Tíminn - 16.04.1978, Side 20
20
Sunnudagur 16. apríl 1978
Egilssta&ir á Fljótsdalshéra&i. Þar hefur myndazt glæsileg byggö á skömmum tfma.
Mesta heillaspor
ævinnar
— Þú hefur svo fariö til
Stöövarfjaröar?
— Já, og þaö er áreiðanlega
mesta heillaspor sem ég hef stigiö
um dagana. Þangað sótti ég
mestu gæfu lifs mins, eiginkonu
mina, Þorbjörgu Einarsdóttur.
Hún er dóttir Einars Benedikts-
sonar, simstöövarstjóra á
Stöövarfiröi. Og þannig á ég
hjónaband mitt að verulegu leyti
að þakka hinum ágæta manni,
Siguröi Kristinssyni. Við gengum
i hjónaband 9. mai 1941 og höfum
deilt kjörum siðan.
— Hvaö varst þú svo lengi á
Stöðvarfirði?
— 1 fimmtán ár. Þar var gott aö
vera, en annrikið var gifurlegt. I
rauninni var ekki um neitt annað
að ræða en að vinna öllum stund-
um, og um eftirvinnu var ekki aö
tala — það þekktist ekki að gera
neinn mun á dagvinnu og eftir-
vinnu, og kaupið varð ekkert
hærra, hvort sem unnið var i átta,
tiu, tólf eða fjórtán tima á sólar-
hring — eða jafnvel enn lengur.
A þessum árum voru flestir
menn þar um slóðir tekjulitlir.
Laun min voru líka lág, en ég var
ekkert óánægður með þau. Lik-
lega er ég fæddur með einhverja
jafnaðarmennskutrú i blóðinu,
þvi ég hef frá þvi ég man fyrst
eftir óskað þess, að kjör manna
væru sem jöfnust. A Stöðvarfirði
bar ég mig saman við fólkiö sem
ég vann með daglega, og komst
að þeirri niðurstöðu, að ég væri
með tekjuhæstu mönnum staðar-
ins. Ég kunni þvi siður en svo vel,
og fannst kaupið mitt frekar of
hátt en of lágt. Sjálfsagt finnst
sumum þetta undarlegt, og ekki
kæmi mér á óvart þótt einhver
yrði tíl þessað hlæja að þessu við-
horfi minu, en það verður þá að
hafa það. Éger svona gerður, og
ef þetta er galli á mér, þá er hann
þeim að kenna sem skapaði mig,
en ekki mér.
Ég veit; að það hefði verið erfitt
að haga sér eins og ég gerði, —
hugsa aldrei um aö eignast neitt
— ef ég hefði ekki verið svo lán-
samur að vera kvæntur konu,
sem var sömu gerðar og ég að
þessu leyti. Hún skildi viðhorf
mitt, vildi að við lifðum hófsam-
lega sjálf, en reyndum heldur að
verða öðrum að liði, eftir þvi sem
i okkar valdi stæði. Það er þess
vegna staðreynd, að ef mér hefur
tekizt eitthvað sæmilega i störf-
um minum sem kaupfélagsstjóri,
þá er það fyrst og fremst konu
minni að þakka. Hún hvatti mig
og studdi með ráöum og dáð til
þess að greiða götu manna og
vinna að almannaheill eins og
mér væri unnt.
Sjálfsagt hefur vinnutimi minn
á Stöðvarfirði oft veriö heimsku-
lega langur. Ég þurfti iðulega aö
vera sjálfur i búðinni allan daginn
og vinna skrifstofustörfin á
kvöldin eða nóttunni, eftir af-
greiðslutima. En aldrei kvartaði
kona min. Hins vegar vissi ég að
þeir voru til, sem sögðu, að ég
tæki kaupfélagið og viðskipta-
menn þess fram yfir mitt eigið
heimili og sinnti þeim meira en
fjölskyldu minni. Auðvitað höfðu
þeir sem svo töluðu talsvert til
sins máls, en viö þvi er ekki svo
gott að gera, þegar menn lenda i
aðstöðu eins og þeirri sem ég bjó
við á meðan ég var kaupfélags-
stjóri á Stöðvarfirði.
