Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 24
24 Sunnudagur 5. marz 1978 Allt þetta fyrir 1.670.000 Til öryrkja 1.270.000 STATION 1.820.000 Til öryrkja 1.410.000 FiAT EINK AuAABOO A IS A.NU' Davíð Sigurðsson h.f. Siðumula 35 Simar 38845 85855 R0LSKIl25p Umboðsmaður okkar á Akureyri er VAGNINN S.F. Furðuvöllum 9, simi (96) 1-14-67. — Hámarkshraði 155 km. — Bensín- eyðsla um 10 lítrar per 100 km. — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum — Radial-dekk — Tvöföld framljós með stillingu. — Læst bensín- lok. — Bakkljós. — Rautt Ijós i öllum hurðum. — Teppalagður. — Loftræsti- kerfi — öryggisgler. — 2ja hraða mið- stöð. — 2ja hraða rúðuþurrkur. — Raf- magnsrúðusprauta — Hanzkahólf og hilla — Kveikjari. — Litaður baksýnis- spegill. — Verkfærataska. — Gljá- brennt lakk. — Ljós í farangurs- geymslu. — 2ja hólfa kaborator — Kraftbremsur með diskum á öllum Synkronesteraður gírkassi. — Hituð afturrúða. — Hallanleg sætisbök. — Höfuðpúðar. Aðalskoðun bifreiða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1978 verður sem hér segir: Borgarnes 13. mars KI. 9—12 Og 13—16.30 Borgarnes 14. mars Kl. 9—12 °g 13—16.30 Borgarnes 15. mars KI. 9—12 Og 13—16.30 Borgarnes 16. mars KI. 9—12 °g 13—16.30 Borgarnes 20. mars KI. 9—12 Og 13—16.30 Borgarnes 21. mars Kl. 9—12 Og 13— 16.30 Borgarnes 22. mars Kl. 9—12 Og 13.—16.30 Borgarnes 29. mars KI. 9—12 Og 13—16.30 Borgarnes 30. mars Kl. 9—12 Og 13—16.30 Borgarnes 31. mars KI. 9—12 og 13—16.30 Borgarnes 4. apríl Kl. 9—12 og 13—16.30 Borgarnes 5. aprll KI. 9—12 og 13—16.30 Borgarnes 6. apríl KI. 9—12 og 13—16.30 Logaland 11. apríl Ki. 10—12 og 13—16 Lambhagi 12. apríl Kl. 10—12 og 13—16.00 Ollustöö 13. april Kl. 10—12 Og 13—16.00 Skoðunarstaður i Borgarnesi er við ben- sinsölu Essó. Við skoðun ber að leggja fram kvittun fyrir greiddum bifreiða- skatti svo og fyrir lögboðnum tryggingum. Borgarnesi i febrúar 1978. Ásgeir Pétursson. lesendur segja Ástand á Norður- landi vestra Könnun Nýlega var frá þvi skýrt i sjónvarpi, að könnun hefði verið gerð af menntamálaráðuneyt- inu á þvi, hve margir réttinda- lausir „kcnnarar” (mega tæp- lega nota það starfsheiti, enda t.d. réttindalausir menn í iðn- greinum aldrei kenndir við iðn- ina heidur nefndir fúskarar) væru við kennslustörf um land- iö.. Var i þessu sambandi talað um siæmt ástand og að ástandið væri verst á Norðurlandi vestra. Samkvæmt fréttinni virtist svo sem um stóralvarlegt og raunar óþolandi ástand væri að ræða, réttindalausir kennarar væru liklega hættulegir börnun- um, fræðsla væri i molum, börn kæmu illa lærð eða ólærð úr skólunum, greiniiega væri um fækkun skólafólks i framhalds- skólum að ræða, eða einhver slik ótiðindi væru niðurstaða þessarar könnunar ráðuneytis- ins. Sem betur fer, fór þó svo, að þessum fréttatima lauk án þess að slikra ótiðinda væri getið. Hið slæma ástand var með öðrum orðum ekkert annað en það, að tiltekinn f jöldi fólks fæst við kennslustörf án þess að hafa til hpss tiltekin Dróf. Þarfari könnun Ljóst er að ráðamenn og rétt- indakennarar lita alvarlegum augum það ástand, sem nú er um kennslu, að