Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 5. marz 1978 17 )IN % á Akureyri i fyrravetur, og nú er ég hingað komin. Eins og heyra má á þessu, þá hef ég aldrei verið hér fyrr, þetta er fyrsti veturinn minn hérna. — Finnst þér ekki landslag og veðurfar hér fyrir sunnan ókunnuglegt og ólikt þvi sem þú hefur vanizt? — Jú, alveg sérstaklega veðurfarið. Auðvitað get ég ekki dæmt Borgarfjörð á neinn hátt, þvi ég er er... svo ókunnug hér. Ég kom hingað snögga ferð i haust, en fór strax aftur, og kom svo aftur núna um áramótin. Ég er þannig ekki búin að vera hér nema i rösklega einn mánuð, — og það er ekki langur timi. — Hefur þú ferðazt eitthvað um nágrennið? — Nei, mjög litið. Mér finnst fjöllin hér fyrir sunnan falleg. Ég er vön fjöllum, vil hafa fjöll, — og mér likar vel við þessi! — Snúum okkur þá að öðru. Auðvitað átt þú margra starfa völ, þegar námi þinu hér verður lokið, en hvað heldur þú að þú myndir helzt kjósa þér: Bónda- kona i sveit? Kennari i sveit? Eða eitthvað annað? — Ég hef verið kennari. Það er að mörgu leyti ágætt, en þó er það ekki verk, sem mig langar að vinna ævilangt. Stöðu bónda- konunnar vil ég alls ekki lasta. Það hefur löngum verið van- metið, og er vanmetið enn. Ég held, að starf bóndakonunnar væri ekki við mitt hæfi, og ég hef ekki áhuga á þvi, vegna þess, að þar finnst mér skorturinn á jafnrétti kynjanna (eða mis- munurinn á stöðu þeirra) koma einna skýrast i ljós. Þegar tvær manneskjur búa saman i sveit, er hann bóndinn og hún bónda- konan. Þannig litur umhverfi þeirra á þetta, þannig er þeim skipað i dilka, hvort sem þau vilja eða vilja ekki, — og hvor- urt þeirra getur i raun og veru breytt neinu i þessu efni, þótt þau vildu. Að visu er þetta mikið undirfólkinu sjálfu komið, og er misjafnt eftir einstaklingum, en þegar á heildina er litið, er þetta svona. Auðvitað vinna margar sveitakonur mikið utan veggja heimilisins, en i langflestum til- vikum munu þær þó hafa miklu meira en helming heimilisverk- anna á sinum herðum. — Þú myndir vilja reka þitt heimili á þann hátt, að hjónin væri jafnir aðilar að sem flest- um verkum? — Já, -ég tel það eðlilegra. Heimilisstörf eru þannig, að mjög óæskilegt er að sami ein- staklingurinn sé bundinn við þau allan daginn alla daga, og geti sjaldan eða aldrei skipt um verk. — Gætir þú hugsað þér, — þegar námi þinu er lokið — að gerast ráðunautur eða sérfræð- ingur til dæmis á vegum Bún- aðarfelags fslands? — Já, það held ég áreiðan- lega. Þetta nám mitt er enn svo skamint á veg komið, að ég get litið fullyrt á þessari stundu, en þó get ég vel trúað, að ég laðist helzt að rannsóknarstörfum, þegar til kemur. Það er lika vafalaust gaman og menntandi að vera ráðunau jr, og svo hefur það þann stóra kost, að flestir ráðunautar geta, starfa sins vegna, búið utan Reykja- vikur, og jafnvel utan þéttbýlis- svæða. — Og það myndi þér þykja góður kostur, þegar um stöðu- val væri að ræða? — Já. Að visu má eg ekki dæma Reykjavik, af þvi að ég þekki hana ekki af eigin raun, en einhvern veginn er það nú svo, að mig langar ekkert að. lenda þar. —vs. Esra S. Pétursson læknir: Sálarlífið Barnið leggur sjálft sitthvað af mörkum til sins eigin lifs, eins og ég orðaði það i siðasta þætti, þó að þetta atriði gleym- ist oft, og vissulega