Tíminn - 22.03.1978, Qupperneq 23

Tíminn - 22.03.1978, Qupperneq 23
Miövikudagur 22. marz 1978. 23 flokksstarfið Norðurlands- kjördæmi vestra Aukakjördæmisþing Framsóknarmanna í Noröurlandskjör- dæmi vestra verður haldið i Miögarði I Skagafirði fimmtudaginn 23. marz næstkomandi, skirdag, og~héfstkl. 2.00 e.h. Tekin verður ákvörðun um framboð Framsóknarflokksins við næstu alþingiskosningar. Þingmenn flokksins i kjördæminu, Ólafur Jóhannesson ráðherra og Páll Pétursson, koma á kjördæmisþingið. Stjórnin. Kópavogur Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Neðstutröð 4 verður fyrst um sinn opin mánudaga til föstudaga frá kl. 17.15 tilkl. 19.15. Stjórnir félaganna. Húsvíkingar Ingi Tryggvason alþingismaður verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins á Húsavik kl. 17—19 miðvikudaginn 22. marz næstkomandi. Framsóknarfélag Húsavikur. Grindavík Framsóknarfélag Grindavíkur efnir til prófkjörs vegna bæjar- stjórnarkosninganna i vor, og fer það fram i Festi dagana 22. og 23. marz. Kjörstaður verður opinn kl. 14.00-22.00 báða dagana. Allir stuðningsmenn listans eru hvattir til að taka þátt i próf- kjörinu. Framsóknarfélag Grindavikur. Sigga Vigga og tilveran Ný bók eftir Gísla J. Ástþórsson Bókaútgáfan Bros hefur sent frá sér bókina Sigga Vigga og til- veran eftir Gisla J. Astþórsson. Þetta er i fyrsta skipti sem hér á landi kemur út myndasagnabók með islenzkum persónum og eftir islenzkan höfund. Gisli J. Ast- þórsson („GJA”) er vel þekktur fyrir ritstörf sin og teikningar, sem hann vinnur jafnframt Fiskgengd Q — Héöan róa þrir bátar með linu, fimmtiu til áttatiu lesta, einn heimabátur og tveir frá Hvammstanga. Þeir hafa fram að þessu orðiö að sækja djúpt, allt út fyrir Skagagrunn, til þess að fá sæmilegan afla, en hafa samt eitthvað gengið grynnra, sagði Jón Jónsson, fréttaritari Timans á Skagaströnd. En þess er þá lika að gæta, að aöalgöngurnar i fló- ann hér áður fyrr komu ekki fyrr en um miðjan aprilmánuð eða þar um bil, og hélzt siðan afli fram á haust. Það getur bent til þess, að aftur sé að koma svipað timabil og i fyrrahaust, þegar netafiskur fékkst hér langt inni á flóa. blaðamennskunni. Af teiknisyrp- um hans er Sigga Vigga eflaust kunnust og svo hið vikulega „Þankastrik,” en hvort tveggja birtist i Morgunblaðinu. Auk þeirra upplýsinga um Siggu Viggu og félaga hennar sem finna má aftan á bókarkápu má benda á að baksvið mynda- sögunnar er sótt i höfuöatvinnu- veg okkar Islendinga og er aug- ljóst að höfundur er ekki með öllu ókunnugur hnútunum þar, þótt hér sé nokkuð ýkt, eins og vera Der. Þá fer hitt ekki á milli mála, að þótt skopið sé efst á baugi i þessari myndasögu, þá þarf ekki djúpt að kafa á stundum til þess að finna þar lúmskan „brodd” eða jafnvel ádeilu. — Ég held, að sjómenn hér þakki auknar fiskigöngur mest þvi, að þessi skógur útlendra tog- ara, sem var úti fyrir, er nú horf- inn úr sögunni, sagði Guttormur Óskarsson, fréttaritari Timans á Sauðárkróki. Að visu eru menn ekki farnir að fiska verulega hér innfjarðar, en þó hafa bátar frá Hofsósi eitthvað fengiö. Skaga- fjörður var aldauða um talsvert árabil, en i fyrra brá svo við, að mun meiri fiskur fékkst en áður, og ég heyri, að þeir, sem bera skyn á þessi efni, gera sér vonir um, að enn verði glæðing á þessu ári. tftfir Framhlið bókarkápu. hljóðvarp Miðvikudagur 22. mars 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Reynt að gleyma” eftir Alene Cor- liss Axel Thorsteinson les þýðingu sina (10). 15.00 Miðdegistónleikar Janet Baker og Dietrich Fischer-Dieskau syngja tvi- söngva eftir Franz Schu- bert: Gerald Moore leikur á pianó. b. Pro Arte kvartett- inn leikur Pianókvartett i c-moll, op. 60 eftir Johannes Brahms. