Tíminn - 16.04.1978, Side 8
8
Sunnudagur 16. april 1978
Laug i Haukadal 20. júli 1976
Byggt og búið í gamla daga
Litum á 20 ára gamla mynd er
Gunnar Sverrisson tók á Kirkju-
bæjarklaustri — hjá séra Gisla.
Þaö er lif i þvi öllu,rakstrarvél-
inni, kúnni og klárnum! Góð hjú
öll þrjú. Er þetta Búkolla?,
sagði litill snáði. Jæja, þá það,
þú skalt fá það þegar hún
Skjalda ber” raulaði roskin
kona fyrir munni sér. Úr hvaða
leikriti hafði hún þetta? Þið get-
ið spreytt ykkur.
Guðrún Tómasdóttir Skógum
undir Eyjafjöllum sendir
myndirnar af gömlu f járréttinni
og heyskap á Þorvaldseyri.
Réttin var fjárrétt Holtshverf-
inga (V-Eyjafjöllum) i Njóla-
dal. Varð full af ösku eftir
Heklugosið 1947. Var ekki
hreinsuð né notuð eftir það.
Á hinni myndinni er verið að
moka heyi á vagn Ólafs Páls-
sonar á Þorvaldseyri, en Ólafur
var með fyrstu bændum á
Suðurlandi til þess að nota hey-
vagna. Telpan virðist albúin að
aka heyinu i garð. Stórbú er á
Þorvaldseyri eins og kunnugt
er.
20. júli var undirritaður
staddur austur i Haukadal i
Biskupstungum að athuga gróð-
ur á friðaöa svæðinu við Geysi.
Gekk dálitið um nágrennið og
tók þá þessa mynd af Laug,
þriggja bursta bóndabæ. Hey lá
i flekkjum á túninu, en sumt sett
upp i bólstra eða galta. útihús
sjást t.h. Fjallið of.an við bæinn
er allmikið blásið og bert á köfl-
um. Heyrt hafði ég fyrir. löngu
getið Jóns frá Laug, manns sem
ræktaði ætisveppi og hafði tekið
þátt i Grænlandsleiðangri, ef ég
man rétt?
Ljúkum þættinum i Suðurgötu
i Reykjavik undir greinum
hlynsins mikla, en limar hans
bera i mikið, rautt gamalt
timburhús nr. 8. Hefur sómt sér
vel á sinum duggarabandsár-
um, en er litt við haldið. Til
hægri sér á hús Helga Hjörvar,
litið að visu en leynir á sér, var
eitt sinn sagt — og átti bæði við
húsið og eigandann. Húsið t.v.
hýsir nú oft listsýningar.
Einn af heyvögnum Ólafs Pálssonar á Þorvaldseyri
Á Kirkjubæjarklaustri fyrir 20 árum
t Suðurgötu Reykjavík 29/5 1976