Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 6
6
Sunnudagur 30. júli 1978
menn og málefni
Vísitölukerfið er aðal-
orsök verðbólgunnar
Fulltrúar vinstri flokkanna ræöa stjórnarmyndun.
Vandinn er mikill
SU athugun á efnahagsástand-
inu, sem gerð hefur verið i sam-
bandi við vinstri viðræðurnar
svokölluðu, hefur leitt i ljós, að
óhjákvæmilegt verður aö gera
mjög viðtækar og róttækar ráð-
stafanir, ef fjölmörg atvinnu-
fyrirtæki eiga ekki að stöðvast og
stórfellt atvinnuleysi að fylgja i
kjölfarið. Þessi athugun hefur
einnig upplýst það, að vandinn
hefði oröiö stórum meiri, ef efna-
hagslögin hefðu ekki verið sett á
siðasta fsngi. Þá hefði kaupgjald
hækkað meira, aðallega þó hjá
þeim betur settu og verðlagið svo
hækkað i kjölfar þess. Hækkun
verðlagsins hefði svo leitt til
nýrra kauphækkana og þannig
koll af kolli. Veröbólgan hefði þá
orðið miklum mun hærri en hUn
þóernú. Vegna efnahagslaganna
verður þeirri rikisstjórn, sem
tekur við, mun auðveldar að fást
við málin en ella. Fari svo, aö
látiö veröi undan kröfum þeirra,
sem heimta samningana i gildi,
mun þaö fljótt koma i ljós, að það
getur aðeins gerzt I orði en ekki á
borði. Atvinnureksturinn mun
ekki þola þá Utgjaldahækkun,
sem hlýzt af þessu, og þvi veröur
aðeyöa áhrifunum af fullgildingu
samninganna með einhverjum
hætti.
Þegar svo er komiö, ris sU
spurning, hvort hægt verði að
gera það á einhvern annan og
réttlátari hátt en gert var með
efnahagslögunum. Ohætt er að
fullyrða, að slik leið verður vand-
fundin. Efnahagslögin voru
byggð á þeim grundvelli, að þeir
sem hefðu breiðust bökin skyldu
bera mestar byrðar. Visitölubæt-
ur þeirra skyldu verða helmingi
minni en ella meðan láglauna-
fólkiðhéldi sinu. Ef samningarnir
kæmu aftur i gildi, yrði hagnaður
mestur hjá hátekjumönnum.
Vilja þeir flokkar, sem urðu
sigurvegarar i kosningunum og
kenna sig við jafnrétti og bræðra-
lag, stuðla að þvi að slik skipan
veröi varanleg?
Óhjákvæmileg
og réttlát
Þegar hita kosningabaráttunnar
lýkur, og menn tara aö atnuga
staðreyndir betur og þær koma
einnig gleggra i ljós, hljóta menn
að sannfærast um, að eins og á
stóð voru efnahagslögin
óhjákvæmileg og réttlát. Þeim
fylgdi ekki heldur meiri kjara-
skerðing en svo, að kaupmáttur
timakaups verkamanna er meiri
nú en hann hefur nokkru sinni
áður verið, nema ef vera kynni i
nokkra mánuði á árinu 1974 fyrst
eftir febrúarsamningúna svo-
nefndu, sem allir viðurkenna nú
að hafi verið óraunhæfir. Þegar
málin skýrast þannig betur,
verður núverandi rikisstjórn ekki
sakfelld fyrir það, að hún hafi
gripið til óþarfra og ranglátra
ráöstafana. Það sannast þvert á
móti, að hun hefur á réttsýnan
hátt gert óhjákvæmilegar ráð-
stafanir til að hamla gegn verð-
bólgunni og afstýra atvinnuleysi
fram yfir kosningar, þegar þeir
flokkar, sem þjððin treysti bezt,
fengju tækifæri til að sjá um
framhaldiö. Hitt verður svo ekki
deilt um, þvi aö það sýna kosn-
ingaúrslitin, að þetta hefur verið
pólitiskt óklókt af rikisstjórninni.
Henni hefði farnazt betur, ef hún
hefði sýnt einhver Potemkintjöld
fyrir kosningar. En þetta getur
átt eftir aö breytast og þarf aö
breytast.. Þvi aöeins mun þjóð-
innivel farnastað hún meti meira
þá stjórnmálamenn, sem þora að
segja sannleikann fyrir kosning-
ar, en hina sem beita blekkingum
og gefa fögur loforö, sem þeir
vita, að ekki er hægt að efna.
