Tíminn - 07.05.1978, Síða 26
26
Sunnudagur 7. mai 1978.
Félag gæzlumanna spyr:
Er ástæða til að kviða fjöigun
eriendra ferðamanna á Íslandi?
— íslenzk ferðamálastefna vart til
Hér verftur i sem stytztu máli
rakið það helzta sem fram kom i
umræöum á ráðstefnu Félags
gæzlumanna um gæzlu lands og
ferðamál sem haldin var i Salt-
vik dagana 7.-9. april 1978.
Gæzla lands. Hún á sér ekki
langa sögu. Upphafiö má e.t.v.
rekja til skálavörzlu á vegum
Ferðafélags Islands en skála-
verðir litu frá upphafi eftir um-
gengni manna á tiltölulega litlu
svæði umhverfis sæluhúsin.
Fyrirnokkrum árum tókst sam-
vinna milli F.t. og Náttúru-
verndarráös þannig að skála-
verðir F.t. urðu jafnframt
gæzlumenn á vegum Náttúru-
verndarráðs og var þeim falin
umsjón með svo og svo stóru
landssvæði i grennd sæluhúss-
ins, þar sem þeir höfðu aðsetur.
Þannig er háttað gæzlu á
Hveravöllum, i Kerlingafjöll-
um, Nýjadal, Herðubreiðarlind-
um og Landmannalaugum. I
nokkur ár hefur Náttúru-
verndarráð haft gæzlumenn i
þjóðgöröunum i Jökulsárgljúfr-
um og Skaftafelli og einnig á
tjaldsvæöi i Þórisdal i Lóni.
Hlutverk gæzlumanna er m.a.
það að leiðbeina fólki veita upp-
lýsingar um landið og náttúru
þess,þannig að það megi njóta
útiveru sem bezt. Einnig fer
talsverður timi i að verja landið
fyrirágengnimanna,koma i veg
fyrir akstur utan slóða, hlifa
gróðri og dýralifi, vernda það
sem fagurt og ásjárvert er.
Náttúra landsins víða í
hættu
Gæzla á fjölsóttum áningar-
og dvalarstööum hefur verið
upp tekin af mjög brýnni nauð-
syp. Ferðamönnum sem leggja
leið sina um ísland hefur fjölgað
ört ekki sizt útlendingum.
Náttúra landsins er viöa i hættu
vegna mikillar og oft ógætilegr-
ar umferðar feröamanna og
stappar sums staðar nærri ör-
tröð. Einkum á þetta við um
gróðurvinjar i óbyggðum. Vist
er að gæzlan hefur komið i veg
fyrir margs konar slys og gá-
leysisskemmdir. Jafnframt er
ljóst að það er ákaflega aðkall-
andi að auka hana og skulu hér
nefnd nokkur dæmi þvi til stuðn-
ings.
Gæzlumenn eru of fáir á þeim
stöðum, þar sem þeir eru nú
þegar. Smám saman hefur þeim
fjölgað, t.a.m. var aukið við
starfslið i Nýjadal sl. sumar og
verður gert i Jökulsárglúfrum
og Herðubreiöarlindum i sum-
ar. Sums staðar er vinnuálag á
gæzlumönnum þaö mikið aö
þeir eiga öröugt með að sinna
gæzlu umhverfisins sem skyldi.
Þannig er t.d. i Landmanna-
laugum og um mesta feröa-
mannatimann i Skaftafelli. 1
Þórsmörk voru sl. sumar ein-
ungis skálaverðir F.Í., en eftir-
lit með tjaldvist og umferö um
Þórsmörk og nærliggjandi af-
rétti var litið sem ekkert t.d. i
Básum.
Gæzlustöðum þyrfti að fjölga
verulega. Ýmsir staðirog svæði
hafa dregið til sin vaxandi
fjölda ferðamanna með ári
hverju. Sem dæmi má nefna
Eldgjá,þar sem fjöldi fólks hef-
ur viðkomu og sumir tjaida.
Einnig Hornstrandasvæðið, en
þar mun Náttúruverndarráð
hafa gæzlu i undirbúningi.