Kynntist miklum félags-
hyggjumönnum á Siglu-
firði
— En svo hafa timarnir verið
breyttir, þegar þú komst til Siglu-
fjarðar árið 1954?
— Já, að visu. Ég réðist þangað
vegna þess, að kaupfélagsstjór-
inn þar var sendur til Ameriku til
þess að vinna á skrifstofu Sam-
bandsins þar. Sem sagt: Nú bað
Vilhjálmur Þór, þáverandi for-
stjóri Sambandsins, mig að fara
til Sigluf jarðar til þess að taka að
mér stjórn kaupfélagsins þar. —
Ég man, að ég svaraði Vilhjálmi
þvi, að ég vissi ekkert um Siglu-
fjörð, og ég vissi ekki hversu
heppilegt það væri að ég gerðist
kaupfélagsstjóri i bæ, sem ég
þekkti ekki neitt. Vilhjálmur
svaraði, að ég væri ekki ráðinn til
lifstiðar, þótt ég færi til Siglu-
fjarðar. Um þann stað væri
margt gott að segja, og að hann
treysti mér til þess að taka þetta
aðmér, þótt ókunnugur væri. Það
varðsvoúr, að ég fór til Siglufjart
ar með fjölskyldu mina, og þar
vorum við frá þvi um vorið 1954 til
hausts 1961.
— Og hvernig likaði þér svo á
Siglufirði?
— Arin, sem ég var þar, voru
góðurtimi. Siglfirðingar reyndust
mér mesta ágætisfólk, ogég efast
um að ég hafi nokkurs staðar
kynnzt meira félagshyggjufólki
en þar. Þetta kann lika að eiga
sér ýmsar ytri skýringar. Staður-
inn var mjög einangraður mikinn
hluta ársins. 1 sjö til átta mánuði
á ári nutu Siglfirðingar ekki
neinna samgangna, annarra en
skipaferða, sem að visu voru
reglulegar og veittu ómetanlega
þjónustu. Mér þykir liklegt, að
einangrunin hafi þjappað fólkinu
saman, og eflt með þvi félags-
hyggjuna, þvi að ég hygg það haf-
ið yfir allan efa að Siglfirðingar
hafi verið meiri félagshyggju-
menn en almennt gerist. Þar voru
til dæmis mjög margir ágætir
kaupfélagsmenn, og mörg dæmi
vissi ég þess, að konur gengju i
kaupfélagið og væru þar virkir
starfskraftar, þótt eiginmenn
þeirra hefðu átt i einhverjum úti-
stöðum við félagið, en vitanlega
voru félagsmálastörf ekki ein-
tómur dans á rósum — á Siglu-
firði fremur enannarsstaðar, þar
sem mannleg samskipti eiga sér
stað.
Já, það var gaman að vinna á
Siglufirði, og þar komst ég i
snertingu við atvinnugrein, sem
ég hafði ekki kynnzt fyrr, það var
sildarútgerð. Kaupfélagið á
Siglufirði rak sildarsöltun, og ég
var svo lánsamur, að söltun var
talsverð þessi ár sem ég var
þarna, svo rekstur kaupfélagsins
gekk vel.
Okkur leið vel á Siglufirði, og
það var miklu léttara að starfa
þar en verið hafði á Stöðvarfirði.