Velmegunin
og uggurinn
Það verður tæpast annað sagt
en að þjóðin búi við sæmilega
góðar ytri aðstæður um þessar
mundir. Afliersvomikill, aðfisk-
vinnslustöðvarnar hafa tæpast
undan, og verð sjávarafurða er
mjög hagstætt. Veðráttan hefur
að visu verið frekar óhagstæð
landbúnaðinum, en úr þvi getur
rætzt, enda meiri tækni og véla-
kostur til að mæta óhagstæðri
heyskapartið'en áður var. Iðnað-
urinn hefur verið að taka stöðug-
um framförum á undanförnum
árum og getur afkastað miklu, ef
geta hans er fullnýtt.
Þjóðin ætti af þessum ástæðum
að geta búið við góð kjör, enda
gerir hún þaö eins og er. Fáar
þjóðir búa nú við jafn góð kjör og
íslendingar. En samt eru menn
óánægðir og uggandi. Menn óttast
að stöðvun fyrirtækja og atvinnu-
leysigeti veriðskammtundan. Sá
ótti er vissulega ekki ástæðulaus.
Fiskvinnslan og siðan sjávarút-
vegurinn geta stöðvazt um næstu
mánaðamót, ef nýjar ráðstafanir'
verða ekki áður komnar til sögu,
þvi að lengur endast siðustu
bráðabirgðaráðstafanir ekki.
Það, sem veldur þessum
skuggalegu horfum, þrátt fýrir
áðurgreinda velgengni, er verð-
bólgan. Hún erhrikalegri hér en i
nokkru öðru nálægu landi. Hún
mun halda áfram að aukast hröð-
um vexti, ef ekki verðurtekin upp
önnur stefna i efnahagsmálum en
fylgt hefur verið um skeið. Hún
mun stöðva hjól atvinnulifsins og
valda stórfelldu atvinnuleysi, ef
sú aðstaða sem skapast eftir
kosningar, veröur ekki notuð til
atlögu gegn henni.
Hver er ástæða þess, að meiri
og hræðari verðbólguvöxtur hefur
veriðhér á undanförnum árum en
i öðrum nálægum löndum?
Athugun, sem hefur verið gerð á
vegum þingflokkanna að undan-
förnu, hefur svarað þvi allvel.
Hér á landi er mjög hraðvirkt
visitölukerfi, sem hækkar kaup-
gjald og verðlag á vixl. Slikt kerfi
þekkist naumast i nálægum lönd-
um. Þess vegna eykst verðbólgan
stórum minna þar. Það er visi-
tölukerfiö, sem fyrst og fremst
gerir gæfumuninn.
Viðvörun Lúðviks
Þetta eru reyndar ekki nein ný
sannindi. Þetta hefur lengi verið
ljóst mörgum. Sennilega hefur
enginn orðað þetta skýrara en
Lúðvik Jósépsson rétt eftir að
núverandi rikisstjórn kom til
valda. LUðvik Jósepsson sýndi þá
fram á i þingræðu, að visitölu-
kerfi, sem hefði i för með sér
stöðugar vixlhækkanir kaup-
gjalds og verðlags, væri hrein
fávizka á timum, þegar verðlag
færi sihækkandi á aðfluttum
neyzluvörum. Afleiðingin af þvi
yrði óviðráöanleg verðbólga.
Vissulega hefur Lúðvik Jósepsson
reynzt sannspár. Núhafa hann og
flokksbræður hans tækifæri til að
láta ekki raunasöguna endurtaka
sig.
Það er óumdeilanlegt, að visi-
tölukerfið hefur verið bölvaldur-
inn i islenzkum efnahagsmálum.
Til þess má rekja öllu öðru frem-
ur, að verðbólgan hefur orðið
meiri og óviðráðanlegri hér en i
nálægum löndum. 011 stéttasam-
tök hafa haldið blint i vfsitölu-
kerfið, jafnt launþegar, bændur,
kaupmenn o.s.frv. Menn hafa
blekkzt af þvi, að það væri krónu-
talan sem mestu skipti. Þess hef-
ur ekki verið gætt, að þegar verð-
gildi krónunnar minnkar, tryggir
krónutalanekki kaupmáttinn. Við
kaupsamninga hefur verið miðað
við krónutöluna, en ekki
kaupmáttinn. Þetta hefur siðan
færzt um allt þjóðlifið. Þess
vegna er komið sem komið er.
