Tíminn - 22.03.1978, Page 9
Miðvikudagur 22. marz 1978.
9
Unniðaö uppsetningu sýningar á munum vangefinna aö Kjarvalsstöðum. Timamynd: Gunnar.
Vlllinri í VPrlrí” -fyrstasýntngsinnar
f f^ •^J * V Cl i&l tegundar hér á landi
FI — „Viljinn i verki” er heiti
sýningar á Kjarvalsstöðum, sem
haldin er i tilefni af 20 ára afmæli
Styrktarfélags vangefinna. Að
sýningunni standa öll heimili
vangefinna i landinu, svo og
öskjuhliðarskóli, Þroskaþjálfa-
skóli Islands og Landssamtökin
Þroskahjálp. Tilgangur sýning-
arinnar ersáaðsýna þróun i mál-
efnum vangefinna i máli og
myndum, vinnu vistfólks á heim-
ilum vangefinna og kynna að öðru
leyti málefnið, sem ekki virðist
vanþörf á.
Innan Styrktarfélags vangef-
inna hefur starfað afmælisnefnd,
sem m.a. hafði það verkefni að
undirbúa sýningu þessa. Varð
hún sammála um að nota skyldi
afmælisárið til kynningar á mál-
efninu meðal almennings.
Þessmá geta,að þetta er fyrsta
sýning sinnar tegundar hér á
landi, og mun hún vafalaust vekja
athygli sýningargesta, eins og
sams konar sýningar hafa gert
hjá nágrannaþjóðum okkar.
Bókakynning mun og verða á
staðnum og þá kynnt ýmis fagrit
varðandi málefni vangefinna.
Kvikmyndir verða sýndar og
ýmsir listamenn munu koma
fram meðan á sýningunni stend-
ur. Að lokum skal þess getið, að
fólki gefst kostur á að kaupa
ýmsa handunna muni, er van-
gefnir hafa unnið.
Hönnuður sýningarinnar er
Gunnar Bjarnason leiktjaldamál-
ari. Formaður afmælisnefndar er
Halldóra Sigurgeirsdóttir.
„Viljinn i verki” stendur frá
18.-27. marz. 1 dag, laugardag,
verður sýningin opin frá kl. 17-22.
Alla aðra daga frá kl. 14-22 nema
páskadag frá kl. 15-22, og lokað
verður á föstudaginn langa.
STÁLHÚSGAGNAGERÐ
STEINARS HF.
Hversvegna að
burðast með
allt í fanginu
fötu skrúbb, þvottaefni og flr.
Hvað með tveggja fötu skruggukerru.
sem eyðir engu. kemst yfir 20 km/klst.
og erótrúlega lipur í umferðinni?
r
Barum er
bústólpi
Nú er rétti tíminn til þess aö huga aö
nýjum hjólböröum undir dráttarvélarnar
FRAM
600 x 16/6 - 12.180 kr.
650 x 16/6 - 14.840 -
750 x 16/6 - 18.460 -
AFTUR
11 x 28/6 - 55.830 kr
13 x 28/8 - 79.060-
14 x 28/8 •- 93.900-