Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 14
Sunnudagur 5. marz 1978 14 | Litið vid á Súðavík •» ■ • *r f.. : ' : • • ’ s . i-,' \> Frá Súöavik. Frystihúsiö og bryggjan fjærst á myndinni. Nú er verið aö byggja nýtt frystihús utan um þaö gamia á Súðavik. Timamyndir MÓ. FRÁLEITAR IJT- HLUTUNARREGLUR — segir Börkur Ákason, um i Þessar ungu dömur hittum viö þegar þær voru á leið heim úr skólanum. Þær hcita Salóme Haildórsdóttir, Agnes Lára Magnúsdóttir og Margrét Heiga Þráinsdóttir. Þær eru allar i fimmta bekk og sögöu að það væri mjög gaman i skólanum. t fristundum fara þær á skauta inn á tjörn, en þar er oft gott skautasvell á vetrum. Þæi sögöu aö oft væru kvöldvökur i skólanum og á sunnudögum gætu þær farið i bió. 1 Súðavík er skóli fyrir börn frá 7 ára aldri til 14 ára. Skólinn stendur skammt utan viö þorpiö, svo allnokkur gangur er i skólann. reglur sjávarútvegs- ráðuneytisins um úthlutun á rækjuleyfum í ísaf jarðardjúpi 1 þorpinu Súðavik búa um 230 manns,en auk þess búa nokkrir i sveitinni, sem tilheyrir sama sveitarfélagi, þannig að alls eru i hreppnum um 255 ibúar. Aðalat- vinnan á Súðavik er i kringum út- gerð og fiskvinnslu, þaðan er togarinn Bersi gerður út auk nokkurra smærri báta, þar er frystihús, saltfiskverkun, fiski- mjölsverksmiðja og rækju- vinnsla. Þessi fiskvinnslufyrir- tæki öll eru eign hlutafélagsins Frosta h.f. en framkvæmdastjóri félagsins er Börkur Akason. A ferð um Súðavik nýlega leit ég inn á skrifstofuna hjá Berki. Tjáði hann blaðamanni að á sið- asta ári hefðu 1380 lestir af fryst- um fiski verið unnar i frystihúsi félagsins. Auk þess hefðu 411 lest- ir af saltfiski verið verkaðar hjá fyrirtækinu og 340 lestir af fiski- mjöli. Væri þetta nokkur aukning frá fyrra ári. Afli hefði verið jafn og góður og atvinna stöðug allt árið. Sem áður sagði er Frosti h.f. einnig með rækjuvinnslu,en mikil óánægja meðal Súðvikinga vegna þess hve þeirfá litinn hluta af afl- anum i Isafjarðardjúpi. A yfir- standandi vertið mega Súðavik- urbátar aðeins veiða 223 lestir af rækju. Afleiðing þessa er sú, að nú eru bátarnir þar búnir með, sinn veiðikvóta, þótt viða annars staðar eigi bátar mikið eftir. Börkur sagði að það væru alveg fráleitar reglur, sem sjávarút- vegsráðuneytið færi eftir við skiptingu aflans og hefði Súðavik farið sérlega illa út úr þessari skiptingu. Það er engu likara en börn hafi stjórnað þvi á hvern hátt skiptingin var framkvæmd, sagði Börkur. Siðan hefur á hverju ári verið lofað að endur- skoða þessa skiptingu en ekki orðið af. Miklar framkvæmdir sveitarfélagsins Sveitarfélagið hefur staðið i allmiklum framkvæmdum hin siðari ár, sagði Kristján Svein- björnsson hreppsnefndarmað- ur, en hann hittum við þegar hann var á leið úr frystihúsinu i mat. Nú eru fjórar leiguibúðir i byggingu og áætlað er að ljúka smiði þeirra á þessu ári. Þá er ætlunin að selja þessar ibúðir og hefja byggingu fleiri ibúða á vegum sveitarfélagsins. Nokkuð hefur verið unnið að holræsagerð, en stærsta fram- kvæmdin