likist barnið engu meir en sér sjálfu. NU er nýlega komin út bók, sem fjall- ar um þetta, eftir Alexander Thomas og Stellu Chess i New York. 1. Þau eru fræg fyrir tuttugu ára rannsóknir sinar á lundarfari og þroska barna. Að- ur eru frá þeim komin tvö mikil verk, Einstaklingshegðun i frumbernsku og Lundarfar og hegðunarskekkjur barna. I þessari nýútkomnu bók leggja þau enn meiri áherzlu á sam- verkun meðfæddra eiginleika við áhrif umhverfis i stefnumót- un skapferlis. Við könnumst sjálfsagt öll vel við þær þrjár meginstefnur i lundarfari barna, sem rannsóknarfólk þetta hefur fundið hjá börnum frá upphafi, en þær eru: a. erfiða barnið, b. auðvelda eða þæga barnið og c. seinláta barn- ið. Erfiða barnið er æsinga- gjarnt og neikvætt gengur seint að aðlaga sig siðurri og venjum umhverfis sins og er óreglusamt og uppreisnargjarnt i lifsvenj- um. Auðvelda, þæga barnið, óskabarn allra foreldra, hefur mikla aðlögunarhæfni, er já- kvætt i viðhorfi og viðmóti og mjög reglusamt. 1 þriðja lagi er svo seinláta barnið sem er tregt til þess að nálgast allt, sem er nýstárlegt i augum þess. Gerir það það varfærnislega en að lokum bregzt það vel við þvi, ef ekki er rekið of hastarlega á ef t- ir þvi. Oft er það feimið við ókunnuga og töluvert tortryggið þó að tortryggni sú sé nokkurn veginn innan eðlilegra marka. Þegar lundarfarið hefurverið greint þannig má oft fara nærri um viðbrögð barnanna til erfið- leika, streitu og spennu þeirrar sem skóli lifsins færir þeim að viðfangsefni. Höfundar þessir álita að unnt sé að ákvarða með töluverðri vissu þegar i bernsku hvort börnin séu i hættu stödd vegna afbrigðilegs atferlis og lundar- fars þeirra. Sjá má strax innan við þriggja ára aldurinn að börnum, sem eru mjög eirðar- laus, óhlýðinvið foreldra og tæt- ings og rifrildisgjörn eða með sterka eyðileggingarhvöt, hætt- ir mikið til þess að verða vand- ræðaunglingar i andstöðu við þjóðfélagið og yfirvöld þess, og eru þá oft lika með töluverða glæpahneigð. Slik börn verða oft á fullorðins árum mjög heimtu- frek og krefjast „réttar” síns með óbilgirni og gegndarlausri frekju sem svifst einskis og sést litt fyrir. Hendi það heil byggðarlögeða þjóðir leiðir það til styrjaldar, annað hvort inn- byrðis eða við aðrar þjóðir. Hins vegar nota oft þjóðfélög- in sér skapferli þessara manna og umbuna þeim fyrir. Er þetta gert til þessað fullnægja græðgi lýðsins. Eru 'þá menn þessir hafnir upp i ábyrgðar- og virðingarstöður svo sem stöður herforingja. Eða þeir gerast forkólfar þrýstihópa, pólitikus- ar og jafnvel forsetar og harð- stjórar, eins konar litlir Hitler- ar. En áðuren við höldum lengra út í þessa leiðinda sálma er rétt að staldra við og athuga hvað einkennir auðveldu börnin þeg- ar þau komast til manndóms- ára. Fyrst og fremst verða þau manneskjuleg. Þau eru nokkurn veginn laus við lundarfars veil- ur, skekkjur og bresti. Reyndar er það neikvætt viðhorf að vera laus við eitthvað, en þar á ofan eru þau lika heilbrigðari i þeim skilningi sem alþjóðaheil- brigðismálastofnunin leggur i það. Heilbrigði, segir hún, er andleg og likamleg velliðan, sem er jákvætt ástand og annað og meira en það að vera bara laus við vanliðan. 