Tíminn - 16.04.1978, Page 16

Tíminn - 16.04.1978, Page 16
16 Sunnudagur 16. apríl 1978 Margþætt menn maður, Björn Th. Björnsson, Jón Sigurðsson, ritari, Kristján Benediktsson, formaður Menntamálaráðs, og Matthias Jóhannessen. Varamenn i Menntamálaráði nú eru þessir: Eirikur Hreinn Finnbogason, Arni Bergmann, Áslaug Brynjólfsdóttir, Þorsteinn Ólafsson og Halldór Blöndal. Frá upphafi hafa þessir verið formenn Menntamálaráðs: Sigurður Nordal (1928-31), Barði Guðmundsson (1931-33), Kristján Albertsson (1933-34), Jónas Jónsson (1934-43), Valtýr Stefánsson (1943-56), Helgi Sæmundsson (1956-59), Kristján Benediktsson (1959), Helgi Sæmundsson (1960-67) Vil- hjálmur Þ. Gislason (1967-71), Inga Birna Jónsdóttir (1971-74) og Kristján Benediktsson (1974- og siðan) Þessir menn hafa verið for- stöðumenn Menningarsjóðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs: Steingrimur Guðmundsson (til 1939), Jón Emil Guðjónsson (1939-56), og Gils Guðmundsson (1956 og siðan). — en i forföllum hans frá 1972 hafa þessir gegnt starfinu: Höskuldur Frimannsson (1972- 75), Jón Sigurðsson (1975-77) og Hrólfur Halldórsson (1977 og siðan). Auk forstöðumanns starfa þessir menn nú við Menningar- sjóð: Svanhvit Sigurlinnadóttir, ritari, Ebenezer Guðjónsson, sölustjóri, Helgi Sæmundsson, útgáfuráðunautur og Ragnheið- ur Snorradóttir, ræstingarmað- ur. Samstarf við vísinda- og rannsóknastofnanir Bókaútgáfa Menningarsjóðs starfar i nánu samstarfi við Hið islenzka þjóðvinafélag og ann- ast afgreiðslu bóka þess. A sið- ari árum hefur útgáfan leitazt við að sinna sérteknum verkefn- um við hlið annarrar útgáfu- starfsemi i landinu. Hefur verið fylgt útgáfustefnu sem hér seg- ir: 1. visinda- og fræðirit, m.a. yfir- lits-og alfræðibækur: ritgerð- ir um sérfræðileg efni: orða- bækur: fræðilegar útgáfur handrita. 2. bókmenntaverk, m.a. verk sem Menntamálaráð leitar sérstaklega eftir eða efnir til samkeppni um: verk is- lenzkra höfunda sem hafa bókmenntalegt gildi: yfirlits- og sýnisbækur, þýðingar val- inna verka heimsbókmennta. 3. bækur um listir. 4. útgáfa tónverka á nótum og hljómplötum. 5. smábækur Menningarsjóðs. 6. timarit og/eða félagsrit. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins gefur út Almanak Islands i samvinnu við Inga Birna Jónsdóttir Sigurður Nordai Kristján Albertsson Jónas Jónsson Vaitýr Stefánsson Menningarsjóður var stofnað- ur með lögum 12. april 1928 og var i lögunum kveðiö svo á, að þingkjörin nefnd, Menntamála- ráð, skyldi vera stjórn sjóösins. Menntamálaráð kom saman til fyrsta fundar hinn 1. júni 1928 og hefur á hálfrar aldar skeiði haldið 1088 fundi alls. ,,A árinu 1928 var mikil gróska i þjóðlifi okkar bæði á hinu andlega og veraldlega sviði, sem glöggt kemur fram i löggjafarstarfsemi Alþingis. Þá voru ekki einungis sett lög um Menntamálaráö og Menningar- sjóö.