Allir þeir gæzlumenn,sem nú
starfa á vegum Náttúru-
verndarráðs hafa tiltölulega af-
markaðeftirlitssvæði og fast að-
setur. Feröamenn fara miklu
viðar og sums staðar hópum
saman. Full ástæða virðist til að
ráða gæzlumenn án fasts að-
seturs, sem litu eftir stórum
landssvæöum og hefðu ekki ein-
ungis afskipti af ferðamönnum
heldur einnig ýmsum þeim,sem
atvinnu eða ábata hafa af þvi aö
leigja mönnum land undir tjöld
og bila. E.t.v. mætti skipta
landinu öllu i nokkur stór eftir-
litssvæði. Ætti þá hálendið að
hafa forgang, vegna þess hve
lifriki þess er viðkvæmt og viða
hætta viö röskun og skemmd-
um.
Náttúruverndarlögum
slælega framfylgt.
Löggæzla. Það veldur gæzlu-
mönnum iðulega erfiðleikum i
starfi hversu náttúruverndar-
lögum er slælega framfylgt af
hálfu yfirvalda. Flestir telja til
litils að kæra menn fyrir brot á
lögum þessum,jafnvel þótt um
gróf skemmdarverk á náttúru
landsins sé að ræða vegna þess
að sýslumenn og fógetar geri
litið með slikar kærur. I
náttúruverndarlögum eru mörg
ótviræð ákvæði um það hvernig
mönnum sé heimilt og skylt aö
umgangast náttúru landsins.
T.a.m. er þar bannað að fleygja
frá sér eða skilja eftir rusl á
viðavangi,að spilla eða eyða
gróðri að óþörfu,saurga vatns-
ból eða spilla vatni. I 37. gr. lag-
anna segir: „Brot gegn lögum
þessum og reglum.er settar eru
samkvæmt þeim, varða sektum
eða varðhaldi.” Ekki vita
gæzlumenn til að þessu ákvæði
hafi nokkurn tíma verið beitt né
heldur að gengið hafi verið éftir
þvi af hálfu opinberra aðila sem
um náttúruverndarmál fjalla.
Það virðist almenn skoðun, aö
ámælisvert sé að visu að spilla
náttúru landsins en þó ekki sak-
næmt. Mikil hugarfarsbreyting
þarf að verða i þessu efni.
Aniðsla og skemmdir á náttúru
landsins eru þjóðfélagsmein-
semd. Virðing fyrir landinu og
samúð með þvi er nátengd
sjálfsvirðingu þjóðarinnar er
það byggir. Löggæzlumenn og
dómarar geta stuðlað að þessari
hugarfarsbreytingu með ein-
arðri framkvæmd náttúru-
verndarlaga. Náttúruverndar-
ráði og náttúruverndarnefndum
vitt um land ber að ýta á eftir að
svo sé gert. Það væri mikill
styrkur þvi fólki,sem á aö gæta
þess að almenningur umgangist
landið af virðingu.
Heildarstefnu í íslenzk-
um feröamálum vantar
islenzk ferðamálastefna.
Vafamál er hvort til er nokkuð
það sem þetta nafn má gefa.
A.m.k. verður ekki séð að til sé
nein heildarstefna i islenzkum
ferðamálum, hvorki hjá opin-
berum aðilum né almennings-
samtökum. 1 lögum um skipu-
lag ferðamála frá 1976 segir:
„Ferðamálaráð fer með stjórn
feröamála undir yfirstjórn sam-
gönguráðuneytisins.” (3. gr.) í
7. gr. laganna eru talin upp fjöl-
mörg verkefni Ferðamálaráðs.
Er þar efst á blaði skipulagning
og áætlanagerö um islenzk
ferðamál. Ekki verður séð að
þessi skipulagning og áætlana-
gerð sé enn komin til sögunn-
ar. Starfsemi Ferðamálaráðs
virðist i grófum dráttum snúast
um: 1) landkynningu erlendis
sem miðar að þvi að laða sem
flesta útlendinga til landsins og
2) uppbyggingu gististaða
(hótela) einkum með erlenda
ferðamenn i huga.
Öðrum þáttum ferðamála
hefur Ferðamálaráð ekki sinnt i
skynsamlegu hlutfalli við þessa
tvo, þó að skýrsla umhverfis-
nefndar Ferðamálaráðs um
ferðamál i óbyggðum sé dæmi
um nauðsynlegt og ánægjulegt
framtak.
Augljóst ætti að vera að við
mótun heildarstefnu i islenzkum
ferðamálum 'þarf að flétta
saman marga og um sumt
óskylda þætti eins og gert er ráð
fyrir i ferðamálalögum (7. gr.)
