Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 22

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 7. mai 1978. Nútíminn ★ ★ ★ * 4* Dave Grcenfield fór á kostum i hljómborftsleik. Timamyndir Róbert Þaö var þröngt á þingi er Stranglers léku lagið „Down in the Sewer gegn Stranglers slógu í — á stórkostlegum hljómleikum í Laugardalshöll Einhverjir eftirminnilegustu popphljómleikar sem hér hafa verið haldnir fóru fram i Laugardalshöllinni s.l. mið- vikudagskvöld. Hljómleikarnir voru einkum merkilegir fyrir þær sakir að sjaldan eða aldrei hefur nokkur hljómsveit sem komið hefur fram á sviði hér- lendis náð öðrum eins ógnartök- um á áheyrendum og Stranglers þetta umrædda kvöld. Segja má að áheyrendur sem voru u.þ.b. 2% islenzku þjóðarinnar eða 4500 manns hafi dansað eftir nótum Stranglers frá upphafi allt til enda og eitt er vist að aldrei fyrr hefur klæðnaður fólks á hljómleikum hérlendis verið eins fjölskrúðugur og við þetta tækifæri, þvi segja má að obbinn af þeim fjölmörgu unglingum sem sóttu hljómleik- ana hafi verið á einn eða annan hátt eins afkáralega klæddur og framast er unnt. Gekk þetta það langt að margir hverjir voru með öryggisnælur i gegn um kinnar og nef auk fjölda keðja sem var komið fyrir á ýmsum stööum likamans og ekki má gleyma striðsmálningunni sem hver indiáni hefði mátt vera full sæmdur af. Mörgum þeim sem blöskraði útgangurinn á ung- viðinu varð ti'ðrætt um það hvar þessi lýður héldi sig dags dag- lega en hætt er við að viðhafnar- gallinn rykfalli þessa dagana uppi á háalofti eða niðri i geymslu og þó hver veit nema það verði „punk” suraar á Is- landi en það væri vel við hæfi þar sem fyrirbrigði þettaer sem óðast að liða undir lok i föður- húsum sinum, Bretlandi. Þess i stað eru hljómsveitir eins og Stranglers, Elvis Costello - the Attractions, Nick Lowe o.fl. að hefjast til vegs og virðingar, án alls þess afkáraháttar sem ein- kennt hefur „punk”. Svo við vikjum nú aftur að hljómleikunum, þá hófust þeir með þvi að Baldvin Jónsson kynnir steig fram fyrir skjöldu og færði viðstöddum þá sorgar- fregn að Þursaflokkurinn kæmi ekki fram á hljómleikunum. Siðan kom Þursaflokkurinn fram á sviðið og Egill Spilverks- maður sem hafði orð fyrir þeim skýrði áhorfendum frá þvi að þeir félagar sæju sér ekki fært að koma fram, þar sem þeir hefðu ekki fengið að hljóðprófa tæki sín en áður hafði verið gengið frá þvi við Albion um- boðsskrifstofuna að bæði Þursa- flokkurinn og Póker fengju að hljóðprófa i tvo klukkutima fyrir hljómleikana og áttu að- stoðarmenn Stranglers að vera þeim til aðstoðar þar sem þeir einir manna kunnu skil á tækja- búnaði kyrkjaranna. En Egill Spilverksmaður lofaði viðstödd- um hljómleikum á næstunni og harmaði enn einu sinni að þetta hefði þurft að fara svo. (Ath. Nútimans. — Undir- ritaður telur að Þursaflokkur- inn hafi gert hárrétt með þvi að koma ekki fram þvi að annað hvort eru menn menn eða mýs hvort sem við er að etja kyrkj- ara eða ekki og tel ég að i ljósi þess hvernig fór fyrir Póker á umræddum hljómleikum megi Þursar prisa sig sæla fyrir að þurfa ekki að koma fram við slikar aðstæður). Eftir að Þursaflokkurinn hafði lokið máli sinu sem fékk misjafnar undirtektir við- staddra komu Halli og Laddi fram og skemmtu fólki á sinn alkunna háttum stund en að at- riði þeirra loknu kynntu þeir hljómsveitina Póker. Liðsmenn Pókers tindust svo inn á sviðið og eins og Þursar tilkynntu þeir áhorfendum að þeir hefðu ekki fengið að hljóðprófa. Taldi Pétur Kristjánsson söngvari ekki ógerlegt að takast mætti að stilla hljóðfærin á stuttum tima og bað menn að virða það þeim til vorkunnar ef hljóöið yrði slæmt til að byrja með. Siðan hófu Póker leik sinn og er skemmst frá þvi að segja að fyrri helmingur laga þeirra „gjöreyðilagðist” i flutningi, þar sem alls kyns ískur.væl og önnur óþægileg aukahljóð blönduðust tónlistarflutningn- um og var það ekki fyrr en Pók- er voru nær þvi hálfnaðir með efni sitt að hljómburður var orðinn það sæmilegur að hlusta mátti á tónlistina án þess að eiga á hættu að dynjandi bassa- hljóð skæfu á manni hlustirnar. Siðari helmingur laga Pókers voru góð sem og vafalaust hin fyrri en aldrei varð hljóðið það gott að gaman væri hægt að hafa af flutningum. (Ath- semd