er sú, sem riki og sveitarfélagið standa saman að, en það er bygging grjótgarðs til að bæta aðstööu smábáta i höfn- inni. A siðasta ári var unnið fyr- ir tæpl. 50 millj. kr., og er lokið við að byggja um tvo þriðju hluta þess garðs, sem þarna á að gera. Kristján sagði, að upp- hafleg kostnaðaráætlun hefði verið 50 millj. kr. til að ljúka verkinu, en ekki hefði tekizt að gera meira en þetta fyrir þá upphæð. Gagn væri litið sem ekkert enn að garðinum, og ber þvi brýna nauðsyn til að full- gera hann sem fyrst. Það er Vita- og hafnarmálastofnunin, sem sérum þessa framkvæmd. Af öðrum framkvæmdum i Súðavik má nefna, að Frosti h.f. er að byggja nýtt frystihús. Það er byggt utan um gamla húsið, en veggir þess gamla eru siðan rifnir eftir þvi sem byggingu nýja hússins miðar áfram. MÓ. Nýr Oldsmobile dísilbíll — átta strokka fólksbill, með kosti benzínbílsins ESE — Véladeild Sambandsins er um þessar mundir aö hefja kynn- ingu og sölu á nýjum ameriskum fólksbil. Það út af fyrir sig væri e.t.v. ekki i frásögur færandi, ef ekki kæmi til aö þetta er fyrsti fólksbillinn, sem knúinn er V-8 dfeilvél, sem framleiddur er í heiminum. Tilkoma þessa bils er bein afleiðing oliukreppunnar undanfarin ár og hækkunar ben- zinverðs. Billinn, sem er af gerðinni Oldsmobile Delta 88 Royale, þyk- ir tæknilegt undur, og eru sér- fræðingar sammála um að þrek- virki hafi verið unnið með gerð þessa bils. Aðalkostir bilsins, auk stóraukins eldsneytissparnaðar, eru þeir hve hljóðlát vélin er og krafturinn mikill. Billinn er sagö- ur óvenju likur benzinbilum i akstri og allir eiginleikar hvað varðar kraft og snerpu eru likt og i benzinbilum. Oldsmobile Delta 88 Royale, er knúinn 120 hestafla hreyfli og viðbragðið frá 0-100 km er 16,3 sek. Hann er einnig mjög sparneytinn, þvi að i blönduðum akstri, þ.e.a.s. utan-og innanbæj- ar, er eyðslan aðeins um 10 litrar á hundraðið. Úti á þjóðvegum er dieilvélin nægilega kraftmikil fyrir öruggan framúrakstur, klif i brekkum og þægilega ferð á jafn- sléttu. Hinn nýi disilbill er búinn mörgum nýjungum, sem gera honum kleift að standast alla þá áreynslu, sem á hann er lögð. Þjöppunarhlutfall er likt og i öðr- um disilbflum, eða um 22,5:1. Þegar er kominn einn bill til landsins. en hann er einn af 10 fyrstu biluhum sem fluttir hafa verið til Evrópu. Leigubilstjórar hafa sýnt bilnum mikinn áhuga, enda má segja að hann hafi gjör- byltingu i för með sér fýrir þá stétt manna. Eftirspurnin vestan hafs er geysimikil og gæti haft einhverj- ar tafir á afgreiðslu hér á landi i íör með sér, en þó munu þeir 80-100 bilar sem Véladeild Sam- bandsins hefur pantað, verða af- greiddir ogkoma þeir til landsins i april og mai. Sambandið mun kappkosta að hafa sem bezta við- gerðarþjónustu fyrir hendi, og i þvi sambandi er rétt að nefna það, að þeir hafa sent menn á sér- námskeið erlendis til að læra á hina nýju vél og eru þvi þess al- búnir að halda uppi góðri við- gerðaþjónustu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.