Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 16
16 tmrnm Sunnudagur 5. marz 1978 ÞEIRRA ER FRAMTÍI — og bæði vilja þau heldur eiga heima í sveit en kaupsta,« Einn þeirra manna, sem blaðamenn Timans hittu á Hvanneyri laugardaginn 4. febrúar siðast liðinn, heitir Björn Halldórsson, Björnssonar Metúsalemssonar frá Svina- bökkum i Vopnafirði. Reyndar hefur Halldór Björnsson, faðir unga mannsins, sem hér er rætt viö, fyrir löngu stofnað nýbýli i landi Svinabakka. Það heitir Engihlið, og þvi er i rauninni villandi að kenna Björn Hall- dórsson við Svinabakka. Hann er að sjálfsögðu frá Engihlið, þvi að hér hefur hið sama gerzt og viða annars staðar á Islandi hina siðari áratugi, að ein jörð góð hefur orðið að tveim. Það fylgir þvi alltaf sérstakur hugblær að rekast á sveitunga sina á fjarlægu landshorni, nokkurn veginn eins langt frá æskustöðvum beggja og hægt er að komast, og hafa þó enn is- lenzka jörð undir fótum. Samtal okkar Björns Halldórssonar hófst á þessa leið: — Hvenær komst þú fyrst hingað að Hvanneyri, Björn? — Ég kom hingað haustið 1974 og settist þá i bændadeild. Ég var svo hér við nám þann vetur allan, eins og lög gera ráð fyrir, og lauk búfræðiprófi vorið 1975. Næst kom ég svo hingað núna um áramótin 1977 og ’78, en ekki sem nemandi, heldur er ég starfsmaður Hvanneyrar- búsins. Ég er það sem kallað er afleysingamaður, og vinn ýmist i fjárhúsi eða fjósi. — Hvað hefur þú haft fyrir stafni þennan tima, sem liðinn er siðan þú laukst búfræðiprófi? — Ég hef verið heima á sumrin, en á veturna hef ég ver- ið i Tækniskóla íslands. — Þú hyggur þá kannski á áframhaldandi nám hér, og ert að búa þig undir það? — Já, ég hef hugsað mér að fara i búvisindadeildina hérna næsta haust, og halda áfram, þangað til þvi námi er lokið. — Er það ekki rétt, sem ég hef heyrt, að þú hafir verið efst- ur i bændadeildinni voriö 1975? — Jú, það á vist svo að heita, en annars er varla hægt að telja mig efstan, þvi að við vorum tveir, sem hlutum næstum jafnháa einkunn, það munaði ekki nema broti. — Þér hefur að minnsta kosti þótt gaman að læra? — Já, mér hefur þótt það nú á seinni árum, en þegar ég var yngri, þótti mér flest nám leiö- inlegt. — Þú hlýtur að hafa unað vel hag þinum hér á Hvanneyri, þegar þú varst hér við nám, fyrst þú vildir gerast starfs- maður Hvanneyrarbúsins nú i vetur? — Já, að visu hef ég alltaf kunnað vel við mig hér, en þó er lika önnur ástæða til þess aö ég er hér núna, og hún er sú, að unnusta min og barn eru hérna seinnipartinn i vetur. Hún var áður búin að taka stúdentspróf, las utan skóla fram að hátiðum, en settist formlega i skólann hér á Hvanneyri núna um áramótin. Þess vegna vildi ég vera hér i vetur, og þetta er vitanlega að- . alástæðan til þess að ég varð mér úti um þessa vinnu hér. — Getið þið haft barnið hjá ykkur hér i skólanum? — Já, við erum að minnsta kosti að reyna það, og ég held að það ætli að takast. Við vorum svo heppin að fá ágæta konu til þess áð gæta drengsins fram að hádegi, en seinni hluta dagsins er annað hvort, að ég er ekki að vinna eöa móðirin laus úr skól- anum.svoað þá getum við skipt barnfóstrinu með okkur. — Hvað er drengurinn gam- all? — Hann er rúmlega tveggja ára, og þvi á þeim aldri, þegar börn þurfa mikla gæzlu. En, eins og ég sagði: Þetta hefur gengið vel ennþá, þótt auðvitað sé erfitt að hafa ekki neina ibúð, heldur þurfa að búa inni á heimavist með barnið, innan um fjöldann allan af skólanem- endum. — Hvað hyggst þú svo taka þér fyrir hendur, þegar þú hefur lokið námi i búvisindadeildinni hér á Hvanneyri? — Mig hefur alltaf langað til að búa, og mig langar enn mest til þess. Hins vegar er þar margs að gæta. Það má næstum heita, að búið sé að gera mönn- um ókleift að hefja