Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 16. júli 1978 21 Breytingar hjá Hafsldp hl. Sú skipulagsbreyting hefur nýlega átt sér stað hjá Hafskip h.f., að framkvæmdastjórn félagsins hefur verið efld. Fram- kvæmdastjórar eru nú tveir, Björgólfur Guðmundsson, sem sér um markaðs-og rekstrarsvið, og Ragnar Kjartansson, sem veröur framkvæmdast jóri fjármála- og skipulagssviðs. Hafskip h.f. gerir nú út 5 eigin skip auk leiguskipa. Skip félags- ins sigla vikulega á skandi- navisku hafnirnar Fredriksstad, Gautaborgog Kaupmannahöfn. A 12 daga f resti eru skip félagsins i Ipswich á Englandi, Hamborg og Antwerpen. Að auki stundar félagið reglulegar siglingar til Finnlands og Póllands, auk einstakra leiguflutninga með eigin skipum og leiguskipum. Hjá félaginu vinna nú reglulega um 150 manns og er velta félags- ins nokkuð á þriðja milljarö króna. 6. skákin Jafntefli í 23 leikjum Sjötta einvigisskák þeirra Karpovs og Kortsnojs var tefld i gær og lauk henni með jafntefli eftir 23 leiki. Byrjunina, sem var enskur leikur, tefldu þeir varlega og augljóslega reyndu þeir að forðast allar flóknar leiðir. Heimsmeistarinn, sem hafði hvitt, brá út af venju sinni og lék c4 i fyrsta leik, en ekki e4. Upp kom staða, sem Kortsnoj teflir gjarnan með hvitt. Varö hún brátt flókin, en hvorugur vildi taka neina áhættu, svo samið var um jafntefli i nær ótefldri skák. Benedikt vanda. Steingrimur Hermanns- son sagði að það væri viðs fjarri aö framsóknarmenn hefðu sett gangisfellingu sem skilyrði til lausnar vandanum. Slik ráð- stöfun væri alltaf nauðvörn og heföu þeir verið fúsir til að skoða aðrar leiðir ef færar væru, en fengið væri I rauninni fallið og vi erfitt að eiga við það eftirá, að réttaþaðvið. Um áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður sagði Steingrimur að sér fyndist Al- þýðubandalagið vera úr leik með einstrengislegri afstöðu sinni. Framsóknarmenn mundu ætið láta málefnin ráða, en þaö væri i höndum þingflokksins hvort og með hverjum framsóknarmenn mundu ræða myndun nýrrar rikisstjórnar. Lúðvik var spurður hvort það væri borin von að Alþýðubanda- lagið yrði með i næstu stjórn hvernig svo sem hún yrði samsett og taldi hann það ekki með öllu útilokað, ekki i stjórn sem stefndi að kauplækkun. Tómas Arnason sagði: Tillögur Alþýðubandalagsins myndu stefna til hrikalegs upp- bótarkerfis, en eru auk þess óraunhæfar, þar sem á vantar 9- 10 milljarða fram að næstu ára- mótum til að þær séú fram- kvæmanlegar. Tillögur Alþýðuflokksins byggja á þvi að óska eftir þvi við launþega, að þeir gefi eftir áhrifin til hækkunar á erlendum kostnaði á visitöluna eða a.m.k. fresti þeim. Tillögur Framsóknarflokksins byggja á endurskoðun visitölu- kerfisins og margháttuðum ráð- stöíunum til hjöðnunar vérð- bólgu. Við teljum 60-70% launa- hækkanir á einu ári gjörsamlega útilokaðar án þess að valda óða- verðbólgu. Leiörétting I fréttum frá Rally Cross var farið rangt með nafn eins kepp- enda. Heitir hann Þorvaldur Jensson, en ekki Karlsson, eins og hann er nefndur i fréttunum. Er hér með beðizt afsökunar á þessum mistökum. Auglýsið 0 1 Timanum Námskeiö i svæöameöferö á Akureyri Næstkomandi föstudagskvöld og laugardag 28.