Tíminn - 07.05.1978, Qupperneq 23

Tíminn - 07.05.1978, Qupperneq 23
Sunnudagur 7. mai 1978. 23 „Mér verður flökurt ef ég heyri minnzt á Genesis” — sagði Jet Black trommuleikari Stranglers í viðtali við Nú-Tímann A blaðamannafundi, sem haldinn var með hljómsveitinni Stranglerss.l. þriðjudagskvöld i Hljóðrita i Hafnarfirði, náði blaðamaður Nútimans tali af Jet Black trommuleikara hljómsveitarinnar og fer við- talið hér á eftir. Blm: Nú erub þið að koma frá hljómleikahaldi i Bandarikjun- um. Hvernig voru viðtökur bandariskra hlustenda? Black: Ég myndi segja að við- tökurnar hefðu verið nokkuð góðar. Það var mestmegnis ungtfólk sem sótti hljómleikana og af hálfgeröri forvitni, þvl að þess sem við hljóðrituðum þessar tvær plötur. (Eftir þvi sem Jean Jacques Burnel bassaleikari Stranglers sagði blm. i Skiðaskálanum i Hvera- dölum þá liðu 10 vikur á milli). Blm.: NU kemur nýja platan ykkar, „Black & White” á markað innan skamms. Verða einhverjar stórvægilegar breyt- ingará henni frá fyrri plötum? Black: Stórvægilegar verða þær ekki, en hún verður mun þyngri og hvað þróun varðar er hún i beinu framhaldi af hinum fyrri. Blm.: Það vekur athygli þegar hlustað er á plötur ykkar að nær Jet Black þó að unglingarnir i Bandarikj- unum hafi heyrt minnzt á þá nýju þróun sem hefur orðið i popptónlist I Bretlandi, þá eru Bandarikjamenn orðnir það langt á eftir að þeir hafa að minumati ekkiskilning á tónlist eins og okkar. Við lékum að mestu leyti i litlum klúbbum, enda lætur það okkur vel, þvi að við erum vanir þvi, en flestir voru áhorfendur um þúsund talsins á nokkrum hljómleikum. BLM.: Svo við vikjum nú að tónlist ykkar, þá hafið þið bæði verið orðaðir við ,,punk” og „new wave”. Hver er munurinn á þessu tvennu? Black: Þaðerréttað við höfum bæði verið kallaðir „punk” og „new wave”, en skilgreining- una hef ég ekki á reiðum hönd- um. Þér væri nær að spyrja ein- hvern þeirra ensku blaða- manna, sem með okkur eru i förum þessarar spurningar, þvi að mér skilst að þeir viti það. Blm.: Hvor fyrri hljómplatna ykkar finnst þér betri? Black: Persónulega er ég hrifn- ari af Rattus Norwegicus, það er eins og við höfum vitað betur hvað við vorum að gera þegar við hljóðrituðum hana, en hins vegar er hljóðfæraleikurinn á No more heroes mikið betri en á Rattus..., það er eins og okkur hafi farið fram i hljóðfæraleik á þeim stutta tima sem leið á milli engin aukahljóðfæri eða aðrir hljóöfæraleikarar koma við sögu á þeim. Má búast við að i framtiðinni komi fleiri við sögu á hljómplötum ykkar? Black: Ekki á ég von á að mikil breyting verði á hvað þetta varðar, þó er rétt að geta þess, að á „Black & White” njótum við aðstoðar auka saxófónleik- ara. Blm.: Hvernig er það, er jafn auðvelt fýrir ykkur að halda sambandi við aðdáendur og fylgismenn ykkar meö aukinni frægð? Hafið þið ekkert fjar- lægzt ykkar fyrri markmið með frægöinni? Black: Hvaðokkur varðar tel ég ekki að þetta þurfi að breytazt. Við komum fram reglulega á litlum stöðum, á milli þess sem við leikum frammi fyrir þús- undum áhorfenda. Eða hvaö finnst þér? Þarf þetta aö breyt- ast? Er það eitthvert náttUru- lögmál? Blm.: Svo við vikjum nU að öðru, þá hefur oft verið minnzt á að bakgrunnur ykkar sé óvenju- legur, svo ekki sé meira sagt? Black: Jæja? Blm .: Já, nU er einn ykkar hag- fræðingur, annar lifefnafræð- ingur, sá þriðji Utstillingar- maður og sjálfur varst þU rjómaissali, ef heimildir minar eru réttar: Er ekki furðulegt að menn sem koma úr sllku um- hverfi, stofni popphljómsveit og nái slfkum árangri sem þið hafið náð? Black: Það má vera að ein- hverjum þyki þetta undarlegt, en svona er þetta Og meðan ég man, þetta með isinn, þá er það ekki alveg rétt að það hafi verið mitt aðalstarf, þvi að ég var aðallega i „the booze buisness” (áfengis„bransanum”), og ef þaðer rétt, sem ég hef heyrt um ykkur Islendinga hvað þau mál varðar, þá er öruggt mál að ég hefði verið á rangri hillu, ef ég hefði