Tíminn - 16.04.1978, Qupperneq 1

Tíminn - 16.04.1978, Qupperneq 1
Siðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 \l " \Á ’ ; 111 rt/yxlfr.-' ».■/;• : ■ |' , J ' Wt N \ 1 I1 {iiSffi1/ - I / r* «|%l m L •<v<: |k V; , w ' > * \ Ra \ w I \í ■■ Sjá, vor- ið er í nánd Þeir eru farnir að vinna i skrúðgörðunum, því bráðum kemur sumarið sunnan yfir hafið, og þá grænkar svörðurinn og trén laufgast á fáum dögum. Það er ekki seinna vænna að klippa trén, þvi að þau vita, hvað i vændum er, og safinn frá rótunum tekur að stiga upp stofninn og seytla út i hverja grein ~ og hvern sprota. Sé þess konar snyrtingu frestað of lengi, „blæðir”trjám og runnum. Safinn rennur þá úr sárinu, og þess konar „blóðmiss- ir” er ekki hollur, ef mikil brögð eru að hon- um. Þetta ættu þeir lika að athuga, er eiga garða við hús sin. Þurfi að klippa greinar af runn- um/eða trjám, er bezt aö gera það strax. Timamynd: Róbert Reykhólaverksmiðjan í gang eftir hálfan mánuð Þegar fengið meira af heitu vatni og mikill hugur i Breiðfirðingum að stunda þangskurð i sumar JH — Ef svo fer sem horfir, mun vinnsla hefjast i þörungaverk- smiðjunni á Reykhólum um næstu mánaðamót, og er skip hennar, Karlsey, farið vestur með tæki handa fyrstu gengjun- um, sem hefja efnisöflun, Jarð- borinn, sem seint og um siðir fékkst vestur, lauk þvi á tiu dög- um að dýpka aðra borholuna, sem verksmiðjan hefur fengið úr heitt vatn, úr sex hundruð metrum i 1040 metra, og er tal- ið, að úr henni muni nú fást tólf til fimmtán sekúndulitrar til viðbótar þvi, sem áður var. Jafnframt hefur verið undirbúin borun nýrrar holu, og er högg- bor, sem notaður hefur verið við það, kominn á þrjátiu og þriggja metra dýpi. — Ég vil ekki fullyrða neitt um vatnsaukann, sem við fáum, fyrr en búið er að mæla rennslið og hitastigið og prófa vatnið við rekstrarskilyrði, sagði Vilhjálmur Lúðviksson, formaður verksmiðjustjórnar, er Timinn sneri sér til hans. En standist þessar fréttir, sem við höfum fengið, höfum viö til umráða nær þvi tvöfalt meira vatn úr þessari borholu en við fengum i fyrra. Að þvi er stefnt, að verk- smiðjan fái um tvö. þúsund lestir af blautu þangi til vinnslu á mánuði i sumar, sagði Vilhjálmur enn fremur, og er það tvöföldun frá þvi i fyrra. Fáist nægjanlega mikið af heitu vatni er hugsanlegt, aö við get- um unnið tvö þúsund og fimm hundruð til þrjú þúsund lestir á mánuði, ef tvær vinnuvaktir væru i verksmiðjunni. Vilhjálmur sagði einnig, að mikill hugur væri i mönnum vestra að safna þangi, og væri svo að heyra, að vilji væri til þess að koma upp einum tiu söfnuriarstöðvum. t fyrra voru þær þrjár eða fjórar, og i raun- inni myndi ekki þurfa nema sex til sjö, þrátt fyrir aukna vinnslu, ef afköst gengjanna yrðu svipuð og þau voru i fyrra. Tvö gengi eru að hefja þang- skurö við Hvammsfjörð, þar sem ekki var neins aflað i fyrra, og eitt á Reykhólum. Von er til þess, að fljótlega hefjist þang- skurður á Skarðsströnd og eitt- hvað seinna úti i Breiðafjaröar- eyjum og vestur i fjörðum. Loks er hugur i skólafólki i Stykkis- hólmi að taka þátt i þangskurði. Þörungaverksmiðjan tekur nú sjálf við rekstri jarðvarma- veitunnar, sem áður var á veg- um Jarðvarmaveitna rikisins, og hún ber einnig ábyrgð á framkvæmdum við öflun meira heits vatns. — Tilraunir standa yfir með gerð þaraseyðis, sem notað er bæði til áburðar og i snyrtivör- ur, er nú eftir að sjá, hvérnig tekst að koma þessu þaraseyði i verð, sagði Vilhjálmur. En um þetta atriði til ég ekki fjölyrða á þessu stigi. Það verður að biöa þar til við erum komnir betur á rekspöl með þetta nýmæli. Að lokum lét hann þess getið. að berg á Reykhólum virtist til- tölulega auðunnið fyrir jarðbor- ana, og ætti það sinn þátt i þvi, að borunin hefði gengið greitt. Tafir heföu engar orðið, eftir að borinn var kominn til starfa, nema litils háttar fyrst i stað vegna ónógs vatns til kælingar. B 1 : Ráðbarður: Að UffpMÍ jljf ju fara ffM B ÍIEífSíít jpilb f v U M mml M ' aftan Menningar- sjóður að 50 ára fólki bls. 16-17 bls. 2 Endurnýjun er oftast til bóta ræðir við Björn Stefánsson kaupfélags- stjóra Rannsakar atferli refa ífeigsfirði bls. 36 Margir ætla að klífa Himalaja bls. 22-23

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.