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðrufregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Dóra” eftir Ragnheiði Jónsdóttur Sigrún Guðjóns- dóttir les (19). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki, m.a. sagt frá Skiðamóti Islands. 19.35 Gestur i útvarpssal: Þýski pianóleikarinn Detlev Krausleikur Fjórar ballöð- ur op. 10 eftir Johannes Brahms. 20.00 Af ungu fólki Anders Hansen sér um þátt fyrir unglinga. 20.40 „Hörpukliður blárra fjalla” Jónina H. Jónsdóttir leikkona les úr ljóðabók eftir Stefán Agúst Kristjánsson. 20.50 Stjörnusöngvarar fyrr og nú Guðmundur Gilsson rekur feril frægra þýskra söngvara Niundi þáttur: Richard Tauber. 21.20 Réttur til starfa Þor- björn Guðmundsson og Snorri S. Konráðsson stjórna viðtalsþætti um iðn- löggjöf. 21.55 Kvöldsagan: „Dagur er upp kominn” eftir Jón Helgason Sveinn Skorri Höskuldsson les (2). 22.20 Lestur Passiusálma Jón Valur Jensson guðfræði- nemi les 49. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir Jórunn Tómasdóttir. 23.35,-Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Miðvikudagur 22. mars 18.00 Ævintýri sótarans (L) Tékknesk leikbrúöumynd. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.10 Bréf frá Karli (L) Karl er fjórtán ára blökkudreng- ur, sem á heima i fátækra- hverfi i New York. Margir unglingar i hverfinu eiga heldur ömurlegt lif fyrir höndum, en Karl og félagar hans eru trúræknir og fullir bjartsýni. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Framtið Fleska (L) Finnsk mynd um feitlaginn strák sem verður aö þola striðnifélaga sinna i skólan- um. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 18.55 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skiðaæfingar(L) Þýskur myndaflokkur 6. þáttur. Þýðandi Eirikur Haralds- son. 21.00 Nýjasta tækni og visindi (L) U ms j ón ar m aðu r Sigurður H. Richter. 21.30 Erfiðir timar (L) Bresk- ur myndaflokkur i fjórum þáttum, byggður á skáld- sögu eftir Charles Dickens. 3. þáttur. Efni annars þátt- ar: Dag nokkurn segir Gradgrind dóttur sinni að Bounderby vilji kvænast henni. Hún fellst á ráðhag- inn. Bounderby býöur ung- um stjórnmáiamanni, Hart- house höfuðsmanni til kvöldverðar. Greinilegt er að hann er meira en li'tið hrifinn af Lovisu. Félagar Stephens Blackpools, leggja hart að honum að ganga i verkalýðsfélagið, en hann neitar af trúarástæðum, þótt hann viti að hann verður útskúfaður fyrir bragöið. Bounderby rekur hann úr vinnu eftir aö hafa reynt árangurslaust að fá upplýsingar um félagið. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.20 Dagskrárlok Kirkjukvöld í Dómkirkj unni Vopnahlé 9 sem berjast i Suöur-Libanon eru úr þeim samtökum. Varnarmála- ráðherrann sagði, að aðeins yrði samið við yfirvöld i Libanon, og talið er að það sé ástæðan fyrir þvi', að fulltrúi Sameinuðu Þjóðanna i Miðausturlöndum, Ensio Siilasvuo fór til Beirut i gær. Talið er að hann hafi látið Weizman fá orðsendinguskömmu áður en yfirlýsingin um vopnahlé kom frá israelsku stjórninni. Sveitir Sameinuðu þjóðanna eru væntanlegar á vetvang i dag, en að öllum likindum mun nokkur timi liða áður en tsraelsmenn verða á fullu á brott frá Suður-Libanon. Það er öryggis- ráðið sem skipar sveitunum á vettvang, en ráðið hvatti ísraels- menn á sunnudag til að verða á brott frá hinum nýherteknu svæðum. Israelsk yfirvöld virðast langt frá þvi að vera ánægð með ákvarðanir öryggisráðs Samein- uðu Þjóðanna og hafa forðazt að lýsa opinberlega yfir samþykki sinu. Israelsmenn eru staðráðnir i að tryggja að liðstyrkur Samein- uðu Þjóðanna i Suður-Libanon verði nægur