En nú þekkja menn orðið
bölvaldinn. Þora stjórnmála-
mennirnir að takast á við hann?
Tvær leiðir
Ef visitölukerfið yrði fært i
svipað horf og hjá nágrannaþjóð-
unum, þyrfti vandinn, sem glímt
er við, ekki að verða neitt
óviðráðanlegur. Vegna visitölu-
kerfisins og áhrifa þess, lifir þjóð-
in nú um efni fram. Hún eyðir
meiruen húnaflar . Þessuerhægt
að mæta á tvennan hátt, eða
annars vegar með auknum sparn
aði og hins vegar með aukinni
framleiðslu. Vissulega er hægt að
spara á ýmsum sviðum, og myndi
t.d. ekkert skaða^'þótt dregið yrði
úr ýmsum umdeilanlegum inn-
flutningi um skeið, t.d. með sér-
stökum álögum. Hin leiðin, að
auka framleiðsluna, er ekki siður
fær. Þjóðin hefur eignast mikið af
góðum framleiðslutækjum á
undanförnum árum og er þvi á
margan hátt vel undir það búin að
auka framleiðsluna. Báðar
þessar leiðir, sparnaðarleiðina og
framleiðsluleiðina, á að vera
hægt að fara samtimis, og leysa
efnahagsvandann þannig, að það
verði þjóðinni ekki tilfinnanlegt.
Það voru þessar tvær leiðir,
sem voru farnar á árunum
1935-1939, þegar þjóðin hefur
fengizt við mestan efnahags-
vanda siðan hún endurheimti
sjálfstæði sitt. HUn varð sigursæl
i þeirri viðureign sökum þess, að
hún fýlgdi báðum þessum leiðum
með góðum árangri.
Stærsta verkefnið
Það verkefni, sem biður næstu
rikisstjórnar, er framar öðruþað,
hvernig megi auka framleiðsl-
una. Með þvi móti fæst meira til
skiptanna og minna þarf að
þrengja að en ella. 1 þeim efnum
má ekki láta það sjónarmið eitt
ráða, hvað borgar sig bezt hverju
sinni, eins og talsmenn Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins eru að predika. Ef gróða-
sjónarmið augnabliksins, hefði
verið látið ráða ferðinni á
áðurnefndum árum, hefðu Islend-
ingar aldrei orðið slík forustuþjðð
á sviði frystiiðnaðarins og raun
ber vitni. Hermann Jónasson,
Haraldur Guðmundsson og
Eysteinn Jónsson höfðu stórhug
og framsýni til að hefja á
kreppuárunum útflutning á hrað-
frystum fiski og senda hann til
Bandarikjanna i tilraunaskyni.
Þetta gekk misjafnlega i fyrstu,
en varð upphafið að miklum sigr-
um Islendinga á fiskmarkaðinum
vestan hafs.
Vinstri stjórnin, sem var hér á
árunum 1956-1958 setti það ákvæði
ilögin um Seðlabanka Islands, að
haga yrði peningastefnunni
þannig, að framleiðslugeta at-
vinnuveganna nýttist sem bezt.
Þetta þarf að vera leiðarljós allra
islenzkra stjórna. Geta atvinnu-
veganna er mikil um þessar
mundir, ef hún er réttilega nýtt.
Atvinnutækin má viða nýta miklu
betur, en nú er gert. Onýttir
möguleikar biða viða bæði til
lands og sjávar. Hvarvetna blasa
við möguleikar fyrir þróttmikla
framleiðsiustefnu. Lausn efna-
hagsvandans hlýtur öðru fremur
að byggjast á þvi, að auka það,
sem kemur til skiptanna, og
skipta þvi svo réttlátlega. Þá ætti
þjóðin að geta búið áfram við góð
kjör og batnandi.
