Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 2
 2 Sunnudagur 16. aprfl 1978 Dagblaðer gefið út hér í Reykjavík, sem Vfsir nefnist. Það miðar efni sit't fyrst og siðast við sölu á síðdegisblaðamarkaðnum, þar sem það á í harðri samkeppni. Af þeim sökum hendir það ritara blaðsins af og til að seilast nokkuð langt inn á brautir æsif rétta- mennskunnar í fréttaflutningi sínum og öðrum skrifum um málefni dagsins. Jafn- vel kemur það fyrir blaðið, að því verði fótaskortur á hinum gullnu brautum sann- leikans í leit sinni að nógu spennandi lestrarefni handa vinnulúnum Reykvíking- um, sem fletta því að loknum ströngum vinnudegi. Þetta blað er að vísu ekki gefið út bein- linisaf neinum einum stjórnmálaf lokki, en eigi að síður leyna pólitísk skrif þess ekki á sér. Það fer ekki á milli mála, að blaðið gengur leynt og Ijóst erinda þeirra afla, sem hvað lengst vilja ganga í þvi að leyfa sem óheftasta gróðasöfnun. Það þýðir með öðrum orðum, að blaðið túlkar skoðanir þeirra manna, sem vilja fá að raka að sér fégróða á kostnað meðborgara sinna, án þess að aðrir séu að viðhafa af því óþarfa af skiptasemi. Blaðið er því opinberlega eða óopinberlega málgagn miskunnarlausustu gróðaaflanna i þjóðfélagi okkar — þeirra manna sem fussa og sveia ef þeir heyra minnzt á það að f ólk eigi að vinna saman að úrlausn þeirra verkefna, sem horfa til framfara og velferðar fyrir hagsmuni landsmanna í heild. ( stað þess að taka þátt i því í samstarfi við aðra meðborgara sína að byggja hér upp lífvænlegt og heilbrigt framtíðarþjóðfélag, vilja þessir menn óáreittir fá að keppa um það við aðra, hver sé ötulastur við að troða skóinn afc náunga sinum. Visir og samvinnuhreyfingin í samræmi við þessa lífshugsjón sjá skriffinnar Vísis rautt, ef þeir heyra minnzt á samvinnuhreyfinguna. Islenzka þjóðin hef ur veriðsvo lánsöm, að henni hef- ur tekizt að byggja hér á landi upp öfluga samvinnuhreyfingu, sem hefur nú um nær aldar skeið unnið myndarlega að því að leysa þau f jölmörgu verkefni, sem íslenzkt atvinnulíf hefur þurft á að halda, svo að eðlilegar framfarir gætu þar orðið. Það hefur verið lán þjóðarinnar, að fyrir til- stuðlan samvinnuhreyfingarinnar — og beinlínis vegna þess hvað tekizt hefur að gera hana öfluga — hafa fjöldamargar nauðsynjaframkvæmdir innan atvinnulífs- ins verið framkvæmdar á félagslegum grundvelli. Þetta hefur leitt til þess, að at- vinnutækin hafa verið og eru rekin með hagsmuni alls almennings fyrir augum, í stað þess að þau myndu að öðrum kosti vera látin mala gull fyrir fáeina auðuga eigend- ur sína. Það er í sjálf u sér eðlilegt, að öfgafyllstu einkarekstrarmenn telji þetta rangláta og vitlausa ráðstöfun á arðinum af vinnu þjóðarinnar. Þeir vilja sem sé fá að ráðsk- ast að vild með meiri eða minni prósentur af.þeim verðmætum, sem alþýða manna til lands og sjávar skapar með vinnu sinni hörðum höndum. En allur þorri lands- manna veit betur, og sér enda ekki tilgang- inn í því að láta nota sig sem vinnudýr til að Ráðbarður: AÐ FARA AFTAN AÐ FÓLK/ leyfa táum Bogesenum að leika sér í vel- lystingum praktuglega. Af þeim sökum er það sem íslendingar hafa sjálfir eflt sam- vinnufélög sín og beitt þeim sem tæki til að tryggja það, að arðurinn af framleiðslunni renni aftur til baka til þeirra sem f ramleiða verðmætin. Þetta hefur þegar orðið til þess að auka hagsæld íslenzku þjóðarinnar ómælanlega, og vonandi verður svo áfram um langa framtíð. Bogesenssjónarmiðin Þetta vita þeir Vísismenn ósköp vel, og af þeim sökum gæta þeir sín vitaskuld á því að halda þvi ekki berum orðum fram frammi fyrir alþjóð, að menn eigi að gefa örfáum Bogesenum ákveðna tiund af vinnu sinni. Afturámóti þurfa þessir menn einhyern veginn að vinna fyrir kaupinu sínu, og þess