1 kliniskri sál- læknisfræði Noyes 2. er farið fleirum orðum um þetta i ýtar- legri lýsingu. Kem ég að henni eftir þetta innskot. Heilbrigður likami i heilbrigðri sál Sálin (psýche) er i og með hugtak sem sállæknisfræðin notar til þess að skilgreina starfsemi hugans i persónunni. Viðtækust skilgreining hennar fram að þessu er hugmynd Freuds sem spannar vitund, draumvitund og undirvitund. Stundum er huganum likt við liffæri mannsins, svo sem hjarta og æðakerfið sem nær til yztu endimarka likamans. En auk þess nær sálin eða hugurinn lika til umhverfisins og þarfa þess og verður helzt að uppfylla þær kröfur sem það gerir á hendur manneskjunni. Raun- hæfara virðist þvi vera að tala um heilbrigðan likama i heil- brigðri sál heldur en öfugt, þar eð sálin, i þessum skilningi, er yfirgripsmeiri en likaminn. Sést þetta enn betur á fyrr- nefndri lýsingu á sálarlegri vel- liðan sem ég kem nú aftur að. Heilbrigð, fullorðin manneskja auðsýnir i viðmóti og hegðun að hún er sér vel meðvituð um eigið sjálf og per- sónugerð og markmið hennar i lifinu. Fylling mannlegs þroska á fullorðinsárum fylgir nokkurs konar sætleiki, en vanþroskan- um fylgir aftur á móti beizkja og remma og er hann súr i brot- ið. Einnig er heilbrigð manneskja sjálfstæð og jafnvel einstæð: getur staðið á eigin fót- um. Hún er framsækin og raun- sæ og hefur getu og hæfileika til þess að fást með góðu móti við umbreytingar raunveruleikans i lifi, sjúkdómum og dauða. Hin heilbrigða, fullorðna manneskja getur skilið þarfir annarra, lagt sig fram fyrir þá og veitt þeim hæfilega umönnun. Hún hefur öðlazt góðan sálrænan kynh'fs- þroska sem foreldri, fjölskyldu- meðlimur og ástvinur. Henni er lagið að vera athafnasöm og hún sýnir þrautseigju, staðfestu og heilbrigðan metnað i þvi að fylgja eftir verkefnum sinum og koma þeim i framkvæmd. Hún getur farið nýjar leiðir og átt frumkvæði og er ekki rigbundin gömlum hleypidómum ogstöðn- uðum siðvenjum. Hún hefur að- lögunarhæfileika og sveigjan- leika i streitu og erfiðleikum og þohnmæði i mótlæti. llaunaskyni stuðlar þetta allt að því að húngetur notið lífsins i rikum mæli, með sannri lifs- gleði og vongleði og gert sig ánægða méð takmarkanir og aðhald sem h'fið veitir henni með þolgæði, viturri biðlund og ljúfmennsku. Nú kann ykkur ef til vill að virðast að lýsing þessi eigi að- eins við einhvers konar ofur- menni eða dýrhnga. Svo er þó ekki. Um það bil tuttugu af hundraði manna og kvenna, eða ein af hverjum fimm eiga til að bera eiginleika þessa i veruleg- um mæli. Eru þau lika laus við verulegar skapferlisveilur, skekkjur og misbresti eða þver- bresti. Er þau fremur að finna i hópi auðveldu barnanna, þó að rætzt geti lika úr hinum þó siðar verði. Nokkuð fer þetta eftir greind fólks og eru vangefnir margfalt fleiri, bæði likamlega og andlega s júkir. Aður fyrr var þvi haldið fram, meðal annars af ítalanum Lombroso, að snillingar væru oft geðveikir og andlega vanheilir. Jafnvel enn þann dag i dag skýtur þessari kenningu upp. Vissulega eru þeir ekki eins og fólk er flest, þeir skera sig verulega Ur hjörðinni, oger þvi að vonum að svona kenningar gátu myndazt vegna fáfræði fortiðarinnar. Terman og félagar hans hafa rannsakað þúsundir greindustu manna og kvenna i Bandarikj- unum og fylgt þeim og börnum þeirra eftir i um fimmtiu ár. Eruþau stundum i gamni nefnd „Termites”, sem er