Þetta stafaði ekki sizt af þvi, að á
Stöðvarfirði var kaupfélagið ekki
aðeins þjónustufyrirtæki, heldur
lika banki staðarins. Þannig var
ekki i pottínn búið á Siglufirði,
þar var peningastofnun, og þess
vegna var ég þar laus við þessa
eilifu spurningu um, hvað ég
mættí teygja mig langt til móts
viðhagsmuni félagsmannanna án
þess að það kæmi niður á hag
félagsins. A Siglufirði var ein-
göngu staðgreiðsla, ég var að
mestu laus við fjármálaáhyggjur,
og aö öllu saman lögðu held ég að
árin þar hafi verið léttasti timinn
i lifi okkar hjónanna, það er að
segja á meðan ég fékkst við að
veita kaupfélögum forstöðu. Og
Siglfirðingar eru ágætisfólk. I
hugum okkar hafa þeir fyrir
löngu hlotið sess við hliðina á
Austfirðingum, — og þá er langt
til jafnað, eins og þú getur nærri!
Enn var stofnað til
nýrra kynna
En þó að okkur liði vel á Siglu-
firði, þá vorum við þó fyrst og
fremst Austfirðingar, og löngum
var hugurinn fyrir austan. Svo
gerðist það einn góðan veðurdag,
að enn komu óskir frá Sambandi
islenzkra samvinnufélaga. Nú
var Erlendur Einarsson orðinn
forstjóri Sambandsins, ognú voru
óskirnar á þá leið, hvort ég vildi
ekki veita forstöðu Kaupfélagi
Héraðsbúaogeiga heima áEgils-
stöðum. Þorsteinn Jónsson var að
láta af störfum, og hafði bent á
mig sem eftirmann sinn. Þá stóðu
fyrir dyrum nokkrar breytingai
hjá KaupfélagiHéraðsbúa.og þar
á meðal að kaupfélagsstjórinn
sæti ekki á Reyðarfirði, heldur
Egilsstöðum. Það varð svo úr, að
við fluttumst austur i Egilsstaði
haustið 1961, og þar var ég kaup-
félagsstjóriþangað til á miðju ári
1967.
— Var ekki gaman að eiga
heima á þeim fagra staö, Egiis-
stööum?
— Jú, það var sérlega ánægju-
legur timi, sem viðáttum þar. Við
eigum margar ánægjulegar
minningar frá Héraðinu. Við er-
um bæði þannig gerð, hjónin, og
konan min ekki siður en ég, að
okkur þykir gaman að bjóöa fólki
heim til okkar o g að eiga með þvi
ánægjulega stund yfir kaffibolla
eða við matborð. Það var gest-
kvæmt hjá okkur hjónunum árin
sem viðáttum heimaá Egilsstöð-
um, en gróðinn var mestur á okk-
ar hlið, —ánægjan af þvi að kynn-
ast þessu ágæta fólki og blanda
geði við það.
— Þið hafið auðvitaö kynnzt
mörguin Héraösbúum á þessum
árum?
— Já, ákaflega mörgum. Við
erum sammála um það, hjónin,
að við höfum hvergi kynnzt jafn-
mörgum sjálfstæðum og þroskuð-
um einstaklingum og á Héraði.
Við höfum alls staðar kynnzt góðu
fólki, en á Héraði er óvenjumargt
af eftirminnilegum mönnum,
sjálfstæðum í hugsun og athöfn-
um.
— Svo kom aö því að þú hættir
störfum sem kaupfélagsstjóri á
Egilsstöðum?
— Já, ég ákvað að vera ekki of
lengi þar, fremur en annars stað-
ar. Ég vildi ekki þrauka svo lengi,
að ég væri kannski orðinn til
meira ógagns en gagns. Eftir
tæplega sex ára dvöl á Egilsstöð-
um fluttumst við hjónin „suður”.
Égvissi, að i Reykjavik var rikis-
fyrirtæki, sem heitir Afengis-
varnaráð. Ég vissi enn fremur, að
þar stóðmér til boöa starf, og það
heillaði mig, eins og störfin að
málefnum samvinnuhreyfingar-
innar. Mig hafði alla ævi langað
til þess að vinna að bindindismál-
um, þvi aö ég haíði oft og viða
orðið vitni að þvi böli, sem
áfengisnautn olli fjölda manna.
Það er svo ekki að orðlengja, að
ég gerðist erindreki Afengis-
varnaráðs og starfaði þar i tiu ár.
