Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 18
18
í heimsókn
Sunnudagur 30. júli 1978
Texti: Fanný Ingvarsdóttir
Myndir: Tryggvi Þormóðsson
Þegar þú ert laus viö ys og þys
höfuöborgarinnar og starfsins á
kvöldin og um helgar, hvaö ger-
ir þú þá af þér? Tekuröu þér
góöa bók i hönd eöa slæröu
þessu bara upp i grin og ferö aö
sofa? Skeliir þú þér kannski út I
blómabeö til þess aö tina ána-
maöka eöa safnar þú grjóti,
svona upp á grjótkast siöar
meir? Situr þú og starir út á
grátt hafiö og semur skáldsög-
ur?....Þetta siöasttalda er nú
kannski of algengt til þess aö
vera nokkuö aö nefna þaö, auk
þess sem þaö er snöggtum ódýr-
ara en aö stunda Keriingarfjöil-
in og laxárnar.
,,Þiö hcföuö átt aö koma i gær, þá var ég aö mála húsiö. Satt best aö segja vil ég heldur mála en
skúra gólf og heldur hreinsa spýtur en búa um rúm.”
„Blómakonur koma til með að
hlæja”
segir Svava Jakobsdóttir rithöfundur
Svava Jakobsdóttir alþingis-
maður og rithöfundur býr i nýju
húsi i gamla góða Skerjafirðin-
um og heitir þar Einarsnes 32.
Þau Jón Hnefill Aðalsteinsson,
maður hennar, fluttu þangað
inn i janúar 1974, og sagði
Svava, að þetta væri 14. hús-
næðið, sem þau byggju i siðan
þau giftu sig. Sonur þeirra,
Hans Jakob Svövuson Jónsson,
sem nú I sumar er blaðamaður á
Þjóðviljanum, var ekki heima,
þegar okkur bar að garði. Hans
Jakob er um tvítugt og stundar
nám i Sviþjóð.
„Mér finnst alltaf voðalega
skrýtið aö svara spurningum
um tómstundir”, sagði Svava,
„þvi að ég á þær svo fáar, og
hvað áhugamálin snertir, þá
renna þau saman i eitt við min
aðalstörf. Ég er Hklega ein af
þeim fáu heppnu, sem er að
vinna að þeim hlutum, sem ég
hef mestan áhuga á. Má segja
að hver stund, hvort sem ég
nota hana til skrifta eða stjórn-
mála, sé min skemmtistund.”
„Þegar maður litur upp úr
starfinu, er i mörg horn að lita.
Ég les mikið skáldskap eða allt
sem ég mögulega kemst yfir.
Eftirlætishöfund nefni ég aldrei,
ég á þá marga. Mestu snillingar
hafa skriíað bækur, sem ég er
ekki hrifin af. En ég get vel
nefnt Grim Thomsen. Hann er
mitt uppáhaldsljóðskáld.”
„En það sem ég uni mest viö
þessa dagana eru plönturnar
minar”, segir Svava og bendir
okkur á litlar plöntur, sem
gægjast upp úr blómapottunum
hinar hróðugustu. „Blómakonur
koma til með að hlæja aö mér,
en ég hef svo gaman af þvi að
ferðast um Island og tina upp
blóm og plöntur og vita svo
hvort þau þrifast i hraungrjót-
inu hjá mér”.
„Ég á reyndar eina plöntu úr
Leirhnúk, sem Hjörtur
Tryggvason starfsmaður hjá
Orkustofnun gaf mér, þegar við
hjónin vorum á ferðalagi fyrir
norðan 7. júli sl. Þá nótt grunaöi
menn að gos hæfist i hnúknum.
Plantan min er nú úti i garði og
lifir enn. Hún heitir tröllastekk-
ur og þrifst vist best við hinar
erfiöustu aðstæður, svo sem á
Leirhnúk og á Sprengisandi. Og
þá á ég von á, að hún þrifist hjá
mér”. Svava hlær.