-29. júli efnir Rannsóknarstofnun vitundarinn- ar til fyrsta námskeiðs i svæða- meðferð utan Reykjavikur. Verð- Smábörn og „standardar” Blaðinu hefur borist svolátandi áminning frá hr. Birni Tryggva- syni: 1 samstarfi við Asmund Sveinsson við staðsetningu og frágang (til bráðabirgða) á listaverki hans Andliti sólar, er stendur framan við Menntaskólann, þá lét lista- maðurinn i ljós ugg sinn um, að hinn islenski almenningur mundi ekki virða listaverkið. Hann sagði okkur hve ástand i þessum málum væri allt annað og betra á ítaliu heldur en á íslandi. A ítaliu væru listaverk á opinberum vett- vangi heilög vé i augum al- menning. Uggur Asmunds var ekki ástæðulaus. Andlit sólar fær aldrei að vera i friði. Þvi er „tröllriðið” af unglingum og börnum og veruleg viðgerð þurfti að fara fram á þvi, þvi að unglingarnir beinlinis sliguðu spjót listaverksins, þar til þau brotnuðu af. En hvað kemur þetta Tim- anum við og þeim sem velja efni og myndir I blaðið? Þvi er fljótsvarað með tilvisan til myndar á forsiðu i blaðinu i dag, fimmtudag 27. júli 1978, þarsem börn „tröllriða” lista- verkinu „Móðurást”, sem stendur i Laugardalsgarð- inum. Við þurfum að hækka „standardana” i svo mörgu tilliti. Sigurbjörn Stefánsson Stigahlið 41, lést að Hátúni lOb, þann 26. júli.Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda Dóra Guðmundsdóttir. Litli drengurinn okkar Einar Bjarni Pedersen lést 23. þ.m. Útför hans hefur farið fram. Þökkum vinum og ættingjum vináttu og samúð. Helga Hannesdóttir, Einar Ole Pedersen, Guðrún Einarsdóttir, Kristin Halldórsdóttir, Ole Pedersen. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Ludvigs Storr aðalræðismanns. Svava Storr Anna Dúfa Storr, og barnabörn. ur það haldið á Akureyri. Svæðameðferð er heilsuræktar- aðferð skyld nálarstunguaðferð- inni og er hugmyndin á bak við hana sú að samband sé á milli lif- færakerfis likamans og tauga- enda og vöðva i fótunum. Með þvi að nudda vissa staði á fótum manna má hafa áhrif á starfsemi innri liffæra og jafnvel stuðla að afturbata, ef um krankleika er að ræða. Námskeiðið á Akureyri hefst kl. 21 á föstudagskvöld á Hótel KEA og stendur yfir frá kl. 9-17 næsta dag. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við Hótel KEA eða við Rannsóknarstofnun vitundar- innar i Reykjavik. Bindindismótið Galtalæk 4. til 7. ágúst — Eitthvað fyrir aiia — GALDRAKARLAR ★ Baldur Brjánsson ★ Jörundur ★ Magnús Jónsson ★ Bára Grímsdóttir ★ Tóti trúður ★ Tríóið Ijósar nætur ★ Fimleikaflokkur Gerplu ★ Góðaksturskeppni Sérstök dagskrá fyrir börn alla dagana. Fjölbreytt skemmtun i fögru umhverfi. Börn yngri en 12 ára i fylgd með fullorðn- um fá ókeypis aðgang. Sætaferðir frá BSÍ: Föstudagskvöld kl. 8 laugardag kl. 1. ABU CARDINAL Bramsan er aftan á og engln haatta á aö línan sá fyrtr þegar mest liggur viö — óbrjótanleg spóla — sveifina má hafa hœgra eöa vinstra megin — hárnákvæm línurööun — kúlulegur — ryöfrír málmur o.fl. o.fl. Cardinal hefur kostina sem engin önnur opin spinnhjól hafa. HAFNARSTRÆTI 5 TRYGGVAGÖTUMEGIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.