stundað þau viðskipti hér. Er það annars rétt, að hér sé ekki hægt að kaupa vin á skemmtistöðum á miðvikudög- um? Blm.: Er ekki nóg að hafa sex daga i viku til þess arna? Black: No God gave us seven. (Nei, Guð gaf okkur sjö daga i viku). Þegar hér varkomið sögu var það orðið álitamál hvort það væri Black eða blaðamaður sem semdi spurningarnar, svo að blaðamaður sá sitt óvænna og breytti um umræðuefni hið snarasta. Blm.: Hvert er þitt álit á „old wave”, (gömlum) hljómsveit- um eins og t.d. Genesis? Black: Fint að þú minntist á þetta. Það er fátt sem fer meira i taugarnar á mér, en einmitt Genesis. Ég verð hreinlega veikur þegar ég heyri i þeim. Blm.: En hvert er álit þitt á hljómsveit eins og t.d. Roxy Music, sem á sinum tima flutti tónlist sem flokka má undir „new wave”? Black: Það er ekkert leyndar- mál, að i hvert sinn sem ég heyri hljóðin i Brian Ferry, fæ ég iskur I eyrun og mér verður hálfflökurt, ef ég heyri á hann minnzt. Þó verð ég að viður- kenna að hann hefur samið nokkur góð lög. (Black snýr sér að Hugh Cornwell sem hefur 'sökkt sér niður i enskt siödegis- blað eftir hastarlegt rifrildi viö enskan blaðamann frá New Musical Express og segir: Ég heyrði Ferry segja um daginn að nýja lagið hans væri komið á „topp tiu” heima i Bretlandi. Einu viðbrögðin sem Cornwell sýnir er illgirnislegur hlátur, siðan sökkvir hann sér niöur i blaðið á nýjan leik af engu minna offorsi en félagi hans Burnel bassaleikari sem er kominn á kaf ofan i idýfuskál sem hannhefurorðiðsér Uti um. Blm.: Nú hafa Stranglers leikið viða I Evrópu og ef ég man rétt þá urðuð þið fýrir nokkurs konar árás i Halmstad I Sviþjóð i fyrra, þegar sænskir „raggar- ar” (vandræðabörn i leðurjökk- um) hleyptu upp hljómleikum hjá ykkur. Er reynsla ykkar svipuð frá öðrum löndum og hvernig likaði ykkur við Svi- þjóð? Balck: Sviþjóð er nú meira leið- inda landið, það leiðinlegasta sem við höfum komið til. Ann- ars er það kannski orðum aukið, að viðhöfum orðið fyrir árás, en hvað um það, öll okkar hljóðfæri voru gjöreyðilögð. Um önnur lönd vil ég aðeins segja þaö, að Holland er eitt bezta land sem ég hef komið til, þar vita menn Framhald á bls. 31 Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn9. mai 1978, kl. 13-16 i porti bak við skrifstofu vora, að Borgartúni 7: Mercury Comet fólksbifreið árg. 1973 Volkswagen 1300 fólksbifr. árg. 1973 Volkswagen 1300 fólksbifr. árg. 1973 International Scout árg. 1974 International Scout árg. 1974 Land Rover diesel árg. 1972 Land Rover diesel árg. 1972 Land Rover benzin árg. 1972 Land Rover benzin árg. 1970 Ford F 250 pic up árg. 1970 Ford Escort sendif. bifreið árg. 1974 Chevrolet sendiferðabifr. árg. 1972 Skoda 110 L fólksbifr. árg. 1971 Opel Rekord fólksbifr. árg. 1971 Tempo bifhjól árg. 1972 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Reyðar- firði: Ford Trader, vörubifreiö árg. 1962 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun- andi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Lífeyrissjóður verzlunarmanna auglýsir Þeir sjóðfélagar Lifeyrissjóðs verzlunar- manna, sem fæddir eru 1914 eða fyrr, og eru i verzlunarmannafélagi, geta átt rétt á lifeyri frá umsjónarnefnd eftirlauna, sem Lifeyrissjóður verzlunarmanna greiðir út, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt: 1. Ellilifeyrir: Sjóðfélaginn er 70 ára og hættur að vinna eða 75 ára. Hann þarf að hafa verið 10 ár i starfi eftir 1955, sem núna veitir aðild að iifeyrissjóði. 2. örorkulifeyrir: Sjóðfélaginn varð minnst 40% öryrki eftir 1971 og hefur greitt i 10 ár til Lifeyrissjóðs verzlunarmanna. 3. Makalifeyrir: Sjóðfélaginn lézt eftir 1970 og hafði verið 5 ár i starfi eftir 1955 eða eftir 55 ára aldur, sem núna veitir aðild að lifeyris- sjóði Sækja skal um lifeyri þennan hjá við- komandi verzlunarmannafélagi .i Reykja- vik hjá V.R., Hagamel 4. sem veitir einnig nánari upplýsingar. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.