réttindalausir menn skuli fást við þau störf. Þeir sem gengið hafa I skóla og eiga siðan sjálfir börn I skóla, telja s jálfsagt margir hverjir að námsárangur nemendanna sé það sem máli skiptir. Margir nemendur og for- eldrar hafa af eigin raun kynnzt réttinda— og réttindalausum kennurum, og sú reynsla er vit- anlega jafn margvisleg og kennararnir hafa veriö inargir. Persónuleg reynsla einstakl- ings er óendanlega smár hluti I þessu „ástandi”, þó má geta jiess, að af eigin kynnum af kennurum varð reynslan aðeins slæm af einum. Sú slæma var ekki einkahlutskipti mitt. Við- komandi réttindakennari er lit- ilmenni, sem traðkaði niður sum börn, en hóf önnur upp, að þvi er virtist eftir þvl hverjir voru foreldrar þeirra. Þessi maður varð yfirkennariog er nú skólastjóri. Sé tekið mið af þvi hvernig þessiréttindakennari komfram við nemendur og sleppt mati vegna personulegrar reynslu, er þó ljóst, að þessi maður átti ekki að þokast upp metorðastiga menntakerfisins heldur hefði hann átt að hverfa frá kennslu vegna vanhæfni. Kennslurétt- indi hafa þó i þessu tilviki gert hann að skólastjóra. Sú könnun, sem nauðsynleg er og krefjast ber, er að fram fari könnun á þvi, hversu hæfir kennarar eru til starfsins. Sú könnun myndi trúlega leiða í ljós, að bæði meðal réttinda- og réttindalausra kennara er að finna fólk, sem hvergi ætti að fá að koma nálægt kennslustarfi. Starf kennara er miklu mikil- vægara en svo, að nokkru máli skipti hvort kennarinn hefur réttindi eða ekki. Þess vegna er það réttmæt krafa foreldra, að gerð verði sem fyrst könnun á hæfni kennara. Kéttindakennarar - Reynslan er nú sú viða um land, að erfitt er að fá réttinda- kennara til starfa, þó er þeim i fiestum tilvikum boðin alls kyns frlðindi auk föstu launanna, sem eruhá miðað við vinnuframlag. Algengustu friöindin eru ókeypis Ibúðir eða ibúðir með svo lágri leigu að nánast er ekki hægt að geta hennar. Þá má og reikna til tekna, að kennari getur farið i aðra vinnu 2—I mánuði á ári, en heldur þó föstu laununum. Starfinu má og reikna til tekna, að það er unnið i björtum hlýjum og þurrum vistarver- um og vinnutimi er stuttur. Kemur þannig margt til, sem ætti að gera starfið eftirsóknar- vert, en svo einkennilegt sem það nú er, þá fer fjöldinn allur af réttindakennurum I önnur störf en „fúskarar” sitja við kennslu- störfin. Sa tvlskinningur er I þessu öllu, að mjög er á lofti haldið að Kennaraskólinn útskrifi fremur kommúnista, hálfkomma, Maó-komma og jafnvel Evrópu-komma en raunveru- lega kennara. ✓ Væri þetta rétt ætti réttinda- kennaraskortur ekki að vera vandamál, þar sem kommar halda m jög á lofti að það sé hug- sjónin sem skipti máli en ekki launin. Ef þetta er hins vegar rétt mega allir lýöræðis- og frelsis- kunnandi menn fagna þeim skorti sem er á réttindakennur- um. Hvar eru þeir? ,, Astandið” er þannig, að skýr svör verða að fást um hvar réttindakennararnir eru og hvað þeir eru að gera. Hver eru laun þeirra nú, og hver væru þau, er þeir hefðu starfað við kennslu óslitið að loknu námi: Við sem litum „ástand” kennslu alvarlegum augum söknum sannarlega allra góðra kennara, sem