Viðræðurnar i
Vínarborg
Undanfarin ár hefur setið á
rökstólum i Vinarborg sérstök
ráðstefna, þar sem viðkomandi
riki hafa rætt um samdrátt
herafla i' Mið-Evrópu. Ráðstefnu-
menn fóru nýlega i tveggja mán-
aða sumarleyfi, en rétt áður
höfðu austrænu rikin fallizt á
tillögu frá vestrænu rikjunum, og
bætti það samkomulagshorfurn-
ar. Enn getur þó verið talsvert i
land áður en fullt samkomulag
næst. Raunar er það ekkert
undarlegt, þótt hægt miði i slikum
viðræðum, þar sem inn I þær
blandast margvisleg flókin tækni-
leg atriði.
I sambandi við þessar við-
ræður, hefur þvi oft veriðhreyft,
m.a. af Norðmönnum, að þær
þyrftu að verða viðtækari og m .a.
ná til hernaðarlegu stöðunnar á
Norður-Atlantshafi, þar sem
mikill vigbúnaður héfur farið
fram siðustu áratugina. Þessu
hefur verið svarað með þvi, að
þrátt fyrir þennan vigbúnað, sé
hættan á hernaðarlegum árekstr-
um ekki eins mikil þar og i
Mið-Evrópu. Þess vegna verði
málefni Miö-Evrópu að hafa for-
gangsrétt i þessum efnum.
Tæplega er hægt að taka þessa
viðbáru gilda. Hið mikla vigbún-
aðarkapphlaup, sem hefur fariö
fram við Norður-Atlantshaf um
alllangt skeið, er siður en svo
laust við árekstrarhættur. Þetta
kapphlaup hófst með þvi, að riki
Atlantshafsbandalagsins höfðu
þar algera yfirburði og gátu nán-
ast sagt verið með kafbáta, búna
kjarnorkusprengjum, upp i fjöru-
steinum hjá Rússum. Þeir hófust
þvi handa um að koma á svoköll-
uðu hernaðarlegu jaínvægi á
Norður-Atlantshafi og hafa byggt
upp mikinn flota, sem sennilega
nálgast það óðum að verða jafn-
sterkur sjóher Nató-rikjanna i
þessum heimshluta. Kafbátar
Rússa hlaðnir kjarnorkusprengj-
um, geta nú gert árás á
Bandarikin hvenær sem er. Svar
Nató-rikjanna er að styrkja enn
flota sinn og flugher á þessu
svæði, og Rússar svara á sama
hátt. Þannig heldur þetta
kapphlaup áfram og getur leitt til
hættulegustu árekstra, jafnvel
þótt báðir aðilar vilji forðast það.
íslenzk forusta
Það fer að sjálfsögðu ekki
framhjá tslendingum, að þetta
mikla vigbúnaðarkapphlaup fer
fram á hafinu umhverfis Island
og skiptir þá miklu máli. Úrslit
tveg^ja siðustu þingkosninga
benda til, að meirihluti þjóðar-
innr telji ekki annað óhætt en að
hafa hér bandariskt varnarlið
meðan þessu kapphlaupi ljnnir
ekki.
Það er af þessum ástæðum,
sem mjög hlýtur að koma til at-
hugunar, hvort tslendingar ættu
ekki að hafa forustu um að rikin,
semliggja að Norður-Atlantshafi,
hefji viðræður um takmörkun
herafla þar i likingu við viðræð-
urnar i Vinarborg. Strax væri
nokkuð unnið við það, að þessar
viðræður kæmust á. Rangt væri
að búast við skjótum árangri af
þeim, en dropinn holar steininn.
Slikar viðræður myndu tvimæla-
laust draga athygli að þessu
hættulega vigbúnaðarkapphlaupi
og gæti orðið viðkomandi rikjum
hvatning til að draga heldur úr
þvi, jafn vel þótt ekkert sam-
komulag næðist. Alla vega myndi
það skapa slíkan þrýsting.
Island getur ekki ætlazt til mik-
illa áhrifa á sviði alþjóðamála. Þó
geta smáriki oft áorkað miklu, ef
þau beita sér fyrir góðu máli.
Ahrif Islands á þróun hafréttar-
málanna er glöggt dæmi um það.
Fyrir smáþjóð er það gott mál að
reynaaðhafaáhrifá, aðdregið sé
úr vigbúnaði. Þvi kemur það
vissulega mjög til athugunar, að
Island eigi frumkvæði að þvi að
reynt verði að draga Ur vigbún-
aðarkapphlaupi og striöshættu á
Norður-Atlantshafi.
Þ.Þ.