Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 30. júli 1978
Ingólfur Daviðsson:
Þjó&fundur 1907
Byggt og búið
í gamla daga
Konungskoman á puigvouum 1931
1 bókinni Islandsferöin 1907,
eftir Svenn Paulsen og Holger
Rosenberg (þýöandi Geir Jónas
son) segir m.a. svo I fjörlega
rituöum kafla bls. 144: „1. ágúst
árla morguns, átti 3000-4000
manna hópur ásamt hestum,
kerrum og trússi aö leggja af
staö til Þingvalla. Hrossamenn
komu daginn áöur til Reykja-
vikur meö hundruö reiö- og
trússahesta utan úr haga.
Þarna s jáum vér forsjála feröa-
menn leggja lambskinn i hnakk
i rökstuddum grun um fyrir-
kviöanlegar þrengingar á sjö
milna reiötúr. Um allan bæ
hömuöust menn viö ólar og
hnakka, trúss og klakka eöa
hófadyn, svo aö undir tók á göt-
unum. Hestamergöin iöaöi fram
og aftur. Trússahestar skokk-
uöu meö feröakoffort þung og
stór, sem byltu sér upp og niöur.
Reiöhestar þefuöu af riddara
sinumog fóruýmist á sprett eöa
stóöu grafkyrrir, þegar gildvax-
inn Dani, gleraugnasláni þýsk-
ur eöa enskur feröaspjátrungur
vildu keyra þá úr spori um hóf
fram. Islendingarnir komu riö-
andi á haröaspretti, böröu fóta-
stokkinn i hvatningarskyni og
sveifluöu silfurbúnum svipum.
Rikisþingmenn stigu á hesta
fyrir framan Hotel Reykjavik.
Sérhver þeirra hafði i hendi
rammislenska svipu, stutt skaft
og langa leöuról. Þaö var gjöf
alþingis, ásamt snotrum feröa-
bikar i ól um axlir”. Skyldi und-
irbúningur „hestamannaþings-
ins” á Þingvelli nýlega fá svona
skemmtileg eftirmæli?
A kort Einars Guömundsson-
ar, sem hér er birt, er letraö:
Þjóöfundurinn 1907. Haldnir
hafa veriö margir Þingvalla-
fundir, einkum til aö efla sjálf-
stæöisbaráttu þjóöarinnar. A
Þingvallafundinum 1907 mættu
um 400 manns. Var m.a. sam-
þykkt aö taka upp sérstakan is-
lenskan fána — hvitbláinn — og
sést hann blakta yfir á mynd-
inni.
Mynd af konungi rikisþings-
og alþingismönnum viö kon-
ungskomuna 1907 var birt i
þættinum 16. júli. Hér er brugö-
iöupp tveimur myndum af kon-
ungskomunni 1921, og einni af
þúsund ára alþingishátiöinni á
Þngvöllum 1930. A henni sést
mannfjöldinn og predikarinn
hátt á palli upp viö hamravegg
Almannagjár. Kortiö er Vignis,
en hin tvö frá 1921 Helga Arna-
sonar. A ööru þeirra sést Krist-
ján tiundi, siöasti konungur Is-
lands. Hin myndin frá 1921 er
tekin v iö Geysi, en hann gaus þá
myndarlega.
Konungskoman 1921. Viö Geysi
Alþingishátiöin 1930