Þá voru sett lög um gagn- fræöaskóla i Reykjavik, um friðun Þingvalla, Sundhöll i Reykjavik og mikill lagabálkur staðfestur um stofnun og rekst- ur útvarps, svo að nokkuð sé nefnt”. Svo fórust Kristjáni Benediktssyni orð á fundi með fréttamönnum i tilefni hálfrar aldar afmælis Menningarsjóðs i liðinni viku. Um skeið stærsta bóka- forlagið Menningarsjóði var frá upp- hafi ætlað þaö hlutverk að styðja almenna menningu i landinu, rannsókn islenzkrar náttúru og þróun þjóölegrar listar. Starfsemi Menningarsjóðs var mjög margþætt lengi fram- an af, en sem kunnugt er hefur talsverð sérhæfing átt sér stað i þessum efnum á siðari árum. Má þannig segja að eftirtaldar stofnanir hafi sprottið af menn- ingarsjóði: Listasafn Islands, Visindasjóður, Rikisútgáfa námsbóka, Lánasjóður islenzkra náms- manna, Fræðslumyndasafn rikisins, — auk ýmissa opinberra styrktarsjóða og árlegra fjár- veitinga vegna starfa aö listum og menntum i landinu. Þessi þróun á sér enn stað, og hafa miklar umræður verið að und- anförnu um stofnun sérstaks Kvikmyndasjóðs. Bókaútgáfa hefur löngum verið umfangsmesti þátturinn i starfsemi Menningarsjóðs og yfirgnæfandi eftir að afskiptum sjóösins af námslánum lauk. A vegum Bókadeildar Menningar- sjóðs og siðar Bókaútgáfu Menningarsjóðs var á sin- um tima komið upp mjög fjölmennu félagsmannakérfi um allt land, og var hér um að ræöa stærsta bókaforlag lands- ins um árabil. Hefur starfslið Menningarsjóðs jöfnum hönd- um unnið að útgáfustarfseminni og öðrum þáttum i sörfum stofnunarinnar. Verðugt framlag til menningarsögu þjóöar- innar A 1087. fundi Menntamálaráðs var ákveðið að efna til# útgáfu bókar um þjóðgarða Islands, fólkvanga og friðlýst svæöi i til- „LandshöfAingjahúsið”, núverandi aðsetur Menningarsjóðs. efni af 50 ára afmæli Menn- ingarsjóðs. Bók þessi á að verða eins kon- ar hringferill um landið og ein- stakir menn verða fengnir til að rita um ákveðinn stað eða staði. Gisli Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri verður rit- stjóri og velur hann höfunda i samráði viö útgefanda, sér um samræmingu og fullvinnslu til útgáfu. Menntamálaráð hefur valið útgáfunefnd, sem verður ritstjóra til ráðuneytis, og skipa hana Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Björn Th. Björnsson listfræðingur, Jónas Jónsson formaöur Skógræktar- félags tslands og Sigurður Þór- arinsson jaröfræðingur. Þessir aðilar skulu gera i sameiningu sem nákvæmasta áætlun um verkið og leggja þá áætlun fyrir Menntamálaráð til samþykktar ásamt með grófri kostnaðar- áætlun og timasetningu um út- komu. Bókin er hugsuð sem stofn, er siðar megi endurskoða og bæta við eftir þvi sem aðstæöur breytast og friðlýstum svæðum fjölgar. Umbroti bókarinnar verður hagaö með tilliti til þess, að unnt sé að gefa hana út með tvenns konar umbúnaði, sem leiðarbók og einnig i vandaðri mynd- skreyttri útgáfu. Menntamálaráö væntir sér mikils af starfi fyrrnefndra manna og vonar, að þetta rit- verk geti oröið verðugt framlag til menningarsögu þjóðarinnar. Menntamálaráð og starfsmenn Menningar- sjóðs I hinu fyrsta Menntamálaráði áttu sæti: Ingibjörg H. Bjarnason, al- þingismaður, varaformaður, Sigurður Nordal, prófessor, for- maður, Ragnar Asgeirsson, garðyrkjuráðunautur, Arni Pálsson, bókavörður, siðar prófessor, og Stefán Jóhann Stefánsson, hæstaréttarlögmaö- ur. Menntamálaráð er kjörið á Alþingi eftir hverjar almennar þingkosningar, og var núver- andi ráö kjörið i desember 1974. Nú sitja þessir menn i Mennta- málaráði: Baldvin Tryggvason, varafor-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.