæð. (Hæsti tindur er Aconcaqua) og að þvi er ég bezt veit, hefur aldrei verið gengið á þennan tind. Mig langar mikið til að reyna, hvort mögulegt er að klifa þennan tind. Ef maður yrði heppinn með veður, tel ég að það væri mögu- legt”. Það var auðséð á öllu, að Grainger hafði áhuga á þessari iþrótt. Þessi veiklaði, þögli, óstyrki maður logaði allur af fjöri og áhuga. „I Lima á ég nokkra góða kunningja”, sagði Grainger. „Einn þeirra er verkfræðingur og annar prófessor. Báðir hafa þeir áhuga á fjall- göngum, eins og ég. Verst er, að þeir eru fremur, fátækir, svo að þeir geta ekki veitt sér þessa ánægju, þar sem slik ferðalög eru mjög J'fí kfíAJ/JáKÍ FIÐíCr Þi’tjQri HaflÞÉftTiU E iNN.. . T l/EÍR.. .ÞRÍK DkoPPi í ViÐHÓÍ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.