Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 33

Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 33
Sunnudagur 30. júll 1978 33 Sovéskur ritdómur um þrjár skáldsögur Laxness: Sá heimur, þar sem allt er „öðruvísi” Ný listamiðstöð fyrir Norðurlönd Blaðinu hefur borist ritdómur um þrjár skáidsögur Haildórs Laxness, sem út komu i Moskvu fyrir skömmu i einu bindi og er höf- undur ritdómsins bók- menntafræðingurinn Sem jon Berkin. Iiöfundurinn tekur að sér að kynna skáldskap Nóbelsverðlauna- höfundarins fyrir sovéskum lesendum með þvi að eiga eins konar viðtal við sögu- hetjur og Laxness sjálfan. Bérkín varar i upphafi grein- ar sinnar lesendur við þvi, aö ekki sé gerlegt að fá botn i þaö margræða og mótsagnakennda fyrirbæri, sem nefnist Laxness, fyrr en menn hafi séð fyrir sér heilan heim, sem er frábrugðinn öllu öðru og nefnist „Island og Islendingar.” í þeim heimi sé allt „örðuvisi,” og geri menn sér ekki grein fyrir þvi, fái menn ekki skilið söguhetjur Laxness, sem lifa við aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir tsland, en oftast óvæntar fyrir sovéska lesendur. Þaö fyrsta sem kemur manni áóvartersjálftlandslagið, seg- ir hann. En það er ekki aðal- atriöið. Það sem einkennir Islendinga ööru fremur er friö- semi (þeir hafa engan her), lestrarkunnátta og mikil fram- leiðsla prentaös máls i hlutfalli viö fólksfjölda. Um Atómstöðina segir. hann að það sé ekki tilviljun, að þessi bók, sem helguð er baráttunni gegn bandarisku hervaldi, sé jafnframt gegnsýrð af minnum úr fornnorrænum bókmenntum. Þetta sé ekki stilfærð frásögn, heldur jarðbundið samband. Hér sameinist á lifrænan hátt heimildir og gróteskur frá- sagnarmáti, miskunnarlaust raunsæi i lýsingum á þeim, sem „seldu Island” og djúpar lýs- ingar á alþýðufólki, sem oft býr yfir laxnesskri kimnigáfu og ljóðrænu. Sumar blaðsiðurnar minni á flugrit baráttusamtaka, á öðrum sé að finna heillandi heimspekiritgerðir. Næsta skáldverk bókarinnar er Brekkukotsannáll og endur- segir hann efni hans I stuttu máli. Berkín vekur athygli les- enda á orðum Laxness sjálfs um tilganginn með þessari sögu og jafnframt um skyidur Islensks rithöfundar. Söguhetjur minar Forslða timaritsins „Bók- menntalegt yfirlit” (Literaturnoje obozrenije) þar sem ritdómurinn um þrjár skáldsögur Laxness er birtur. segir uaxness- afsanna kenn- inguna um að allt fólk sé vont. Ef islenskur rithöfundur gleym- ir þjóðlegum uppruna sinum þar sem sagan lifir, glatar tengslum sinum við alþýðuna og gleymir skyldum sinuin gagn- vart hinum kúguðu, þá eru frægð og efnaleg velferð ónauð- synlegir smámunir. Um siðustu skáldsöguna i þessu safnriti, Paradisarheimt, segir Berkín, að ósjálfrátt hljóti maður að bera hana saman við skáldsöguna Sjálfstætt fólk, sem færöi Laxness heimsfrægð. Ritdómarinn ber saman sögu- hetjurnar Steinar og Bjart, og bendir á það sem skylt er með þeim og einnig það, sem skilur þá að. Hann leggur sérstaka áherslu á skapgerðareinkenni, sem er dæmigert fyrir islenska bóndann: óhagganlega sjálfs- virðingu, og segir að hér sé ekki aðeins um að ræða sjálfsvirð- ingu, sem einkennir fulltrua stoltrar og frelsisunnandi þjóð- ar, heldur sé þetta mannleg reisn hins vinnandi manns. Þessi reisn verður aldrei tekin frá Steinari og sama máli gegn- ir um Bjart i Sumarhúsum, Björn i Brekkukoti og Uglu i Atómstöðinni. Þessu fólki er lýst á alveg sérstaklega inn- blásinn listrænan máta. Ast á alþýðunni er uppspretta hins hreina tóns hjá Halldóri Laxness, þessum frábæra nú- timahöfundi, sem gengur við hlið þjóðar sinnar á erfiðri braut baráttunnar fyrir raunverulegu sjálfstæði. Manninum, sem er sannfærður um að „maður þarf að þekkja og skilja það fólk, sem maður skrifar fyrir og einnig að elska það, annars er ómögulegt að semja skáld- sögu.” 28. júli opnaöi Ráðherraneínd Norðurlandaráðs listamiðstöð á Sveaborg við Helsingfors. Verður hún opnuð með tveimur sýning- um, annars vegar er skúlptúrsýn- ing þar sem tveir þátttakendur eru frá hverju Norðurlandanna, hins vegar sýningu á verkum um sögu Sveaborg. tslensku listamennirnir sem sýna eru Jón Gunnar Árnason og Hallsteinn Sigurðsson. Tilgangur þessarar nýju lista- miðstöðvar á Sveaborg er að þróa og samhæfa samnorræna list- sköpun á hinum ýmsu sviöum listarinnar. Þessi listamiðstöð á um leið að vera miðstöð — verk- stæði fyrir listamenn af Norðurlöndum — þar sem þeim gefst timi til að hugsa og fram- kvæma i list sinni óbundnir af fjárhagssjónarmiðum. Forstöðumaður listamiðstöðv- arinnar er Erik Kruskopf list- fræðingur. SMIDJUVEGI6 SIMI 44544

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.