Nútimans — Eft- ir hljómleikana heyrðust þær raddir að tækin hefðu verið vísvitandi vanstillt til þessað gera islenzku listamönnunum eins erfitt fyrir og framast var kostur en hvort sem það var ætlunin eða ekki þá þarf ekki lengi að velta vöngum yfir þvi hvernig þetta hefur átt sér stað eða er einhver svo einfaldur að halda að hljómsveit eins og Stranglers sem hefur i hundruð skipta verið upphitunarhljóm- sveithjá öðrumog þekkir þvi öll þau brögð sem beitt eru taki „séns” á þvi að óþekkt islenzk hljómsveit skyggi á þá. Þessi sjálfsbjargarviðleitni Stranglers að kyrkja aðrar hljómsveitir i fæðingu réttlætir þó á engan hátt framkomu þeirra og umboðsskrifstofunnar Albion. En svona er „sjó- bisnessinn”. Eins manns dauði er annars brauð.) Eftir að Póker höfðu lokið leik sinum brugðu Halli og Laddi á leik en að atriði þeirra loknu kom Baldvin Jónsson kynnir fram á sviðið og tilkynnti 20 minútna hlé. Og viti menn hléið varð aðeins 20 minútur en að þvi' loknu kom kynnirinn aftur fram á sviðið og bað menn að brýna raddirnar þvi að röðin væri komin að Stranglers og myndu þeir birt- ast á sviðinu innan skamms. Ætlaði nú allt vitlaust að verða og ekki dró úr látunum þegar Stranglers birtust á sviðinu en þeir voru ekkert að tvinóna við hlutina heldursettu þeir þegar i kraftgirinn og fýrsta lagið sem þeir léku var hið gamalkunna (Get a) GRIP (on yourself) en það var fyrsta Stranglers lagið sem öðlaðist einhverjar vin- sældir svo heitið gæti. Ekki fannst mér Stranglers sannfærandi í fyrstu tveim lögunum en með „Bring on the Nubiles” náði Stranglers svo sannarlega taki á áheyrendum og þvi héldu þeir út alla hljóm- leikana. I kjölfar „Bring on the Nubiles” komu lögin „Princess of the Streets”, þar sem Dave Greenfield hljómborðsleikari söng aðalrödd af mikilli list. Siöan kom hið stórgóða lag þeirra „Hanging Around” en öll þessi fyrstu lög voru af fyrstu hljómplötunni þeirra, Rattus Norwegicus. Á meðan Stranglers léku „Hanging Around” óx stemmningin i saln- um um allan helming og ekki minnkaði hún þegar Stranglers léki nýja lagið sitt „Nice and Sleezy”. Það vakti athygli mina hve vel Stranglers voru undirbúnir og öll dagskráin pottþétt. Ekk- ert óþarfa kjaftæði á milli laga heldur runnu lögin áfram snurðulaust eins og i vel smurðri vél. Einu útúrdúrarnir voru þegar Hugh Cornwell impraði á þvi af og til við áhorf- endur hvort það væru ekki örugglega tvö prósent þjóðar- innar sem mætt væru á hljóm- leik ana. Næsta lag á dagskrá hjá Stranglers var „Something better change” og var það mjög vel flutt. Þegar áður en það lag var búið voru áhorfendur farnir að kalla No more heroes og Stranglers brugðust ekki vonum þeirra þvi að „No more Heroes” var næst á dagskránni og má segja að Stranglers hafi farið á kostum i' flutningi þess. Burnel bassaleikara var nú farið aðhitna i hamsi og þvi fór hann að fækka fötum i samræmi við það og lagði frá sér leður- jakkanna sem er orðinn eins konar vörumerki fyrir hann. Eftir stóð Burnel á svörtum net- bol og var ekki laust við að manni fyndist sem fiðringur færi um kvennaskarann við þetta framlag Burnels. Stranglers fluttu þvi næst tvö lög af nýju plötunni „Black & White.” A eftir þeim flutningi komu lög eins og „Feel like a Wog”, „Burning up Time”, „London Lady” og „Down in the Sewer”, en i þvi lagi náðu hljómleikarnir hámarki og var gaman að sjá til Stranglers á sviðinu. Jean Jacques Burnel og Hugh Cornwell nánast skriðu eftir sviðinu en á bak við þá fóru Jet Black trommuleikari og Dave Greenfield á kostum og er ekki ofsagt að hlutur þeirra á þessum hljómleikum var meiri en margur átti von á. „Down in the Sewer” var siðasta lag Stranglers á efnisskránni en áhorfendur létu sitt ekki eftir liggja og klöppuðu kappana upp og sluppu þeir ekki fyrr en þeir höfðu leikið þrjú aukalög. Fyrsta aukalagið sem þeir léku var „Five Minutes” en það er af litilli plötu sem Stranglers sendu frá sér fyrir nokkru. Þegar hér var komið sögu voru Framhald á bls. 31 Séð yfir sviðið á hljómleikum Stranglers. Eins og sjá má hafði Dave Greenfield hljóm- borösleikari i ýmsu að snúast en fjær á myndinni eru Hugh Cornwell og Jean Jacques Burnel i banastuði. _ Burnei mundar bassann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.