búskap, eins og nú er komið. Auðvitað veit ég að það er viða hægt að fá góða vinnu, en búskapur er sú at- vinna, sem ég vil langhelzt stunda. — Er ekki hægt að stofna annað nýbýli úr landi Svina- bakka? — Nei. Þó að jörðin sé allstór, og megi heita góð jörð, þá er úti- lokað að stofna þar annað ný- býli. — Ekki einu sinni á nesjunum niður frá bænum? — Nei, varla. Það er i fyrsta lagi mjög erfitt, ef ekki ógern- ingur, að finna þar sæmilegt hússtæði, og i ööru lagi er land Svinabakka tæpast til skiptanna meira en orðið er. — En nú er alltaf annað slagið verið að auglýsa jarðir til kaups og leigu viða um landið, og lika i Vopnafirði. — Já, það er rétt, en þær jarðir, sem auglýstar eru, eru oftast á einhvern hátt gallaðar til búskapar, annað hvort húsa- lausar eða að ræktun er þar litil, nema hvort tveggja sé. Og svo er ekki nóg að komast yfir sjálfa jörðina. Eftir er að kaupa bú- stofn, vélar og annað það sem til þarf. —- Og ef bóndastaðan reyndist þér nú lokuð, — til hvers myndir þú þá vilja nota menntun þina á þessu sviði? — Ég myndi byrja á að reyna að meta það, hvort ég hefði til að bera nægilega mikla þekk- ingu til þess að miðla öðrum af henni. Og ef niðurstaða min yrði sú, að ég teldi mig til þess fær- an, myndi ég reyna að leiðbeina mönnum með þvi að gerast ann- aö hvort kennari eða ráðunaut- ur, og þó heldur hið siðar nefnda, þvi ég er hræddur um, að ég sé ekki sú manngerð, sem getur kennt. Það er ekki öllum gefið. — Heldur þú ekki að þaö sé dálitið gaman að kenna? — Jú, kannski er það ekkert leiðinlegt, að minnsta kosti um einhvern tima, til reynslu, en ekki langar mig aö gera kennslu að ævistarfi minu. Annað hvort myndi ég reyna að fá vinnu sem ráðunautur eða við rannsóknir, en á báðum þeim sviðum er mikið verk að finna svo þar verður lengi þörf á starfsmönn- um. — Og svo við vikjum að lið- andi stund: Hvað tekur nú viö, þegar starfi þinu hér lýkur með vordögunum? — Fyrst ætla ég austur i Vopnafjörð og vera þar i einar tværeðaþrjár vikur, um sauð burðinn, en ég veit ekki enn, hvað ég tek mér fyrir hendur að þeim tima liðnum. Það fer sjálf- sagt eftir þvi, hvar ég fæ mest : , kaup, þvi það er nú einu sinni svo, að á meðan verið er i skóla verða menn að hafa sem mestar tekjur þann tima ársins sem fri er frá náminu. Þetta er allt óráðið enn með atvinnu mina i sumar. Við biðum bara og sjá- um til hvað gerist, þegar vorar. Hún valdi lifrænt nám, — og vill lifrænt starf. Seinust i viðmælendahópnum hér á Hvanneyri að þessu sinni er þá Álfhildur ólafsdóttir, unn- usta Björns Halldórssonar, sem rætt var við hér að framan. Það kom fram i máli okkar Björns, að Álfhildur hefði þegar lokið stúdentsprófi og þess vegna er eðlilegt að spyrja fyrst: — Hvernig stendur á þvi, Álf- hildur, að þú ert hér að nema búfræði, og með stúdentspróf upp á vasann? Langaði þig meira að læra þau fræði en ann- að, sem stúdentsprófið veitti þér rétt til að nema? — Ég viðurkenni, að mér fannst margt geta komið til greina, þegar ég hafði loki stú- dentsprófi, en mig langaði mest i eitthvert nám, sem væri dálitið lifandi. Mig langar lika til þess að vinna einhverja vinnu, sem felur i sér tengsl við liíið, og þess vegna hefði liffræöi til dæmis lika getað komið til greina, eða aðrar slikar greinar við haskólann hérna, en þó fór nú svo, að ég valdi þetta enda held ég að námið hér sé bæði lif- andi og fjölbreytt. — Þú ert kannski úr sveit, og þess vegna hlynnt sveitastörf- um og búskap? — Já, ég er norðan úr Hörgár- dal við Eyjafjörð, og að skóla- námi undan skildu hef ég eig- inlega aldrei gert neitt annað en vinna sveitastörf. Ég lauk stú- dentsprófi úr Menntaskólanum á Akureyri i hitteðfyrra, kenndi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.