Tíminn - 30.07.1978, Page 27

Tíminn - 30.07.1978, Page 27
Sunnudagur 30. júll 1978 27 Bruce Springsteen — Darkness on the Edge of Town CBS86061/Fálkinn Bruce Springsteen, eöa hinn nýi Dylan eins og hann hefur oft veriö nefndur þykir einn merkasti popp tónlistarmaöurinn sem komiö hefur fram á seinni árum. Allt frá þvf aö fyrsta plata hans „Born to run”, kom út fyrir þrem árum hefur hann veriö lofaöur og prfsaöur og því hafa menn beöiö allan þennan tima meö mikilli eftirvæntingu eftir nýrri plötu. Sú biö vár loks á enda fyrir nokkrum vikum, þegar „Darkness of the Edge of Town” kom út, en sú tekur upp þráöinn þar sem frá var horfiö á „Born to run”. En þar meö er ekki öll sagan sögö þvf að meö réttu er þessi plata 1-2 árum á eftir áætlun, ef miöaö er viö „BTR”, þ.e.a.s. ef hún heföi komiö út áriö 1976, heföi hún undir eins veriö stimpluö frábær meö þaö sama, en af fyrrgreindum ástæöum veröur aö taka henni meö nokkrum fyrirvara. Meö þessum oröum er ekki átt viö aö „Darkness of the Edge of Town” sé léleg. Þaö er hún ekki, þvert á moti er hún mjög góö, en þaö er þessi eini böggull sem fylgir skammrifinu. Annars er ekki gott aö segja hvaö Springsteen meinar meö þessari „plötuleti” sinni, og enn siður ef tekiö er miö af þvf aö á þeim tima sem Uöur milli fyrrgreindra platna, þá gera aörir lista- menn a.m.k. tvö lög eftir Springsteen heimsfræg og þar á ég viö „Blinded by the Light” meö Manfred Mann’s Earthband og „Because the Night” méö Patti Smith Group. ★ ★ ★ ★ + Annaö hvort er Springsteen einhvers konar bjöllusauöur eöa einfaldlega miskunnsamur Sam- verji sem eyöir öllum sfnum tima I aöra. En hvaö um þaö á „Darkness...” sannar Springsteen þaö aö hann er miklum hæfileikum búinn og sérstak- lega er hann skemmtilegur söngvari. Undir- leikurinn er ekkert slor, enda eru þar vanir stúdiómenn sem eiga hlut aö máli og allar útsetn- ingar eru með ágætum. __ESE. Besta lag: Promised land. Nýjar fjaorir í Vængjum Meöfylgjandi mynd er fyrsta myndin sem birt er opinberlega af hljómsveitinni Wings, eftir endurvakninguna og þær mannabreytingar sem þar hafa átt sér stað. Lengst til vinstri er Laurence Juber gítarleikari og lengst til hægri er Steve Holly trommuleikari, en í miðjunni er kjarninn eins og vera ber, þau Paul, Linda og Denny Laine. Þrátt fyrir að hin nýja skipan Wings sé á allra vitorði, þá hefur Paul látið hjá líða að skýra frá því opinberlega, en hljómsveitin er nú við upptökur á nýrri plötu auk þess semhún æfir fyrir hljómleikaferðalag sem fyrirhugað er með haustinu. Halló eða Halló? Þá er annaö tölublaö popp timaritsins Halló komiö út, en eins og menn rekur minni til þá varö uppi fótur og fit þegar fyrsta tölublað „poppritsins" kom út. Svo viröist sem aö- standendur blaösins hafi eitt- hvaö dregiö i land meö útgáfu þessa annars tölublaös, en meö- al efnis eru viötöl viö þá Johnny Rotten og Bob Marley, auk fjölmargra greina um margvisleg efni, s.s. frásögn af hljómleikum Manfred Mann’s Earthband og grein um islenska leirhnoðara. Þá má og geta þess aö svo viröist sem harövitugar ritdeilur séu i uppsiglingu á milli ritstjóra Halló og eins af popp skrfbentum dagblaöanna, sem var ómyrkur I máli þegar fyrsta tölublaö Halló barst hon- um fyrir sjónir, en i þessu 2. tbl. svarar ritstjórinn popp- skríbentnum, sem hann nefnir poppgoða, þannig að þaö er popp...? sem á næsta leik og veröur fróölegt aö fylgjast meö framhaldinu. Fjörefni — Dansað á dekki Steinar 023 Eins og öllum mun vera I fersku minni sendi hljómsveitin Fjörefni frá sér afburöalélega plötu i fyrra, og þvi var þaö meö hálfum huga sem ég hlustaði á nýju Fjörefnisplötuna „Dansað á dekki” sem út kom fyrir skömmu. Og hver varö útkoman? Jú, hún varö sú aö þrátt fyrir aö Fjörefni flytji aöallega á þessari plötu „gömul” erlend lög viö islenskra texta, þá er þetta hin ágætasta plata. Lögin flokkast nær öll undir „soft rock”, enda ekki furða þar sem höfundarnir eru menn eins og Gibb bræöur úr BEE GEES, Gavin Sutherland, annar Suöurlandsbræöra, og Paul Nichols. Ekki veit ég hvað ræöur þessari kúvendingu Fjörefnisins, en þaö er engu likara en aö þeir hafi fengiö stóra C-vitaminsprautu beint i rassinn viö þaö aö fækkaöi i flokknum, en Fjörefni skipa nú þeir Páll Pálsson og Jón Þór Gislason. Þeim til aöstoöar eru frábærir músikantar eins og Asgeir Óskarsson, Magnús Kjartansson, Gunnar Ormslev og Þóröur Árnason, en hann sá jafnframt um upptökustjórn og útsetningar.Textagerö er aö mestu leyti i höndum Þorsteins Eggertssonar og Ellerts Borgars Þor- valdssonar (ekki Garöarssonar eins og misritaöist I hljóm- plötudómium Randversplötuna I s.l. viku og er Ellert beöinn velviröingar á). Um þátt Þorsteins Eggertssonar i textagerö- inni ætla ég ekki aö fjölyrða, en þó má geta þess aö hann virö- ist trúr sinni sannfæringu um þaö aö hann sé heimsmeistari i bulli Ellcrt B. Þorvaldsson kemur aftur á móti ekki eins sterkur og ætla mætti eftir aö hafa hlýtt á Randversplötuna. Þá má og aö lokum geta þess aö gerö plötuumslags var i höndum Péturs Halldórssonar, en hans vörumerki viröist vera einfaidleikinn og smekklegheitin. —ESE. B „Núerég klæddur og kominn á ról” KJUNN MCD FjOOkR NÝJAR AUOLVSINGASTOFA SAM8AN0SINS Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 ■ Simar82033 82180 Paradís á einum fermetra VandaÓir sturtuklefar meö ■l'A* IaIí-vm-A OAvOH ' ÓDÝRAR ■ BÓKAHILLUR fáanlegar úr eik og teak Stærð: Hœð 190 cm Breidd 90 cm Dýpt 26 cm Verð aðeins: 39.500 Hringbraut 121 Simi 10600

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.