vegna eru þeir fádæma iðnir við að þoka þessum stefnumálum sínum áfram undir öðru yfirskini. Af þeirri ástæðu er það, að alltaf af og til finna þeir sér tilefni til að ráðast heiftar- lega á samvinnuhreyf inguna, og eru þeir þá ekki alltaf vandir að meðölum. Nýjasta dæmi þessa er leiðari blaðsins frá því s.l. þriðjudag. Þar er enn einu sinni hamrað á þeirri gömlu lummu, að samvinnufélögin í sveitum landsins, eða ,,Síshringurinn" eins og kosið er að orða það í þetta skipti, fari þannig með bændur, að þeir megi nú teljast hálfgerðir leiguliðar kaupfélaganna. Og til- efni þessara ásakana er það eitt, að stór- sprengja, sem átti að verða og varpað var fram á Alþingi í fyrra, reyndist við nánari athugun ekki vera annað en óskaðleg reyk- sprengja. Er þar átt við þá tillögu, sem þar kom fram, um að afurðalán skyldu fram- vegis greiðast beint til bænda, en ekki f ara í gegnum af urðasölufélögin, eins og nú tíðk- ast víðast. Þeir hjá Vísi vita það fullvel, að hér fara þeir í einu og öllu með staðlausa stafi. Það liggur gömul hefð að baki því, að bændur láti kaupfélögin annast það að taka út fyrir sig bæði afurðalán og önnur lán og leggja þau inn á viðskiptareikninga sína. Þetta stafar f yrst og f remst af því, að nánast f rá upphaf i hef ur það í verulegum mæli komið í hlut kaupfélaganna að sjá um að veita al- menna b^nkaþjónustu í dreifbýlinu, og þar af kemur, að þau taka mörg hver að sér að sjá um að greiða reikninga og ganga frá lántökum fyrir félagsmenn sína, og veita þeim margvíslega aðra bankaþjónustu. Þessu hefur og fylgt það, að kaupfélögin hafa einnig tekið að sér að útvega bændum rekstrarfjármagn í verlegum mæli. Allt þetta er hins vegar þjónusta, sem í raun og veru væri eðlilegast að væri veitt innan bankakerfisins, enda hefur hún í vaxandi mæli verið að færast þangað síðustu árin. Vísismönnum er einnig fullkunnugt um það, að af hálfu bæði Sambandsins og kaupfélaganna hefur þvi verið marglýst yfir, að það yrði mjög hagstætt frá sjónar- hóli samvinnuhreyfingarinnar, ef banka- kerfið gerði bændum kleift að staðgreiða kostnaðinn við búreksturinn. Slíkt myndi leiða það af sér, að reikningsviðskipti hjá kaupfélögunum myndu hverfa úr sögunni, en í staðinn tæki bankakerf ið að sér að veita landbúnaðinum nauðsynlega fjár- mögnunarþjónustu. Þetta yrði hagstætt fyrir samvinnuhreyf inguna sérstaklega fyrir þá sök, að þaðer sér í lagi f jármögnun sauðfjárbúskaparins, sem er orðin mjög þungur baggi á henni, einkum í seinni tíð. En á hinn bóginn hafa bændur sjálfir ekki ákveðið að breyta þessu, og á meðan svo er fer það ekki saman við hina lýðræðislegu stjórnun samvinnufélaganna að þau færist undan að inna af höndum þá þjónustu, sem til er ætlazt af þeim. Allt þetta hefur margoft komið fram opinberlega, svo að skriff innum Vísis er vel kunnugt um það. Af þeim sökum er það, að skrif eins og leiðarinn á þriðjudaginn eru f yrirf ram dæmd til þess að verða að stórum og miklum vindhöggum. En samt sem áður reyna Vísismenn að klóra í bakkann með því að reyna að nota þessa líka þokkalegu leið til að koma því inn hjá fólki, að sam- vinnufélögin séu andstæð hagsmunum þess, og að þeim væri betur borgið í höndum þeirra einkarekstrarmanna, sem standa á bak við Vísi. Þetta er eiginlega ekki hægt að kalla annað en að fara aftan að fólki. Fyrirhuguð er 12 daga ferð á vegum framsóknarfélaganna með viðkomu í: HANNOVER - BERLÍN - PRAG — MUNCHEN - KÖLN Einnig er hugsanlegt að hafa viðkomu i LEIPZIG OG SALZBURG Möguleikar eru einnig á að kaupa aðeins flugfar Reykjavik — Hannover — Reykjavík Mjög hagstætt verð Brottför 24. mai — heimkoma 4. júni. Allar nánari upplýsingar á skrif- stofunni Rauðarárstig 18. Simi 2-44-80.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.