Ég ferðaðist um allt land, kom i
allar sýslur landsins og I flestar
sveitir og þorp. Enn einu sinni
gafst mér tækifæri tíl þess að
kynnast mörgu fólki og eiga við
það samskipti, en það hefur mér
alltaf þótt eftirsóknarvert.
,,Ég vinn i fiski”
— Svo hættir þú hjá Áfengis-
varnaráöi eftir tiu ára starf þar.
Hvaö gerir þú núna?
— Ég vinn i fiski.
— Hvað segirðu? Misheyrðist
mér ekki?
— Nei, þú heyrðir vist alveg
rétt. Ég vinn hjá Hjalli h.f., sem
er fiskverkun við Hafnarbrautina
i Kópavogi. Ég hef um árabil átt
heima þarna úti á Kársnesinu,
svo sem tiu eða tólf minútna gang
frá Hjalli, svoþaðer ekki langt að
fara á milli vinnustaðar og
heimilis. —Það getur vel verið að
sumir undrist hegðun mina, en ég
get fullvissað hvern sem er um
það, að þetta á vel við mig. Nú
þjóna ég lund minni, vinn likam-
lega vinnu, er mikið úti, og hefur
sjaldan liðið betur um dagana. A
sumrin fer ég austur á Austfirði,
áfornarslóðir,ogslæ þar túnblett
með orfi og ljá. Heyskapurinn er
að visu ekki stór i sniðum, en
hvað gerir það til?
Þú getur reynt að bera þetta
háttalag mitt saman við ráða-
breytni sumra embættísmanna,
sem sitja i sama skrifstofustóln-
um I tuttugu, þrjátiu eða fjörutiu
ár, hætta svo allt i einu og falla
saman, þegar embættisferlinum
er lokið. Seinasti vinnudagurinn
þeirra á skrifstofunni er nokkurs
konar dánardægur. Það er blátt
áfram hörmulegt, þvi að oft eiga
þessir menn mikið eftir af and-
legu og likamlegu þreki, sem þeir
geta notfært sér til elli, ef rétt er
að farið. — Ég verð sjötugur eftir
nákvæmlega tvö ár, —• ég er
fæddur i april — en mér dettur
ekki i hug að setjast i helgan stein
á þeim degi sem ég fylli sjöunda
tuginn. Ég ætla að stunda útiveru
og slá túnblettinn fýrir austan,
eins lengi og ég get, hvað sem
árunum litur.
— Þér finnst þú þá kannski ekki
hafa tapað á þvi aö skipta svona
oft um aðsetur, þött þú hafir oft-
ast flutt þig um set samkvæmt
beiðni annarra manna?
— Nei, ég hef ekki tapað neinu
við það. Ef ég ætti kost á þvi að
lifa öðru sinni, myndi ég endur-
taka lif mitt. Ég segi ekki að ég
myndi ekki reyna að gera sumt
skynsamlegar en raun hefur orðið
á hjá mér á liðnum áratugum, en
i megindráttum myndi ég haga.
mér eins. Það er ávinningur að
kynnast nýjum mönnum, nýjum
viðhorfum og nýjum stöðum. Ég
hef alltaf grætt eitthvað við hver
bústaðaskipti.
-VS.
Skólar — Æskulýðs-
heimili Félagsheimili
Klúbbar
Póstsendum!
Leikspíl
30 geröir
Efnafræöisett
no. 1/ 2, 3, 4, og
Billiardborð
Bingó
Bobborð
Geimfaraspil
Halma
Hoppla
Hokus pokus
Iþróttaspil
Kinaskák
Kúluspil
Kúrekaspil
Kappakstursspil
Ludo
Manntaf I
Mastermind
Mindmovers
Myndabingó
Paddington
Rúlletta
Siglingaspil
Söguspilið
Teiknispil
utvegsspiliö
Knattspyrnuspil
4 tegundir
Myndir til að
mála eftir
númerum.
Leikfangahúsið
Skólavörðustíg 10, sími 14806