— Þó er vist hægt að setja
markið enn hærra aö þvi er af-
greiðslumaður i sportvöruversl-
un tjáði mér og sagði hann það
ekkert vandamál fyrir borgar-
ann að renna fyrir lax og fara á
skiöi fjárhagslega, — það kostar
svona 100 þús. kr. til að byrja
með. En að stunda kvennafar og
drekka dýr vin. Það væri dýr-
asta sportið á lslandi i dag og
ætla ég mér ekkert að rengja
hann i þvi. En augljóst var hvert
áhugi hans stefndi.
Tilfellið er, að áhugamálin
segja meira um persónuleika
þinn en nokkuð annað. Ekki svo
að hér fari fram nein sálgrein-
ing, öðru nær. Margt er sér til
gamans gert og svo er alltaf
ánægjulegt að heimsækja gott
fólk. Við gerðum mikið að þvi
Timamenn um miðja vikuna að
bjóða okkur heim til Reykvik-
inga og bjóðum hér með lesend-
um út með okkur. útgangs-
punktarnir voru áhugamál og
fristundir. _p-T
Svava meö tröllastekkinn úr Leirhnúk milli fingranna.
„Geri það sem mér
— segir Jón Óttar Ragnarsson dósent
finnst áhugaverðast’
„Það má segja um mig, að i
fristundum og i starfi geri ég
ekki annað en það, sem mér
finnst áhugavert,” sagði Jón
Óttar Ragnarsson dósent, þegar
'við tókum hann tali á heimili
hans að Furugerði 19. „Ég hef
gaman af þvi að feröast um
landið og hef veriö nánast úti
um allt. — Verst annars hvaö
Jón óttar úti I garöi meö Sólveigu dóttur sinni, en hún átti sex ára
afmæli i vikunni.
margir ganga illa um þetta fal-
lega land okkar.”
„Leggi ég ekki upp i ferð, les
ég, sérstaklega ljóð, Tómas,
Stein Steinarr, Sigfús Daöason
og ljóðaþýöingar Magnúsar As-
geirssonar. Af erlendum
höfundum er Baudelaire ofar-
lega á blaði”.
„Ég fer mikið i leikhús, enda
heillar leikritið mig sem tján-
ingarform. Þar gilda allt önnur
lögmál en i skáldsögunni. í leik-
riti þarf að vera hugmynd, sem
hægt er að túlka og útfæra á
einni kvöldstund. Eitt besta
leikrit, sem ég hef séð og lesiö,
eru „Nashyrningarnir” eftir Io-
nesco, en það er einmitt ágætt
dæmi um þetta.”
„Þú sérð að ég geri ekki ann-
að en það sem ég hef áhuga á.
Maður á aö leita að lifshamingj-
unni þennan stutta tima, sem
maöur er hér. Ef hún felst i þvi
að kaupa sér fallegt hús og bún-
að er um að gera að láta það eft-
ir sér. Aðrir leita á önnur mið,
t.d. á náöir listarinnar eða
trúarinnar.”
„Annars held ég, að i listinni
sé allt það besta úr trúarbrögð-
unum, m.a. að skapa eitthvað,
sem er varanlegt, en festast
aldrei i kreddu. Þær stofnanir
og stjórnvöld, sem skilja lista-
mennina verða yfirleitt lifseig-
ar. Sjáðu kaþólsku kirkjuna t.d.
með Leonardo da Vinci o.fl. I
broddi fylkingar.”
„I augnablikinu er ég að
skipuleggja kennslu i háskólan-
um og rannsóknir ýmsar eru á
byrjunarstigi, þannig að ég hef
litinn tíma aflögu til annars. En atriðið er að eiga fristundirnar i
þetta stendur allt til bóta. Aöal- vændum”.
„Ég vil hafa nútimann I kringum mig og þá málverk eftir tiltölulega
unga listamenn. Hér á ég myndir eftir Kristján Davlösson, Gylfa
Gislason og Þorvald Skúlason”