til að tryggja að skæruliðar hafi þar ekki bæki- stöðvar eða geti ráðizt þaðan á tsraelsriki. Þorskvertíð O land 30 þúsund tonn, um 1/12 af veiðinni áður fyrr. Ofveiðin er hins vegar eina or- sökin fyrir þvi að þorskveiöi hefur farið minnkandi hér við land. Að sögn Sigfúss eru nú tveir þokka- legir árgangar að vaxa upp, frá Arunum 1973 og '76. Til mótvægi við þá eru lélegir árgangar frá ’74, ’75 Og '77. — Þaö kemur fram i gráu skýrslunni svonefndu, að við telj- um að þorskveiði eigi að tak- marka við 270 þús. tonn næstu tvö ár til að ná hrygningarstofninum i 400 þús. tonn áriö 1980. Með þvi að draga úr sókn fengi árangurinn frá 1973 að vaxa og yrði af svipaðri stærð um 1980 eins og hrygningastofninn 1973. Eftir 1980 má búast viö þvi að hrygninga- stofninn fari aftur minnkandi þar til góði árgangurinn frá ’76 er kynþroska, sagði Sigfús að lok- um. Hið árlega kirkjukvöld Bræðra- félags Dómkirkjunnar verður á skirdagskvöld kl. 20.30 i Dóm- kirkjunni. Efni kvöldsins aö þessu sinni verður „Kærleikur og mannleg Ingvar Pórdar- son sýnir í fimmta sinn á Húsavík ÞH — Húsavik. Ingvar Þórðarson opnar málverkasýningu i Safn- aðarheimilinu á Húsavik fimmtu- daginn 23. marz og veröur sýn- ingin opin kl. 16—21 dag hvern til 26. marz. A sýningunni verða 37 oliu- myndir. Sýningin verður fimmta einkasýning Ingvars á Húsavik, en hann hefur áður haft einkasýn- ingar á Akureyri og i Reykjavik. Samþykkur 0 falt mál og varla gerlegt nema með samkomulagi margra aðila. I þvi efni skipti miklu álit og hagsmunir viðskipta- bankanna sjálfra og viðskipta- manna þeirra. Þá benti Ólafur á að árið 1974 hafi einmitt verið flutt stjórnarfrum varp um viðskiptabankana og samein- ingu Búnaöar- og Útvegs- bankans, oghefði þá sýnt sig, að ekki væri nægur hljómgrunnur fyrir sameiningu bankanna. Rekstrarörðugleikar fisk- vinnslu og útgerðar hafa að undanförnu komið nokkuð þungt niður á útvegsbankanum, og eru þau mál bankans nú til athugunar. Sagði Ólafur þegar hann var spui'ður um þessi efni, aðenn hefði ekkert áþreifanlegt gerzt i þessum málum, og gæfi það eitt út af fyrir sig visbend- ingu um að ekki væri eins auðvelt að hreyfa þessum mál- um og sumir ætluðu. samskipti”. Hilmar Helgason formaður S.Á.A. er aðalræðu- maður kvöldsins. Kristinn Bergþórsson syngur sálmalög eftir Sigfús Halldórsson tónskáld með undirleik organista og Jónasar Dagbjartssonar fiðlu- leikara. Lokaorð og bæn flytur séra Hjalti Guðmundsson, dómkirkju- prestur. Tónleikar skólakóra í Hát eigskir kj u Idag, miðvikudaginn 22. marz, efna fjórir skólakórar til tónleika i Háteigskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Kórarnir eru Kór Gagn- fræðackólans á Selfossi, stjórnandi Jón Ingi Sigurmunds- son, Barnakór Akraness, stjórn- andi Jón Karl Einarsson, Kór Hvassaleitisskóla, stjórnandi Herdis Oddsdóttir og kór öldu- túnsskóla, stjórnandi Egill Friðleifsson. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, en þar er að finna innlend og erlend lög allt frá 16. öld til okkar daga. Kórarnir munu koma fram hver i sinu lagi og einnig sameiginlega, og eru kórfélagar samtals um 140. Samkomafyrir aldraöa Barð- strendinga Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins i Reykjavik heldur sam- komu fyrir Barðstrendinga 60 ára og eldri i félagsheimili Langholts- safnaðar á morgun (skirdag). A samkomunni verða flutt ávörp, upplestur, einsöngur og fleira. A eftir verður veitt kaffi. Samkom- an byrjar kl. 14. Barðstrendinga- félagið hefur i mörg ár staðið að samkomum fyrir eldra fólk á skirdag og hafa þær veriö fjölsóttar og vinsælar. Aðgangur er ókeypis.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.