nú eru við önnur störf, jafnt þeirra sem réttindi hafa og hinna, en þessir með réttmdapipiö svari, —svar gæti hugsanlega birzt i Timanum, eða verið sent menntamála- ráðuneytinu merkt „Trúnaðar- mál réttindakennara” notist vegna könnunar ráðuneytisins á hæfni kennara á íslandi. Kristinn Snæland. |Þakkir til prestsins Mig langar til að þakka sr. Birgi Ásgeirssyni ágætt fram- laghansi þættinum „Hvaðá að sýna” þ. 13. febrúar sl. Það gefur auga leið að dhug miklum hafi slegið á þá sem á sinum tima voru manna mest búnir að úthrópa það hvað þau væru nú dásamleg, nýju fötin keisarans, þegar krakka- skömmin galaði þegar verst stóð á, að kei.sarinn væri nakinn. Dáh'tið mun þaö þó hafa létt á sneypu þeirra, að margir voru undir sömu sök seldir, bæði þeir sem samþykktu með þögninni og eins aðrir sem meira vildu berast á og börðu bumbur fyrir finheitunum, hvar sem þvi varð við komið. Þessi sýning keisarans var i anda „listfræðingsins” meðal- annars að þvi leytinu til, að hana máttu allir sjá sem vildu, bæði börnog fullorðnir. Fullvist má þó telja að það hefði ekki að öllu jöfnu þótt sæma það hátta- lag, að keisarinn þeysti um götur og torg með berstripaðan rassinn, og það jafnvel þó eng- inn sæi til, hvaö þá aö halda sýningu á þvi. En atarna var nú lika alveg sérstakt tilefni, það var nefnilega alveg hrein LIST hvað fötin voru fin. Það hvarfl- aði óneitanlega að manni hvort það væri eitthvað táknrænt við berarassinn sem flett var ofan- af þarna I upphafi þáttarins þegar sýndur var kafli úr þess- ari tittumtöluðu mynd. Það þurfti engan að undra þótt heldur betur færi um Thor okkar Vilhjlamsson þegar það var „upplýst”, eða öllu heldur sagt hreint út frammi fyrir alþjöð það sem margir þó vissu, að keisarinn væri allsber. Allir vita nú hvað hann Thor erfrægastur fyrir. Ég hygg nú samt að þó „listamanninum" yrði brátt i brók við „uppljóstr- ara” málsins og brygðist við með þeim buslugangi sem minnir helzt á þegar ósynt- ur fellur i sjó, að þá eigi hann það klerki. upp að unna ef hann hefur hlotið vor- kunnsemi nokkra fyrir fram göngu sina i þætti þessum. Þar kom óvænt i ljós (að visu ekki fyrr en Birgir var búinn að nefna hlutina sinum réttu nöfn- um hvað eftir annað) aö þar örl- aði á áður óþekktum hæfileika listfræðingsins, nefnilega að kunna að skammast sin þegar útaf flóir, og mun hann sem ég segi hafa hlotið þar af vorkunn- semi nokkra. Ekki tók hann þó þá áhættu að skipta um skoðun að svo stöddu, enda hefði senni- lega ekki dugað minna til þess en grein i erlendu timariti. Mig langar til að þakka sr. Birgi að hann skyldi ganga fram ogsegja það sem stór hluti þjóð- arinnar vildi sagt hafa. Það mætti ef til vill benda mönnum á að þessi þáttur var gott tækifæri til samanburðar á þvl, hvort dómgreind og hugsun sprottin úr fslenzkum jarðvegi muni standa nokkuð að baki þeirri „spámannaspeki” sem „fræð- ingar” hampa hvað mest úr er- lendum timaritum. Mun sá samanburður ef að likum lætur verða þeim til ekki svo lítillar uppörvunar sem einhvers hafa metið islenzka þjóð til þessa. Sjónvarpsvitni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.