orðaleikur um nafn Termans og þýðir termitar. En þeir eru, eins og Esra S. Pétursson læknir ykkur er kunnugt, eins konar maurategund sem étur trjávið. Komið hefur i ljós við þessa langvarandi athugun, að heilsu- far Termitanna bæði andlegt og likamlegt, er þveröfugt við það sem er hjá vangefnum. Þeir eru óvenju hraustir og fylgir þvi þar á ofan aukið langlifi. I þessum hópi eru um tveir af hundraði, eða einn af fimmtiu. Hundraðs- talan er lika svipuð hjá þeim sem komast i Who’s Who, en sú bók samsvarar bókunum okkar hér á landi, Hver er maðurinn og Islenzkir samtiðarmenn. Munu þetta vera sambærilegir hópar um margt. Fólk þetta leggur oft til muna meira á sig en aðrir og getur það aukið spennu og streitu mikið. Margt af þessu fólki fær þá aðstoð hjá sálkönnuðum og sállæknum erlendis þó að hér á landigætienn þessmisskilnings að þeir sem fara til sállækna og sálkönnuða séu allir geðveikir. Stafar hann vitanlega af fáfræði okkar, enn sem komið er, um þessa hluti. Reyndar eru flestir þeir, sem til sálkönnuða leita til samstarfs um úrlausnir vanda- mála sinna og til þess að leysa úr læðingi meira af lifsorku sinni, vel greindir likt og Termi'tar. I stuttu máli: Andleg heil- brigði er hreint ekki sjaldgæf. Nálega fimmtungur manna telstandlega heilbrigður. Svoer að sjá að andleg heilbrigði sé oftar samfara vaxandi greind og framúrskarandi hæfileikum. Er það eðlilegt, þvi að hæfileik- ar þeirra, sem hraustir eru, fá betur að njóta sin, ef þeir eru ekki þjakaðir og þjáðir eða tröllriðnir af vanliðan og van- heimildum. En vanheilindi þeirra og vanliðan má oftast bæta allmjög með margs konar læl' .smeðferð að meðtöldum „Vr;v3..m 0g sálkönnun. tar -ga halda .:. < ða moll á aprí'mánaðar. » homas & ner/Mazel, .oyes’Mod- ern Clinical Psychiatry. W.B. Saunders Co./Philadel- phia/London/Toronto. Kirkjukaffi á æskulýðsdaginn Kvenfélag Breiðholts efnir til kaffisölu sunnudaginn 5. marz kl. 3i anddyri Breiðholtsskóla. Agóði sölunnar rennur til kirkjubygg- ingarinnar, sem i vændum er. Framkvæmdir á kirkjulóðinni eru nú i þann veginn að hefjast, og fyrsti áfangi byggingarinnar á að risaisumar. Með mikilli prýði hefur verið staðið að nauðsynleg- um og timafrekum undirbúningi verksins, og þökk sé öllum, sem þar lögðu hönd að verki. En það átak, sem nú er framundan i þessu brýna máli hverfanna mun reyna ennþá meira á dugnað og fórnarlund safnaðarmanna allra — og eftir þvi verður leitað. Kvenfélag Breiðholts hefur þegar margoft lagt kirkjubygg- ungu og safnaðarstarfi lið, fyrst með gjöfum, siðar með fjársöfn- un og sjálfboðaliðastarfi. Fleiri félög mættu fara sömu braut. Safnastþegarsamankemur. A sunnudaginn máttu bjóða vinum og vandamönnum upp á góðan kaffisopa, börnin fá gos og gómsætar tertur og annað bakk- elsi — þvi ekki bregða kven- félagskonur vana sinum, hvernig allt verður af hendi reitt. Þú styrkir þetta átak þeirra góðu máli til stuðnings, en nýtur sjálf- ur ánægjustundar við frábærar veitingar. Verið hjartanlega velkomin i þrjúkaffið hjá Kvenfélagi Breiðholts á æskulýðsdaginn. Blessi Drottinn framkvæmd og árangur Lárus Halldórsson. Legsteinar S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SkBmmuvegi 48 - Kópavogl - Slmi 76877 - Pðsthilf 195 Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.