Skal hér fyrst lögð áherzla á tvo
sem gæzlumönnum viröast
skipta máli. 1) náttúruvernd,
einkum vernd fjölsóttra en við-
kvæmra staða og svæða, 2) Is-
lendingum séu tryggð eölileg og
sjálfsögð landnot i fjölbreyti-
legri útivist. Fleiri þurfa til aö
koma.
Er ástæða til að kviða fjölgun
erlendra ferðamanna á islandi?
Erfitt er að svara þessari
spurningu afdráttarlaust. Til
þess skortir m.a. haldbærar
upplýsingar. Ekki er þvi að
leyna að uggur hefur setzt að
mörgum yfir þessari fjölgun. I
þeim hópi eru margir gæzlu-
menn,ekki sizt þeir sem gæta
svæða á hálendinu. 1950 voru er-
lendir ferðamenn á tslandi um
3% af fjölda landsmanna, 1960
um 7% og 1977 um 36% og það ár
var fjöldi þeirra 72.690. Þessar
tölur hljóta að vekja til umhugs-
unar. Einar út af fyrir sig segja
þær þó ekki margt af þvi sem
forvitnilegt og nauðsynlegt er
að vita. Hversu margir erlendir
ferðamenn dveljast einungis i
þéttbýli suðvesturlands? Hve
margir ferðast um landið? um
hálendið? Engar áreiðanlegar
tölur eru til um það. Þó er ljóst
af skýrslum gæzlumanna að
mikill meirihluti þeirra sem um
hálendið ferðast eru útlending-
ar. A meðfylgjandi korti Jónas-
ar Helgasonar má sjá fjölda
ferðamanna á nokkrum há-
lendisstöðum s.l. sumar og
tveim i byggð.
I skýrslu umhverfisnefndar
Ferðamálaráðs um óbyggðir
1977 og um fjölsóttustu ferða-
mannastaði segir m.a.,að ,,tak-
marka skuli með valdboði aö-
sókn að fjölsóttustu ferða-
mannastöðum. Er það einkum
ört vaxandi aðsókn erlendra
ferðamanna sem fylla sæluhús
(sameign fslenzks almenn-
ings?) og þekja með tjöldum
sinum nauma bletti hálendis-
vinjanna. Þykir mörgum sem
gaukseggi hafi verið laumað i
hreiður vort, ekki sizt eftir að
útlendingar hófu að gera út á Is-
landsfjöll upp á eigin spýtur.
Þetta mál.svo viðkvæmt sem
það er, krefst opinberra af-
skipta hið bráðasta og horfa
menn i þeim efnum vonaraug-
um til nýskipaðs Ferðamála-
ráös.” Hugmyndin um itölu I
fjölsótta ferðamannastaði gefur
þeirri hugsun byr, eöa e.t.v.
þurfi að nota itölu I landið.
Vegur við Svinadal. Takiðeftir hjólförunum i grasinu hægra megin.
Þau eru nú orðin mikiu fleiri og dýpri.
Þessi mynd er tekin i Skaftafeili I öræfum, af útlendingi sem gerzt
hafði svo djarfur aö rifa skóg og gera eld. Hann var rekinn af staðn-
um, enda uppátækið varasamt.
Þetta kort er teiknað með hliösjón af skýrslum gæzlumanna Náttúruverndarráös 1977. Tölur um
fjölda ferðamanna fengust hjá viökomandi ferðaskrifstofum. Dökku fletirnir I hringjunum merkja
útlendinga, þeir ljósu tslendinga og sést að á vinsælustu ferðamannastöðunum.jafnt I byggð sem f
óbyggð,eru útlendingar i meirihluta. Stærð hringja fer eftir fjölda gistinátta á þeim stöðum, sem
gæzlumenn voru á vegum Náttúruverndarráðs, og inniheldur sá stærsti 15 þúsund gistinætur, næst
stærsti 10 þúsund, þá fimm þúsund og sá minnsti eitt þúsund. Spurningarmerki er við Mývatnssveit-
ina enda fór engin talning þar fram. Brautirnar merkja helztu þjóðbrautir ferðamanna um landiö
með þremur ferðaskrifstofum, sem haft var samband viö,Feröaskrifstofum Guðmundar Jónasson-
ar, úlfars Jakobsen og Arena. Breidd brautanna sýnir ferðamannafjöldann: 200 ferðamenn á hvern
mm..